Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Laugardagur 13.12 2014 - 11:44

Ríkisforsjá

Stjórnmálamenn takast sjaldan á um hvort heldur hvernig haga beri forræðishyggjunni. Vinstri menn vilja hækka skatta og setja lög og reglur sem myndu þá fela í sér að innan tíðar yrði Leifsstöð fyrsta fríhöfnin í heiminum sem seldi bökunarsykur enda eiga manneldissjónarmið ekki við um þá sem ferðast á milli landa. Reyndar vantar enn lög […]

Föstudagur 12.12 2014 - 19:23

Einokun og áfengisneysla

Talsmenn einokunarverslunar hafna viðskiptafrelsi og benda á máli sínu til stuðnings að einokunarverslanir norðurlanda, með ,,heftu aðgengi“ dragi úr neyslu áfengis. Engin leið er að þakka viðskiptafrelsi í suður hluta Evrópu fyrir minnkandi áfengisneyslu frekar en að hægt sé að kenna ríkiseinokunarverslunum norðurlanda um aukna neyslu.

Miðvikudagur 10.12 2014 - 09:36

,,eða til að setja aukna fjármuni í önnur verkefni“

Enn ein ný ríkisstofnun ,,Menntamálastofnun“ er nú á útungunardeild metnaðarfullra embættismanna, Alþingi. Enn og aftur undir formerkjum sameiningar stofnana sem að sögn eigi að spara. Fyrir það fyrsta er rétt að leiðrétta þann misskilning sumra að sparnaður í ríkisrekstri þýði minni útgjöld. Eins og forstýra jafnréttisstofu réttilega bendir á, þá er engin tilgangur með sparnaði í rekstri […]

Þriðjudagur 09.12 2014 - 22:17

„einhverjar krónur“

Þó að stundum mætti halda að sóun á almannafé sé á loforðalista stjórnmálaflokka verður að segjast að einstaka sinnum nái embættismenn nýjum lægðum í fyrirlitningu á hagsmunum skattgreiðenda. Starfmsaður Orkustofnunar, sem jafnframt hefur atvinnu sína af því að hafa eftirlit með endurnýjanlega eldsneytinu, færa sölutölur í Excel og hringja í seljendur sem eru seinir að […]

Mánudagur 08.12 2014 - 22:23

Ragnheiður bregst ekki vondum málstað II

Ágreiningur er uppi á milli þeirra sem gæta hagsmuna álvera og þeirra sem vilja gæta hagsmuna þjóðarinnar allrar. Iðnaðarráðherra sem veit fullvel að einungis er verið að undirbúa hagkvæmnismat vegna sæstrengs hefur það eitt til málanna að leggja að: Sæstrengur ekki í tímaþröng

Sunnudagur 07.12 2014 - 12:02

Samfélagsleg jólaábyrgð ÁTVR

Einokunarverslun ríkisins ÁTVR leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð um jólin sem aðra tíma enda gefur hið froðukennda hugtak stjórnendunum ótal tækifæri til utanlandsferða, allt til Argentínu og Chile til að ganga úr skugga um að þarlend vín séu framleidd með siðrænum hætti. Einokunarverslanirnar hafa hafnað sölu á klámfengu áfengi sem og áfengi með rokkívafi […]

Sunnudagur 07.12 2014 - 11:03

Ragnheiður bregst ekki vondum málstað

Milton Friedman sagði eitt sinn aðspurður að hann hefði aldrei séð hugmynd að skattalækkun sem honum litist illa á. Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra Sjálfstæðisflokksins virðist aldrei geta séð hugmynd að skattahækkun öðru vísi en að lítast vel á. Einu skattalækkanir sem ráðherranum hugnast eru þær sem hún sjálf útdeilir til þess að kaupa sér atkvæði í […]

Föstudagur 05.12 2014 - 12:09

Grímulaus hagsmunagæsla

Margir hafa varan á sér þegar hagsmunaaðilar tjá sig sem skiljanlegt er. Finnur Árnason er ,,hagsmunaaðili“ sem grímulaust talar fyrir eigin hagsmunum, þ.e. sem neytandi og skattgreiðendi. Faglega er óhætt að hlusta á rökin því finnur hefur augljóslega vit á því sem hann fjallar um.  

Föstudagur 05.12 2014 - 08:46

Hinn mistæki velvilji

Þegar verðtryggð lán voru í senn óhagstæður kostur fyrir lántakendur og afleitur fyrir skattgreiðendur (eða réttara sagt afkomendur þeirra) gerðu stjórmálamenn allt sem þeir gátu til að tryggja ,,samkeppnishæfni“ verðtryggðra lána. Nú hinsvegar vilja stjórnmálamenn banna verðtryggð lán. Nema hvað…..  

Miðvikudagur 03.12 2014 - 10:30

Nútíma stjórnsýsla

Hin ýmsu embætti hins opinbera keppast við alls kyns ímyndarmál undir formerkjum á borð við grænt bókhald, jafnréttisáætlanir og samfélagslega ábyrgð sem gefa færi á fundum og ráðstefnum, hérlendis og erlendis þar sem opinberir starfsmenn villast um í hugsanaþoku hvers annars. Í barnfóstrusamfélagi félagshyggjunnar þar sem hinar ýmsu stofnanir deila út leyfum til alls milli himins og […]

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur