Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Mánudagur 19.11 2012 - 20:24

Að kjósa stríð

Eftirfarandi kemur fram í fréttum RÚV í dag; ”Eli Yishai, innanríkisráðherra Ísraels, segir hins vegar í samtali við ísraelska dagblaðið Haaretz að endanlegur tilgangur hernaðaraðgerðanna sé að varpa svo mörgum sprengjum að Gaza svæðið færist aftur í miðaldir, eyðileggja þurfi allar grunnstoðir samfélags Palestínumanna, taka í sundur vegi og neita þeim um aðgang að vatni. […]

Laugardagur 17.11 2012 - 17:04

Skuldirnar margfaldast, segir Mogginn

og ekki lýgur hann.. Stína kennari fór út í búð að loknum vinnudegi og reyndi að greiða fyrir mjólkina með vinnudegi sínum en það gekk ekki því hún hafði enga peninga. Það tók enginn hana trúanlega þegar hún sagðist hafa kennt krökkum allan daginn. Ef skólinn og búðin væru öll tilveran gæti skólastjórinn prentað miða […]

Föstudagur 16.11 2012 - 22:48

Afi og við

Afi hefði orðið 113 ára í þessum mánuði. Hans veröld var um margt öðruvisi en okkar. Hans kynslóð byggði upp þjóðfélagið og barðist fyrir betri kjörum verkamanna, félags- og heilbrigðiskerfi. Núna eru mörg lönd í Evrópu að brjóta þetta velferðarkerfi niður og við á Íslandi höfum einnig fengið að finna fyrir því. Allt er það […]

Föstudagur 02.11 2012 - 22:19

Landspítalinn og kreppan

Það var frétt sem stakk mig í dag. Hún fjallar um neikvæða afstöðu unglækna til Landspítalans sem vinnustaðar. Slæm starfsaðastaða í víðum skilningi, mikið álag og tímaleysi. Þessi niðurstaða á ekki að koma á óvart. Þegar hugsað er til þess að Landspítalinn hefur þurft að skera niður um 24% frá hruni er ekki sérkennilegt að […]

Fimmtudagur 01.11 2012 - 00:53

Vinstri nýfrjálshygga

Álfheiður Ingadóttir segir um daginn að uppgjörinu við nýfrjálshyggjuna sé ekki lokið. Hér erum við Álfheiður sammála, tökum dæmi; Frjálsir einkabankar fóru á hausinn og tapið sett á skattgreiðendur. Hrægammasjóðir kaupa restina af gömlu bönkunum. Hrægammasjóðum hleypt á íslensk heimili. AGS fyrirskipar niðurskurð og aukna skuldsetningu almennings til bjargar fjármálafyritækjum. Flekklaus samvinna við AGS. Verðtryggingin […]

Laugardagur 27.10 2012 - 23:41

Hvert stefnum við

Það fjármálakerfi sem kom okkur í efnahagslegt hrun er fullreynt og virkar ekki. Það finnast engar lausnir fyrir almenning innan þess kerfis. Þess vegna finnur enginn sem hallar sér að því lausnir fyrir almenning. Það þorir enginn að breyta því og því höldum við áfram að vera hamstur á hjóli fyrir fjármálakerfið. Bankar og stórfyrirtæki […]

Laugardagur 27.10 2012 - 00:01

Gluggapóstur

Samkvæmt grein í Viðskiptablaðinu í gær er vá fyrir dyrum. Þrotabú gamla Glitnis og Kaupþings fara bráðum að fá greitt út sinn hlut. Ef þeir fá hann í erlendum gjaldeyri þá munu Íslendingar ekki eiga afgang fyrir annan rekstur. Auk þess mun íslenska krónan falla og það mun orsaka aukinn kostnað fyrir okkur innanlands og […]

Fimmtudagur 25.10 2012 - 00:21

Lengi skal manninn reyna

Mörður Árnason þingmaður segir frá því á bloggsíðu sinni að hann hafi komið fram með þingsályktunartillögu. Hún gengur út á það að hætta að greiða í lífeyrissjóðinn sinn og í staðinn borga niður lánin sín í allt að fimm ár. Hann segir að þetta sé svipað og að taka lán hjá sjálfum sér. Hér er […]

Mánudagur 22.10 2012 - 22:10

Hver á að semja stjórnarksrá

Það virðist sem að þeir sem mættu ekki í þjóðaratkvæaðagreiðsluna um væntanlega nýja stjórnarksrá séu orðinn hópur með sérþarfir. Hann fær mikla athygli hjá sumum og honum eru gerðar upp margvíslegar skoðanir og óunnin réttindi. Það er nú þannig að þeir sem mæta ekki í prófið hafa ekki áhrif á útkomuna. Sjálfur veit ég ekki […]

Föstudagur 19.10 2012 - 20:31

Hvað vegur þyngst á morgun

Ef kosningaþátttaka verður lítil á morgun þá erum við sem kjósum að taka ákvörðun fyrir allan hópinn. Án tillits til þess hversu lítil þátttakan verður er það meirihlutinn sem ræður og þar með er kosningin lýðræðisleg. Við fyrstu sýn ætti ég því að gleðjast yfir lítilli kosningaþátttöku því þar með er ég að ráða ferðinni, […]

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur