Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Sunnudagur 13.09 2015 - 14:50

Vinstri menn fagna Corbyn

Ögmundur Jónasson fagnar kosningu rugludallsins Jeremy Corbyn og kennir Verkamannaflokkinn við: …þjónkun við fjármálavald og markaðshyggju. ….en svo samgróinn varð hann peningavaldi og hernaðarhyggju við þá katla í stjórnartíð Blairs og Browns að iðulega var erfitt að greina á milli forystumanna Verkamannaflokksins og svo aftur hægri mannanna í Íhaldsflokknum breska. Ögmundur kannast auðvitað ekkert við neina […]

Miðvikudagur 26.08 2015 - 21:29

Ríkisforsjárhyggja

Amazon launching one-hour booze delivery in Seattle Íslenskum neitendum er heimilt að versla vín af hvaða vínsölu sem er, svo fremi að seljandinn hafi heimilisfesti erlendis og borgi ekki skatta og skyldur hér á landi. Hraðsendingarfyrirtæki og Íslandspóstur afgreiða svo pakkann heim í hús. Þetta fyrirkomulag er í boði þessara einstaklinga sem treysta ekki samlöndum sínum […]

Föstudagur 21.08 2015 - 10:22

Vín í matvöruverslun…….

  Titill þessarar færslu er ekki tilvísun í einhverja fjarlæga framtíð heldur vill svo til að á Kópaskeri er rekin vínverslun inni í matvöruversluninni sem auðvitað er bara til eftirbreytni og gildir einu þó svo að í forgrunn megi sjá leikföng og fatnað, já og matvöru í bakgrunn. Það heimskulega við þessa annars ágætu útfærslu […]

Fimmtudagur 20.08 2015 - 22:37

,,We want you to taste“

Samfélagsleg ábyrgð er hinu allt um líkjandi ríkisvaldi afar mikilvægt, að minnsta kosti í orði en ekki alltaf á borði og síst af öllu ef borðið er hlaðið áfengi. Oftar en ekki er bent á mikilvægi opinbers reksturs og opinbera afskipta því einkaaðilum sé ekki treystandi til þess að fara að lögum nánar tiltekið meginmarkmiði […]

Sunnudagur 02.08 2015 - 17:52

Firringin á Hellisheiði

Orkuveita Reykjavíkur er eitthvert sorglegasta dæmi sögunnar um afleiðingar þess að afhenda stjórnmálamönnum völd og peninga, eiginlega á pari við að rétta ungling bíllykla og landabrúsa. Mörgum ofbauð gengdarlaust bruðl og sóun í milljarða höfuðstöðvar, 30 manna PR deild, veislueldhús, línþurrkun, risarækjueldi, lína.net, raflína.net, Gagnaveitan og annað slíkt. Þó var bara um smáaura að ræða […]

Fimmtudagur 30.07 2015 - 09:17

Lausnir í leit að vandamálum

Í Morgunblaðinu er talað um að aðgangstýra ferðamönnum til landsins. Ótal möppudýr berjast nú á hæl og hnakka í að finna út lausn á ímynduðum vanda sem m.a. birtist í að ferðamenn gangi örna sinna hvar sem er þ.m.t. á bílastæðum. Ísland er um 103.000 km2 og hingað koma 1,3m. ferðamanna á ári eða um […]

Miðvikudagur 29.07 2015 - 10:07

Nútímalegi jafnaðarmaðurinn Oddný Harðardóttir skrifar:

Við viljum trausta, opinbera matardreifingu Svo virðist sem hægristjórnin sé ófær um að leysa alvarlegan næringarvanda með hag almennings að leiðarljósi. Hugmyndum um gróða, markað, kostnað og gjöld er þröngvað inn í umræðuna um viðkvæma lýðheilsu. Þeir sem vilja selja ríkinu matvælin eru að skilgreina þarfirnar og útfærsluna sjálfir. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins talar um markaðinn þar […]

Mánudagur 13.07 2015 - 11:39

Vinstri stefna í kolaryki

Nýlega sagði Bloomberg frá því að síðustu kolanámunni í Bretlandi yrði lokað þrátt fyrir baráttu verkalýðsleiðtoga af vinstri væng stjórnmálanna í nútíð og fortíð. Núverandi formaður VG endurómaði nýlega í blaðagrein í Fréttablaðinu einhverja kjánalegustu mýtu sem enn lifir um að Margareth Thatcher hafi rýrt lífsgkjör hinna vinnandi stétta í Bretlandi og þá sér í lagi […]

Mánudagur 06.07 2015 - 17:26

Breyttir seðlar, óbreytt hugsun!

Undarlegt að ríkisforsjárhyggja í fortíð skuli þykkja fyndnari en sú sem nú er stunduð.  

Mánudagur 25.05 2015 - 09:22

Einokunar- og áfengis-böl

Aðdáendur ríkiseinokunarverslana með áfengi hafa með tilvísiun til ,,vandaðra“ rannsókna, bent á að viðskiptafrelsi sé böl, nánar tiltekið áfengis-böl. Margir afgreiða málið í hálfkæringi með ,,ég vil ekki sjá áfengi í verslunum“ Slíkt viðhorf er í raun siðferðisbrenglun því sama hvað okkur ,,finnst“ og hvað við viljum ,,sjá“ þá eru lög á samborgara okkar sem þrengja […]

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur