Færslur með efnisorðið ‘kjaramál’

Þriðjudagur 25.03 2014 - 13:03

Félagsmenn BHM hjá hinu opinbera – dýrmætt fólk á bak við tjöldin (brot úr ræðu)

Á síðustu vikum höfum við í BHM haldið á fjórða tug vinnustaðafunda með félagsmönnum vítt og breitt. Þeir hafa verið afar vel sóttir og þátttakendur eflaust orðnir yfir 1500. Óhætt er að segja að það sé hugur í okkar fólki og jafnframt augljóst af þessum milliliðalausu samskiptum forystu og félagsmanna að samninganefndir aðildarfélaganna voru með […]

Þriðjudagur 31.12 2013 - 11:33

Sækjum fram, virkjum hugvitið

Í samfelldan straum tímans er okkur tamt að marka skil, staldra við, líta yfir farinn veg, horfa svo fram á við og taka stefnu til framtíðar. Við stöndum nú á slíkum tímamótum. Brýnt er að kveðja hið gamla og fagna hinu nýja með opnum hug. Eldri áherslur hafa komið okkur þangað sem við erum í […]

Miðvikudagur 01.05 2013 - 11:55

1. maí – framtíðarsýn Bandalags háskólamanna

Grein þessi birtist í Fréttablaðinu 1. maí 2013 Íslenskur vinnumarkaður er auðlindadrifinn, framleiðni lág og vinnutími langur. Þannig má í stuttu máli draga saman niðurstöður greiningar McKinsey-ráðgjafahópsins, sem gaf frá sér skýrslu um hagsæld og vaxtarmöguleika Íslands síðastliðið haust. Sóknarfæri felast öðru fremur í eflingu hins alþjóðlega hluta vinnumarkaðarins, sem ekki er háður landfræðilegum auðlindum. […]

Fimmtudagur 11.04 2013 - 11:13

Áhyggjur af áhyggjum Mikaels Torfasonar

Grein þessi birtist í Fréttablaðinu þann 11. apríl 2013. Ritstjóri Fréttablaðsins, Mikael Torfason, ritar í leiðara blaðsins þann 2. apríl sl. undir yfirskriftinni „Námsmannabólan“ um það meðal annars hvort fjárfesting í háskólanámi borgi sig á Íslandi, fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Í leiðaranum bendir Mikael réttilega á að hlutfall framhalds- og háskólamenntaðra á vinnumarkaði […]

Fimmtudagur 03.01 2013 - 13:44

Ríkisstofnun efnir til samskota fyrir aðra ríkisstofnun

Undanfarið hafa heilbrigðis- og umönnunarstéttir hver af annarri stigið fram og krafist úrbóta vegna lélegra launakjara og mikils vinnuálags. Jafnframt hefur verið bent á slæmt ástand tækja- og húsbúnaðar á sjúkrastofnunum landsins. Almennt ríkir samstaða um nauðsyn þess að bæta úr hvoru tveggja. Enda gildir jafnt um mannauðinn og aðstöðuna, að ef sinnuleysi varir of […]

Sunnudagur 24.10 2010 - 22:04

Besta jafnrétti í heimi (miðað við höfðatölu)

Nokkur eru þau lífsins gæði sem okkur Íslendingum hættir til að taka um of sem gefnum hlut.   Þegar sagt er:  „Hér er hreint vatn og hreint loft“ sakna ég þess iðulega að heyra í beinu framhaldi: „og það er á okkar ábyrgð að gæta þess vel svo það fari ekki forgörðum“.  Undanfarið hefur mér virst við líta sömu […]

Mánudagur 18.10 2010 - 15:23

Orlofshúsadraugurinn

Stéttarfélög og verkalýðshreyfing eru til vegna félagsmannanna, ekki fyrir forystuna og ekki fyrir neina hagsmuni aðra. Þar af leiðandi tek ég gagnrýni á störf hreyfingarinnar fagnandi, enda mikilvægt að hver sá sem tilheyrir slíku samfélagi veiti því athygli og aðhald. En eitt finnst mér alltaf jafnóþolandi – og jafnvel meira pirrandi eftir því sem ég […]

Miðvikudagur 25.08 2010 - 12:25

Ábyrgð á risi lands

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra bætti í morgun grein í ritröð sína um ástand þjóðarskútunnar og stefnu hennar í heimsins ólgusjó, undir fyrirsögninni „Landið tekur að rísa!“ (Fréttablaðið 25. ágúst 2010) Það er ekki laust við að forystufólk Bandalags háskólamanna (BHM) taki til sín skilaboðin, sem birt eru í úrklippu á forsíðu blaðsins, þar sem fjallað er […]

Mánudagur 23.08 2010 - 14:30

Notendamiðað skattkerfi

Tvennt er svolítið merkilegt ef maður pælir í því:  Við Íslendingar erum annars vegar: — afar tortryggnir út í skatta sem hið opinbera leggur á okkur og ákveður hvernig skuli varið.  Förum umsvifalaust í það að finna glufur og leiðir til að komast hjá því að borga sjálf alla þá skatta sem á okkur á […]

Höfundur

Guðlaug Kristjánsdóttir
Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði
RSS straumur: RSS straumur