Við eigum að flytja Seðlabankann á Ísafjörð! Á það benti ég fyrst á opinberum vettvangi í upphafi árs 2007 í kjölfar þess að vinnufélagi minn hafði sett þessa djörfu hugmynd fram í kaffispjalli.
Fyrstu viðbrögð mín á sínum tíma voru neikvæð, en svo fór ég að hugsa!
Á þeim tíma hafði Ísafjörður farið illa út úr flutningi hátæknifyrirtækis af staðnum og samkvæmt tölfræði hefur staðurinn verið afar afskiptur hvað varðar flutning þó þeirra opinberra starfa sem ríkið náði að flytja út á landsbyggðina. Núverandi ríkisstjórn hefur reyndar tekið þá stefnu að ýta undir mestu þjóðflutninga af landsbyggðinni mögulega í Íslandssögunni með því nánast að leggja niður heilbrigðisþjónustu víðs vegar um land.
Líka frá Ísafirði.
Því er enn brýnna nú en áður að flytja alvöru opinbert fyrirtæki vestur, allt eða hluta þess. Vestfirðingar eiga það inni hjá þjóðinni.
Ég vann á sínum tíma í fyrirtæki sem er staðsett er á tveimur stöðum, um það bil 50 manns í Reykjavík og 20 á Sauðárkróki. Þetta fyrirkomulag hefur gengið afar vel í áratug og starfstöðin á Sauðárkróki er til fyrirmyndar mönnuð metnaðarfullu starfsfólki.
Því þá ekki að flytja Seðlabankann á Ísafjörð?
Það myndi fjölga hámenntuðu fólki á staðnum sem hvort eð er er ekki á þeytingi vítt og breytt um höfuðborgina í starfi sínu, enda fer starfið fyrst og fremst fram inn á kontór og með upplýsingaöflun gegnum netið, skilst mér, milli þess að gefnar eru út misskynsamlegar yfirlýsingar um stöðu peningamála.
Það er unnt að sjónvarpa þeim beint frá Ísafirði – ekki síður en frá Svörtuloftum eins og tíðkast hefur undanfarið.
Margföldunaráhrifinn fyrir Ísafjörð yrðu veruleg – og háskóli á Vestfjörðum hefði aðgang að bestu hagfræðingum til kennslu og jafnvel rannsókna. Nema vinkona mín og fyrrum mágkona Kata Jakobs ætli að loka háskólaselinu fyrir vestan.
Auk þess myndi úrvals húsnæði á besta stað losna í miðbænum í Reykjavík. Það væri best nýtt undir listaháskóla – en bygging húsnæðis utan um þann ágæta skóla hefur hvort eð er verið slegið á frest – húsnæði sem stæði þá við hlið stærstu menningarhúsa landsins, Þjóðleikhúsinu, Hörpu, Þjóðmenningarsafninu og við hlið ráðuneytis menningarmála!
Ekki gleyma því að við öll þjóðin eigum öll ríkisfyrirtækin – ekki bara við höfuðborgarbúarnir.
Já, af hverju ekki að flytja Seðlabankann á Ísafjörð!
Algjörlega ósammála, menn í seðlabankanum þurfa að ferðast mikið og með því að færa seðlabankann á Ísafjörð myndi kostnaður aukast mikið.
Íslendingar verða að fara að hugsa hvað það kostar að gera hlutina, það er ekki lengur flott að versla í Nóatúni bara af því að þú hefur efni á að borga 500 krónum meira fyrir kaffipokann.
Ég er hlynntur því að margar stofnanir verði færðar út á land, en seðlabankinn er það mikilvæg stofnun að hún verður að vera í reykjavík það gæti skipt tugum milljónum króna á ári bara ferðakostnaður.
Þannig að nær væri að færa aðrar stofnanir en ekki seðlabankann.
Ferðast þeir mikið?
Hvert?
Hversvegna?
Má ekki spara eitthvað í því?
Er nauðsynlegt að flækjast um heiminn á tímum internets og myndfundasíma?
Flottar svoleiðis græjur fyrir vestan.
Lifa þeir ekki fyrst og fremst í sýndarveruleikanum „EXCEL“ ?
Er ekki mikið hagkvæmara að flytja Ísafjörð til Reykjavíkur með manni og mús.
Leggja niður sjúkrahúsið, heilsugæsluna, bókasafnnið, barina, flugvölinn, höfnina og allt heila klabbið. Það er nóg af auðu húsnæði í blessaðri höfuðborginni. Eins gott að ísfirðingar fá að sjá hvað „velmengun“ er.
Endilega bæta smá rugli í fólk ekki veitir af!!!
Viltu ekki stofna líka þjóðhagsstofnun á Rockall og Hageild framsóknar á Eldey ? (það ætti nú aldeilis við ykkur frammara kúkur upp að hjám)
Svo væri hægt að hafa nýtt framsóknarsystem á Surtsey og myndi heita Aflandkrónucenter.org
Hættu að bulla þvælu og reyndu vera þáttakandi í uppbyggingu á nýju velferðarkerfi landsinns!!!!!
Athyglisverð afstaða til landsbyggðarinnar sem kemur fram í athugasemdunum.
Halda einhverjir að gjaldeyristekjur Íslendinga verði eingöngu til í höfuðborginni og í Seðlabankanum? Hafið í huga að skatttekjur renna frá landsbyggðinni til Reykjavíkur – en ekki frá Reykjavík til landsbyggðar eins og margir halda.
Gunni gamli – það er EKKI hagkvæmara að flytja Ísafjörð til Reykjavíkur með manni og mús. Auk þess sem það er ekki nægt autt húsnæði á höfuðbrogarsvæðinu. Offramboð á íbúðarhúsnæði á höfuborgarsvæðinu er ofmetið – svo fremi sem Íslendingar taki ekki að flýja land í þúsundatali.
Olie.
Það að flytja Seðlabankann – eða aðra opinbera stjórnsýslu til Ísafjarðar er einmitt hluti af nauðsynlegri uppbyggingu velferðarkerfis fyrir ALLA landsmenn.
Vissir þú að stór hluti starfsemi Íbúðalánasjóðs fer fram á Sauðárkróki? Sú starfsemi Íbúðalánasjóðs gengur mjög vel og skiptir miklu máli fyrir atvinnulíf í Skagafirði. Það er hægt að dreifa stjórnsýslu ríkisins á fleiri staði en Reykjavík – ef viljinn er fyrir hendi.
Vandamálið er að raunverulegan vilja hefur skort.
Og þú vilt í alvöru láta taka þig alvarlega með framboði þínu til stjórnlagaþings?
2/3 gjaldeyristekna Íslands verða til á landsbyggðinni.
Guðmundur.
Já. Framboð mitt til stjórnlagaþings er í alvörunni. Enda hef ég miklið fram að færa í þá vinnu.
Stjórnlagaþing þjóðarinnar er eðlilegt og nauðsynlegt skref í endurreisn Íslands. Á það benti ég í kjölfar hrunsins í pistli mínum þann 12. janúar 2009 „Þjóðkjörið stjórnlagaþing móti stjórnskipan framtíðarinnar“
Slóðin á þá grein er:
http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/769094/
Ég hef barist fyrir þessari hugsjón minni æ síðan. Því var það eðlilegt af minni hálfu að gefa kost á mér til setu á stjórnlagaþingi.
Sé reyndar ekki af hverju verið er að blanda þessum pistli í framboð mitt á stjórnlagaþing. En það er annað mál.
Fín hugmynd og óvitlaus.
Kemur ekki á óvart að sjá ömurleg ummæli þröngsýnna borgarbúa hér að ofan.
Að menn skuli enn þann dag í dag halda, að landsbyggðin sé baggi á borginni og að öll stjórnsýsla (og helst allir landsmenn) eigi að bora sér niður á suðvesturhornið, er frekar sorglegt.
Annars gæti ég best trúað að flutningur Seðlabankans myndi lækka rekstrarkostnað stofnunarinnar frekar en hitt.
Góð hugmynd, Seðlabankann vestur. Held að rekstarkostnaður mundi lækka mikið, þrátt fyrir heimsendaspár um ferðakostnað hjá „sigthor“.
„Gunni gamli“ gætti sótt um vinnu þar og jafnvel stundað nám í stafsetningu við Háskólasetrið.