Mistök eru stærsta hræðsla margra stjórnmálamanna. Eins máls stjórnmálamaðurinn í eins máls flokknum er engin undantekning. Árni Páll hefur oft fullyrt, þ.m.t. 12. Nóvember 2012 að engin leið væri að aflétta höftum nema með inngöngu í ESB. Af þeim ástæðum gerði Árni Páll ekkert sem máli skiptir til að aflétta höftum.
Staðreyndin er samt sú að enginn sem nær máli – hvort heldur er innanlands eða utan – hefur lengur trú á að höftum verði aflétt í fyrirsjáanlegri framtíð með þeim meðölum sem tiltæk eru.