Þegar Eyjólfur hóf smíðina byrjaði hann á því að láta taka grunn eins og lög gera ráð fyrir. Sagan segir að þegar gröfumenn voru búnir að taka grunninn þá hafi trillukarlinn komið á staðinn, dregið upp umslag með seðlum í og talið launin í verkamenn.
Þegar næsta áfanga lauk kom trillukarlinn aftur með umslag með seðlum í og taldi launin í iðnaðarmennina. Svona endurtók sagan sig koll af kolli þar til smíðinni var lokið árið 1976.
Bæjarbúum þótti víst ekki annað við hæfi en að kalla húsið Seðlabankann eftir þetta, vegna hins skilvísa greiðslumáta húsbyggjandans og hefur það gengið undir því nafni síðan. Afkomendur mannsins búa í húsinu og létu setja skiltið upp fyrir skömmu.
Hinn skilvísi trillukarl Eyjólfur Ólafsson og lést árið 2006, níræður að aldri.
Sjá frétt SÍ Símsvörun fyrir Seðlabanka Ísland til Raufarhafnar.
Þessi ráðstöfun hefur almennt gefist vel skilst mér þótt ekki hafi fleiri þættir starfsemi Seðlabanka Íslands verið færður frá Reykjavík!
http://gorgeiroglygteinstaen.blog.is/blog/gorgeiroglygteinstaen/?offset=20