Færslur fyrir nóvember, 2010

Þriðjudagur 30.11 2010 - 19:04

Óþarfa 33 milljarðar til ÍLS?

Það er algjör óþarfi hjá ríkinu að leggja Íbúðalánasjóði til 33 milljarða á fjáraukalögum til að hífa eiginfjárhlutfall sjóðsins yfir 5 í CAD. Sérstaklega þegar ríkið er í blóðugum niðurskurði og nánast að leggja heilbrigðiskerfið á landsbyggðinni í rúst. Væri nær að veita þessum peningum í þarfari verkefni.   Auðvitað er sjóðurinn miklu betur settur með […]

Þriðjudagur 30.11 2010 - 12:04

Bændur saka Jón Bj. um embættisglöp

Ég fæ ekki betur séð en að forysta bændasamtakanna sé að saka Jón Bjarnson landbúnaðarráðherra um alvarleg embættisglöp! Malbiksbændurnir við Hagatorg fóru af saumunum þegar Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra og formaður viðræðunefndar Íslands við Evrópusambandið benti réttilega á að afstaða bændaforystunnar til aðildarviðræðna við ESB gæti skaðað samningsstöðu Íslands. „Ráðuneytið neitar allri vinnu en ber raunverulega […]

Mánudagur 29.11 2010 - 12:22

Forsætisráðherra utan flokka í þjóðstjórn

Það er því miður deginum ljósara að ríkisstjórnin er ekki að valda verkefni sínu. Þrátt fyrir einstaka þokkalega spretti. Það er einnig deginum ljósara að stjórnarandstaðan er ekki að valda verkefni sínu. Þrátt fyrir einstaka þokkalega spretti. Við þurfum að stokka upp. Við þurfum nýja ríkisstjórn sem vinnur skipulega að ákveðnum grundvallaratriðum með það að […]

Sunnudagur 28.11 2010 - 20:15

Skíða geimverur?

Ég átti afar góðan dag með drengjunum mínum á skíðum í Bláfjöllum í dag. Færið gott og fjallið fullt af fjölskyldufólki sem naut dagsins saman á skíðum, fullorðnir, börn og unglingar. Skíðamennska er nefnilega ein af fáum íþróttum sem allir í fjölskyldunni geta stundað saman. Einungis geimveru sem ekki skíðar dytti í hug að loka […]

Laugardagur 27.11 2010 - 13:16

Ég legg hugsjónir mínar í þjóðardóm

Ég er stoltur af því að vera einn hinna rúmlega 500 Íslendinga sem voru reiðubúnir að leggja sig, stefnumál sín og framtíðarsýn í dóm þjóðarinnar með því að bjóða sig fram til stjórnlagaþings. Ég er ánægður yfir því hve fjölbreyttur hópurinn er og sérstaklega hve stór hluti frambjóðendanna eru venjulegt fólk víðs vegar úr samfélaginu […]

Föstudagur 26.11 2010 - 16:50

Frjálslyndi og umburðarlyndi á stjórnlagaþing

Stjórnarskrá Íslands á meðal annars að byggja á frjálslyndi og umburðarlyndi, tryggja þegnum landsins örugg mannréttindi og beint lýðræði, skilvirka og lýðræðislega stjórnskipun, réttlátt og óháð dómskerfi og að landsmenn njóti allir ávaxtanna af nýtingu náttúruauðlinda landsins. Frjálslyndið byggir á hugmyndafræðinni frelsi með félagslegri ábyrgð. Það þýðir að stjórnarskrá búi einstaklingum og samtökum þeirra frelsi […]

Föstudagur 26.11 2010 - 01:42

Tabula rasa stjórnlagaþings

Í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings hafa margir beint sjónum sínum að því hvaða greinum stjórnarskrárinnar ætti að breyta og hversu mikið. Sumar spurningar sem við frambjóðendur til stjórnlagaþings höfum fengið frá ýmsum hagsmunasamstökum hafa einmitt beinst að einstökum greinum núverandi stjórnarskrá. Eðlilega. Stjórnarskráin okkar er að mörgu leiti góð. Þar er að finna margar góðar […]

Fimmtudagur 25.11 2010 - 16:50

Afnemum Jón Gnarr!

Stjórnlagaþing á að afnema Jón Gnarr. Ekki sem persónu og listamann. Heldur sem borgarstjóra. Stjórnlagaþing á að leggja niður Borgarstjórn Reykjavíkur. Eins og aðrar núverandi sveitarstjórnir í landinu. Þess í stað á stjórnlagaþing að leggja til ákvæði í stjórnarskrá sem gerir ráð fyrir að grunnstjórnsýslueiningar landsins verði í formi 6 til 8 lýðræðislegra héraðsþinga og héraðsstjórna […]

Fimmtudagur 25.11 2010 - 07:30

Eflum landsbyggðina!

Landsbyggðin á Íslandi verður að dafna og blómstra ef við ætlum að halda stöðu okkar sem öflug þjóð í einu landi. Það hefur hallað á landsbyggðina á meðan borgríkið Reykjavík hefur þanist út og lengst af eflst til mikilla muna. Það verður að vera heilbrigt jafnvægi milli landsbyggðarinnar og borgríkisins á suðvesturhorninu. Það hefur hallað […]

Miðvikudagur 24.11 2010 - 14:50

Heggur sá er hlífa skyldi!

Norræna velferðarstjórnin á Íslandi hyggst nú svipta skuldsettar millistéttarfjölskyldur vaxtabótum vegna þess að fjölskyldurnar hafa gripið til þess úrræðis að frysta íbúðalánin sín til að geta staðið í skilum annars staðar eða eru í þeim aðstæðum að geta ekki staðið í skilum með húsnæðislánin sín. Heggur sá er hlífa skyldi! Norræna velferðarstjórnin afnam reyndar fyrra […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur