Þriðjudagur 16.11.2010 - 20:39 - Rita ummæli

Stjórna vinstri grænir umhverfismati eða umhverfismati ekki?

Stjórna Vinstri grænir því hvort það skuli gera umhverfismat eða hvort ekki eigi að gera umhverfismat bara eftir því hvað hentar þeim pólitískt?

Það vita það allir sem vilja vita að Vinstri grænir hafa stöðvar atvinnuskapandi verk eftir atvinnuskapandi verk á grundvelli harðra krafna um umhverfismat um allt milli himins og jarðar.

Nú er komið nýtt hljóð í strokkinn.

Vinur minn Ögmundur Jónasson ráðherra virðist hafa ákveðið upp á sitt einsdæmi að flytja ósa Markarfljóts án undangengis umhverfismats.

Einhverjir hafa bent á að þetta stangist á við lagaákvæðið í vatnalögum: „Vötn öll skulu renna sem að fornu hafa runnið“.

Flott prinsipp.

En raunveruleikinn er náttúrlega sá að Markarfljót hefur verið að flakka fram og til baka með ósa sína gegnum aldirnar þannig að vafasamt er að bera framangreindu ákvæði fyrir sig.

Reyndar er ég sammála Ögmundi um að flytja skuli ósa Markarfljóts manngert og koma þannig með krók á mót bragði Eyjafjallajökuls Vestmannaeyingum og reyndar landsmönnum öllum til góða. En ég er samt hugsi yfir því að Vinstri grænir telja sig geta ákvarðað hvenær og hvenær ekki skuli beita umhverfismati.

Heyrði ég einhvern kalla: „Tvískinnungur“?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur