Færslur fyrir apríl, 2013

Fimmtudagur 25.04 2013 - 11:50

Eflum heilsugæslu með aðkomu fleiri heilbrigðisstétta

Grein þessi birtist á visi.is þann 25. apríl 2013 Ég er ein þeirra sem óttast að íslensk heilbrigðisþjónusta missi marks í nærþjónustu og forvörnum. Öryggisnet heilsugæslunnar er of gisið, sem leiðir til aukins álags á bráðaþjónustu. Bráðaþjónusta er dýr, ef við missum strauminn þangað í of miklum mæli, er hætt við því að lítið fé […]

Miðvikudagur 24.04 2013 - 08:49

Heilbrigði og menntun – grundvöllur Bjartrar framtíðar

Grein þessi birtist í Fjarðarpóstinum þann 24. apríl 2013 Heilsa og þekking eru risastór mál, sem þó eru alltof sjaldan sett á oddinn í stjórnmálaumræðu. Í ljósi þessa er rétt að biðjast afsökunar á afgreiða tvö risavaxin mál í 300 orða grein, en plássið er þröngt og tíminn stuttur, svo ég læt slag standa. Bendi […]

Mánudagur 22.04 2013 - 04:58

Jarðtengt lýðræði er björt framtíð

Björt framtíð var meðal annars stofnuð til að efla aðkomu almennings að ákvarðanatöku á öllum sviðum stjórnsýslunnar. Mótun tillagna Dæmi um leiðir til þessa er málefnastarf BF sem fer fram allan sólarhringinn á www.heimasidan.is. Allir sem skrá sig þangað inn geta sett fram hugmyndir, gert athugasemdir við og/eða stutt hugmyndir annarra notenda vefsins, sem eru […]

Föstudagur 19.04 2013 - 07:54

Hættum að rífast, framtíðin er björt

Grein þessi birtist í bæjarblaðinu Hafnarfjörður þann 19. apríl 2013. Þegar ég kaus síðast sem Hafnfirðingur fann ég atkvæði mínu ekki samastað. Samfélagið var í uppnámi og þar sem ég var ein þeirra sem vildi sjá afgerandi breytingar í stjórnmálum, var ég ósátt við að nýjungarnar sem spruttu upp víða um land skyldu ekki ná […]

Laugardagur 13.04 2013 - 21:01

Skakki turninn í Pisa og íslenskt efnahagslíf

Hið fræga mannvirki, klukkuturninn í Pisa er rómað fyrir fegurð og sérstöðu, laðar að sér ferðamenn og er vinsælt myndefni. Hann er þó fyrst og fremst minnisvarði, um byggingalist, hönnun og verkfræði – bæði sem víti til varnaðar og sem dæmi um úrræðagæði og reddingar. Bygging turnsins tók langan tíma og skiptist í áfanga með […]

Fimmtudagur 11.04 2013 - 11:13

Áhyggjur af áhyggjum Mikaels Torfasonar

Grein þessi birtist í Fréttablaðinu þann 11. apríl 2013. Ritstjóri Fréttablaðsins, Mikael Torfason, ritar í leiðara blaðsins þann 2. apríl sl. undir yfirskriftinni „Námsmannabólan“ um það meðal annars hvort fjárfesting í háskólanámi borgi sig á Íslandi, fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Í leiðaranum bendir Mikael réttilega á að hlutfall framhalds- og háskólamenntaðra á vinnumarkaði […]

Miðvikudagur 10.04 2013 - 08:19

Skuldaleiðrétting til framtíðar, ekki bara fyrir horn

Í umræðum um leiðréttingu skulda vill ýmislegt gleymast. Svo sem það hvort hún er: Fyrir alla eða suma? Að leiðrétta allar núverandi verðtryggðar húsnæðisskuldir inniber að fólk sem er fjárhagslega vel stætt og ræður vel við afborganir í lengd og bráð fær sömu meðhöndlun og þeir sem ná ekki endum saman. Þetta er vissulega rausnarleg […]

Höfundur

Guðlaug Kristjánsdóttir
Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði
RSS straumur: RSS straumur