Einokunarverslun ríkisins ÁTVR leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð um jólin sem aðra tíma enda gefur hið froðukennda hugtak stjórnendunum ótal tækifæri til utanlandsferða, allt til Argentínu og Chile til að ganga úr skugga um að þarlend vín séu framleidd með siðrænum hætti.
Einokunarverslanirnar hafa hafnað sölu á klámfengu áfengi sem og áfengi með rokkívafi á þeim forsendum að slíkt hvetji óhörðnuð ungmenn í fíknefnaneyslu. Í lögum um sölu áfengis kemur skýrt fram að ÁTVR skuli hafna sölu á áfengi þar sem umbúðir ,,sýni börn eða ungmenni yngri en 20 ára,“ eða ,,höfðar sérstaklega til barna eða ungmenna yngri en 20 ára, m.a. hvað varðar texta, myndmál eða form“
Ölgerðin er jafnframt aðili sem lætur sig samfélagslega ábyrgð miklu skipta og auglýsir að Malt, sem inniheldur 35 sykurmola pr. 500ml. sé ekki bara ,,nærandi og styrkjandi“ heldur gefi ,,hraustlegt og gott útlit“ Skilaboðin forboðnu í d. lið lanna sem ,,gefa til kynna að áfengi hafi lækningaeiginleika“ hafa líklega gleymst á maltbjórnum.