Mánudagur 15.11.2010 - 07:50 - 1 ummæli

Seðlabankinn er á Ísafirði!

Seðlabankinn hefur verið á Ísafirði allt frá árinu 1976. Mér var bent á það í kjölfar síðasta pistils míns, Seðlabankann á Ísafjörð!    Ísfirski trillukarlinn Eyjólfur Ólafsson – sem nú myndi væntanlega kallast smábátasjómaður – ákvað að byggja sér og sínum hús.   

Seðlabankinn á Ísafirði að Hlíðarvegi 45

Þegar Eyjólfur hóf smíðina byrjaði hann á því að láta taka grunn eins og lög gera ráð fyrir. Sagan segir að þegar gröfumenn voru búnir að taka grunninn þá hafi trillukarlinn komið á staðinn, dregið upp umslag með seðlum í og talið launin í verkamenn.

Þegar næsta áfanga lauk kom trillukarlinn aftur með umslag með seðlum í og taldi launin í iðnaðarmennina. Svona endurtók sagan sig koll af kolli þar til smíðinni var lokið árið 1976.

Bæjarbúum þótti víst ekki annað við hæfi en að kalla húsið Seðlabankann eftir þetta, vegna hins skilvísa greiðslumáta húsbyggjandans og hefur það gengið undir því nafni síðan. Afkomendur mannsins búa í húsinu og létu setja skiltið upp fyrir skömmu.

Hinn skilvísi trillukarl Eyjólfur Ólafsson og lést árið 2006, níræður að aldri.

Þá er vert að halda því til haga að Seðlabanki Íslands fetaði í kjölfar Íbúðalánasjóðs og flutti hluti starfssemi sinnar út á land árið 2001 og var þannig með fyrstu stofnunum sem fylgdi stefnu þáverandi ríkisstjórnar að færa hluta starfseminnar út á land. Það var gert þegar árið 2001 þegar símsvörun bankans var flutt á Raufarhöfn.

Sjá frétt SÍ Símsvörun fyrir Seðlabanka Ísland til Raufarhafnar. 

Þessi ráðstöfun hefur almennt gefist vel skilst mér þótt ekki hafi fleiri þættir starfsemi Seðlabanka Íslands verið færður frá Reykjavík!

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur