Fimmtudagur 07.04.2011 - 10:28 - 6 ummæli

Kannski er nei betra en já!

Ástandið verður áfram svipað og það er núna.

Skattpeningar ríkisins og sveitarfélaga lækka sem kennir hinu opinbera ráðdeild.

Ríkið verður að draga enn frekar saman seglin og hættir því að stækka.

Sveitarfélög verða sameinuð til að tryggja betri nýtingu fjármagns til að geta borgað niður skuldir með skattfé í stað erlendra lána.

Komið er í veg fyrir að óreiðuskuldir Orkuveitu Reykjavíkur verði framlengdar þannig að Reykvíkingar fá enn frekari tækifæri til að greiða skuldirnar niður.

Þjóðin getur ekki safnað skuldum.

Óþörf neysla minnkar og minna verður sóað vegna minni umsvifa í samfélaginu.

Landsvirkjun fær ekki lán til að virkja þannig að virkjunarhæfar náttúruauðlindir fá að vera í friði.

Atvinnutæki verða áfram í höndum banka og fárra vel stæðra einstaklinga sem kemur í veg fyrir að auðmönnum fjölgi, þannig að tryggt verður að við fáum ekki nýja útrásarvíkinga.

Erlendir eigendur jöklabréfa kaupa upp íslensk fyrirtæki með krónunum sínum þannig að þeir peningar fara þá ekki úr landinu.

Rembingsstuðull og stolt yfir því að Íslendingar séu sterkastir, fallegastir, hreinastir, heiðarlegastir, hamingjusamastir, minnst spilltir, bestu fjármálamennirnir! með mögnuðust menningu miðað við höfðatölu hverfur endanlega úr vitund þjóðarinnar.

Sennilega er bara gott að niðurstaðan verði NEI!

Ásgeir

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

 • Athyglisverður vinkill, Ásgeir.

 • Ásgeir Beinteinsson

  Já, Gísli.

  Þegar allt um þrýtur þá snýr maður faðirvorinu upp á skrattann.

  Kv

  Ásgeir

 • Stefán Benediktsson

  Ég er ekki eins bjartsýnn og þú um að við losnum við montið, en aukin náttúruvernd er freystandi.

 • Ég verð að viðurkenna að það gætir nokkurrar forvitni hjá mér varðandi framhaldið hjá okkur sigri nei-ið. Hvað reynist rétt af viðvörunum okkar sem segjum að nei-ið sé leið stöðnunnar og mikilla hrakfara. Skortir okkur já-sinna glannagenið sem virðist nokkuð útbreitt hjá landanum. Sjálfur skrifa ég já á minn seðil.

 • Haraldur Guðbjartsson

  Mér finnst nú meira mál hvað er að gerast í Evrópu og annarstaðar og hvar stöndum við þá með en þá meiri skuldir en í dag í nýju bjartsýniskasti.
  Mig grunar mjög sterkt að Evrópa standi á barmi djúprar kreppu með tilheyrandi afleiðingum fyrir þá og okkur.

 • Kennir hinu opinbera ráðdeild, eins og það að loka sjúkradeildum, minnka þjónustu við börn með sérþarfir, skerða enn kjör foreldra í fæðingarorlofi, skerða kjör öryrkja og aldraðra og svo framvegis.

  Ég er viss um að öll þau börn, sem munu njóta enn minni samvista við foreldra sína á fyrstu árum ævinnar, verða nei-sinnum að eilífu þakklát fyrir þessa gríðarlega góðu lexíu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sex? Svar:

Höfundur

Ásgeir Beinteinsson
Ég er fæddur í Reykjavík árið 1953 og var skólastjóri í Háteigsskóla frá 1997 til 2016, þar áður aðstoðarskólastjóri skólans frá 1991. Stjórnmál hafa verið áhugamál í tómstundum mínum frá 2005.  Það er mikilvægt að finna leiðir til að sinna ábyrgð borgaranna á stjórnmálum með því að virkja áhuga þeirra og tryggja regluleg áhrif á framvindu og þróun samfélagsins. Þessi áhrif geta verið formleg innan stjórnmálaflokks og óformleg með aðhaldi gagnrýninnar, upplýstrar og kurteisrar samræðu. Kosningar á fjögurra ára fresti duga borgurunum ekki í nútíma samfélagi sem breytist hratt.
RSS straumur: RSS straumur