Miðvikudagur 10.12.2014 - 09:36 - FB ummæli ()

,,eða til að setja aukna fjármuni í önnur verkefni“

Enn ein ný ríkisstofnun ,,Menntamálastofnun“ er nú á útungunardeild metnaðarfullra embættismanna, Alþingi. Enn og aftur undir formerkjum sameiningar stofnana sem að sögn eigi að spara. Fyrir það fyrsta er rétt að leiðrétta þann misskilning sumra að sparnaður í ríkisrekstri þýði minni útgjöld. Eins og forstýra jafnréttisstofu réttilega bendir á, þá er engin tilgangur með sparnaði í rekstri nema sá sparnaður renni aftur til nýrra útgjalda. Í annan stað má geta þess að aldrei í sögu stofnanasameiningar hefur kostnaður skattgreiðenda lækkað. Í sumum tilfellum er loddaraskapurinn slíkur að látið er í veðri vaka að spara eigi peninga en þegar betur er að gáð er um að ræða hækkun á gjaldskrám vegna leyfisveitinga osfrv. Með stofnun Menntamálastofnunar kom til greina að lækka útgjöld en að betur athuguðu máli var ákveðið ,,að setja aukna fjármuni í önnur verkefni“

Þess vegna höldum við áfram á sömu braut:

 

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 9.12.2014 - 22:17 - FB ummæli ()

„einhverjar krónur“

Þó að stundum mætti halda að sóun á almannafé sé á loforðalista stjórnmálaflokka verður að segjast að einstaka sinnum nái embættismenn nýjum lægðum í fyrirlitningu á hagsmunum skattgreiðenda. Starfmsaður Orkustofnunar, sem jafnframt hefur atvinnu sína af því að hafa eftirlit með endurnýjanlega eldsneytinu, færa sölutölur í Excel og hringja í seljendur sem eru seinir að skila tölum, ber fyrir sig ,,álitshnekki erlendis“ ef Ísland myndi nú feta í fótspor Lichtenstein og fá undanþágu frá þeirri fráleitu hugmynd að knýja bílvélar áfram á matvælum. Hin vonda hugmynd sem Ragnheiður Elín Árnadóttir barði í gegnum þingið kostar réttilega ,,nokkrar krónur“ nánar tiltekið 700 milljónir sem fara mun upp í 1.000 milljónir á næsta ári.

Hvernig_metum_við_hið_ómetanlega____Fréttir___Orkustofnun___Orkustofnun

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 8.12.2014 - 22:23 - FB ummæli ()

Ragnheiður bregst ekki vondum málstað II

Ágreiningur er uppi á milli þeirra sem gæta hagsmuna álvera og þeirra sem vilja gæta hagsmuna þjóðarinnar allrar. Iðnaðarráðherra sem veit fullvel að einungis er verið að undirbúa hagkvæmnismat vegna sæstrengs hefur það eitt til málanna að leggja að:

Sæstrengur ekki í tímaþröng

Kondór

Ragnheiður telur ekki gott að Landsvirkjun hafi valkosti þegar kemur að samningum við álver

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 7.12.2014 - 12:02 - FB ummæli ()

Samfélagsleg jólaábyrgð ÁTVR

Einokunarverslun ríkisins ÁTVR leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð um jólin sem aðra tíma enda gefur hið froðukennda hugtak stjórnendunum ótal tækifæri til utanlandsferða, allt til Argentínu og Chile til að ganga úr skugga um að þarlend vín séu framleidd með siðrænum hætti.

Einokunarverslanirnar hafa hafnað sölu á klámfengu áfengi sem og áfengi með rokkívafi á þeim forsendum að slíkt hvetji óhörðnuð ungmenn í fíknefnaneyslu. Í lögum um sölu áfengis kemur skýrt fram að ÁTVR skuli hafna sölu á áfengi þar sem umbúðir ,,sýni börn eða ungmenni yngri en 20 ára,“ eða ,,höfðar sérstaklega til barna eða ungmenna yngri en 20 ára, m.a. hvað varðar texta, myndmál eða form“

Ölgerðin er jafnframt aðili sem lætur sig samfélagslega ábyrgð miklu skipta og auglýsir að Malt, sem inniheldur 35 sykurmola pr. 500ml. sé ekki bara ,,nærandi og styrkjandi“ heldur gefi ,,hraustlegt og gott útlit“ Skilaboðin forboðnu í d. lið lanna sem ,,gefa til kynna að áfengi hafi lækningaeiginleika“ hafa líklega gleymst á maltbjórnum.

Egils Malt

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 7.12.2014 - 11:03 - FB ummæli ()

Ragnheiður bregst ekki vondum málstað

Milton Friedman sagði eitt sinn aðspurður að hann hefði aldrei séð hugmynd að skattalækkun sem honum litist illa á. Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra Sjálfstæðisflokksins virðist aldrei geta séð hugmynd að skattahækkun öðru vísi en að lítast vel á. Einu skattalækkanir sem ráðherranum hugnast eru þær sem hún sjálf útdeilir til þess að kaupa sér atkvæði í eigin kjördæmi. Náttúrupassi er einhver versta hugmynd ráðherrans til aukinnar miðstýringar, skattahækkana og útþennslu hins opinbera ef frá eru taldar allar hinar. ,,Gott“ dæmi er fullkomlega galin ákvörðun um íblöndun lífefna í eldsneyti landsmanna sem kostar þjóðarbúið hátt í milljarð á hverju ári, upphæð sem Ragnheiður ætlar sér bara að hækka til að hygla Methanól framleiðanda í eigin kjördæmi.

Ríkið greiðir

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 5.12.2014 - 12:09 - FB ummæli ()

Grímulaus hagsmunagæsla

Margir hafa varan á sér þegar hagsmunaaðilar tjá sig sem skiljanlegt er. Finnur Árnason er ,,hagsmunaaðili“ sem grímulaust talar fyrir eigin hagsmunum, þ.e. sem neytandi og skattgreiðendi. Faglega er óhætt að hlusta á rökin því finnur hefur augljóslega vit á því sem hann fjallar um.

 

Grímulaus hagsmunagæsla-fyrir almenning

Grímulaus hagsmunagæsla-fyrir almenning

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 5.12.2014 - 08:46 - FB ummæli ()

Hinn mistæki velvilji

Þegar verðtryggð lán voru í senn óhagstæður kostur fyrir lántakendur og afleitur fyrir skattgreiðendur (eða réttara sagt afkomendur þeirra) gerðu stjórmálamenn allt sem þeir gátu til að tryggja ,,samkeppnishæfni“ verðtryggðra lána.

Nú hinsvegar vilja stjórnmálamenn banna verðtryggð lán. Nema hvað…..

Verðryggðu lánin aldrei hagstæðari

 

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 3.12.2014 - 10:30 - FB ummæli ()

Nútíma stjórnsýsla

Hin ýmsu embætti hins opinbera keppast við alls kyns ímyndarmál undir formerkjum á borð við grænt bókhald, jafnréttisáætlanir og samfélagslega ábyrgð sem gefa færi á fundum og ráðstefnum, hérlendis og erlendis þar sem opinberir starfsmenn villast um í hugsanaþoku hvers annars. Í barnfóstrusamfélagi félagshyggjunnar þar sem hinar ýmsu stofnanir deila út leyfum til alls milli himins og jarðar, fjalls og fjöru hefur upplýsingatækni ekki náð lengra en á ritvinnslustigið. Hjá hinu opinbera eru engir rafrænir auðkennislyklar, engin tölvupóstsamskipti, uppflettingar nú eða bara símtöl til að fá staðfest ,,gögn“ á borð við kennitölur eða VSK númer. Þeir sem sækja um skulu keyra milli stofnana og fá útprentuð vottorð sem síðan eru stimpluð til þess eins að fara í skjalaskáp hjá næstu stofnun. Á meðan heldur hið opinbera út viðamikilli stefnumótun um upplýsingamál og ræður fleira fólk til að ,,bæta upplýsingagjöf“  og heldur ,,UT“ daga.

opinber stjórnsýsla

Uppfletting á kennitölum- og VSK númerum er ekki framkvæmanleg hjá hinu opinbera.

 

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 2.12.2014 - 14:15 - FB ummæli ()

Brotthvarf Nýja Sjálands frá niðurgreiðslum til landbúnaðar

Niðurgreiðslur til landbúnaðar er venjulega stefna ríkja sem eru nógu efnuð til að framfylgja þeim. Oft á tíðum er slík framkvæmd eyðileggjandi fyrir land, raskandi fyrir markaðinn og hefur, á tímum alþjóðavæðingar, skaðleg áhrif á afkomu bænda í löndum sem eru án slíkrar niðurgreiðslu. Þar sem að niðurgreiðslur stuðla að framleiðslu á landbúnaðarvöru umfram eftirspurn markaðarins, hvetja þær bændur til að stóla á þær, í stað þess að treysta á eftirspurn neytenda. Þetta traust á iðnaðarframleiðslu einsleitra uppskera hefur haft hræðilegar afleiðingar fyrir umhverfið á heimsvísu.  Að auki hefur miðstýrður áætlunarbúskapur leitni til að draga úr öllum hvata til að auka gæði framleiðslunnar.

Stjórnvöld á Nýja Sjálandi áttuðu sig á þessu vandamáli og hættu niðurgreiðslum til landbúnaðar árið 1984. Ákvörðunin býður upp á klassískt dæmi um samband milli niðurgreiðslna, efnahags bænda og umhverfisins. Fyrir 1984 var mikil uppsveifla í Ný Sjálenskum landbúnaði, að stórum hluta vegna hárra niðurgreiðslna. Á þessu tímabili mátti sjá stöðuga þróun aukins styrks í landbúnaði Ný Sjálendinga. Beitarþungi jókst, sem og notkun áburðar og skordýraeiturs.[1]

Við brotthvarf ríkisstyrkja voru bændur hræddir og reiðir, og fjölmenntu í mótmælagöngur til höfuðborgarinnar. En þrátt fyrir spár um að 10% býla yrðu gjaldþrota í kjölfar aðgerða stjórnvalda, þá var niðurstaðan einungis 1%. Hjarðir voru samþættar og tegundir sem höfðuðu til eftirspurnar markaðarins – þær sem framleiddu t.d. fituminni mjólk ­– sköruðu fram úr. Og áhrifin á landið voru gríðarleg. Notkun skordýraeiturs dróst saman um 50%. Komið var í veg fyrir jarðvegsrof, landeyðingu og umframbirgðir minnkuðu einnig. Allur landbúnaðargeirinn var tilneyddur til að færa sig í átt að betri venjum sem juku hagkvæmni og afrakstur. Dregið var úr framleiðslustyrkjum, sem áður höfðu verið notaðir til að örva framleiðslu í gripabúskap og þannig fluttist hann frá eyddum landsvæðum til sjálfbærra beitilanda.

Í dag eru landbúnaðarvörur uppistaðan í útflutningi Ný Sjálendinga, þar sem fjölskyldubú eru áberandi og þau upplifa öfundsverðan vöxt. Mjólk og ull eru stærstu útflutningsafurðirnar og það eru fleiri gripir í landinu heldur en manneskjur. Þrátt fyrir vísbendingar um að nýtt vaxtarskeið sé í vændum – og þó svo að notagildi stefnu þeirra séu mögulega óviðkomandi stærri löndum sem reiða sig á ríkisstyrki, s.s. Bandaríkin. Þá sýnir dæmið frá Nýja Sjálandi að brotthvarf frá landbúnaðarstyrkjum þurfi ekki nauðsynlega að vera jafn erfitt til aðlögunar fyrir bændur og jafnan er haldið fram.[2]

Fullyrða má að aldrei hefur árað betur fyrir umbætur í íslenskum landbúnaði en einmitt nú. Eftirspurnarþrýstingur í mjólkuriðnaði hefur afhjúpað núverndi löggjöf sem refsar fyrir það sem kallað er ,,umfram-framleiðslu“ Stóraukin þjónusta við ferðamenn hefur gefið mörgum færi á að hverfa frá óhagkvæmum rekstri yfir í ferðamannaþjónustu. Dæmi eru um að eitt ferðaþjónusturými í útleigu yfir sumarmánuði, gefi af sér meiri tekjur en 100 kindur. Nautgripaeldi til kjötframleiðslu er fast í viðjum stjórnvalda sem meina bændum að kynbæta kynstofnin!. Óhagræði og framboðsskortur er lögfastur undir hinni lamandi hönd ríkisafskiptanna að því er virðist til þess eins að hygla úreltu milliliðakerfi, umbætur eru einfaldlega ekki liðnar.

[1] Macleod, C. and Moller, H. (2006) Intensification and diversification of New Zealand agriculture since 1960: an evaluation of current indicators of land use change. Agriculture, Ecosystems & Environment 115:201-208.

[2] Ibid

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 1.12.2014 - 15:18 - FB ummæli ()

Borgun marg borgar-sig

Þó að sala Landsbankans á Borgun sé undarleg, ættu landsmenn frekar að velta fyrir sér hvað greiðslumiðlun, sem í eðli sínu er færsla úr einum gagnagrunnsdálki í annan, raunverulega kostar. Kaupmenn eru rukkaðir um heiftarlegt prósentuálag, leigu á posavélum og neytendur borga árgjald fyrir kort osfrv. Rúsínan í pylsuendanum er svo gengismunur upp á kr. 4,30 á hverja Evru með svokölluðu ,,MasterCard gengi“! Greiðslumiðlun ætti að kosta eitthvað meira en að senda tölvupóst en þó vart mikið meira.

Borgun borgarsig

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur