Fimmtudagur 18.11.2010 - 08:42 - 8 ummæli

Einkavæðing Íbúðalánasjóðs í farvatninu?

Stjórnvöld þurfa ekki að leggja Íbúðalánasjóði til tugmilljarða til að koma eiginfjárhlutfalli sjóðsins í 8 CAD nema ætlunin sé að afnema ríkisábyrgð og einkavæða sjóðinn. Eina rökrétta ástæða þess að ríkissjóður verji milljörðum af dýrmætu skattfé til að ná því takmarki er sú að stjórnvöld hyggist einkavæða Íbúðalánasjóð.

Ef eiginfjárstaða Íbúðalánasjóðs sem lánasjóðs með ríkisábyrgð fer yfir 8 CAD þá brýtur rekstur sjóðsins væntanlega gegn ákvæðum EES samningsins.

Enda gerir reglugerð um fjárstýringu Íbúðalánasjóðs ráð fyrir að langtímamarkmið sjóðsins sé að eiginfjárhlutfall sé einungis 5 CAD sem er tvisvar sinnum hærra en sérfræðingar Deutsche Bank töldu að þyrfti þegar breytingar voru gerðar á fjármögnunarfyrirkomulagi Íbúðalánasjóðs árið 2004. 

Deutsche Bank taldi æskilegt að eiginfjárhlutfallið væri 2,5% CAD til lengri tíma, en að kröfu fjármálaráðuneytisins var langtímamarkmið í reglugerð haft 5% CAD til að minnka líkurnar á að ríkissjóður þyrfti að leggja Íbúðalánasjóði til fé til að standa undir skuldbindingum sínum.

Eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs var 2,1% CAD við 6 mánaða uppgjör í sumar.

Í sjálfu sér er ekkert sem krefst þess að eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs sé jákvætt meðan sjóðurinn nýtur ríkisábyrgðar, þótt staða og kjör sjóðsins styrkist eftir því sem eiginfjárhlutfall er hærra. Það eina sem þarf að tryggja er að sjóðurinn geti staðið undir afborgunum af fjármögnunarbréfum sínum. Ekkert bendir til þess að greiðslufall sé framundan hjá Íbúðalánasjóði.

Þess má geta að Byggingasjóður verkamanna var tæknilega gjaldþrota við stofnun Íbúðalánasjóðs. Neikvætt eigið fé sjóðsins var yfir 30 milljarðar að núvirði árið 1998.  Það högg varð Íbúðalánasjóður að taka á sig við stofnun sjóðsins, enda var eigið fé sjóðsins árið 1999 einungis rúmir 6,9 milljarðar.   

Eigið fé sjóðsins um mitt árið 2010 var 8,4 milljarðar eða 1,5 milljörðum hærra en við stofnun Íbúðalánasjóðs.

Þannig að þótt sjóðnum verði lagðir til einhverjir milljarðar úr ríkissjóði á næsta ári til að viðhalda hærra eiginfjárhlutfalli, þá er það einungis brot af því tapi sem sjóðurinn varð að taka á sig í upphafi vegna tæknilega gjaldþrota Byggingarsjóðs verkamann.  

Byggingasjóður verkamanna var sá hluti Húsnæðisstofnunar sem fjármagnaði svokallað “félagslegt húsnæði”.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Hallur, þu ert búin að vera á fullu í starfi framsóknarflokksins og búin að fá nokkra bitlinga í gegnum flokkinn.
    Getið þið stjórnmálamenn ekki látið þetta þing vera??
    Eða eruð þið alveg ómissandi??

  • Hallur Magnússon

    Albert.

    Hvaða bitlinga ertu að tala um gæskurinn?

    Viltu semsagt útiloka þá frá stjórnlagaþíngi þá sem hafa undanfarna áratugi haft áhuga á að gera samfélag sitt betra og tekið þátt í starfi stjórnmálaflokka tll þess – vegna þess að þar hefur fyrst og fremst verið hinn lýðræðislegir farvegurinn til að hafa áhrif á samfélagið?

    Er það lýðræðislegt?

    Eru það bara þeir sem voru nýlega að fá áhuga á þjóðmálum sem eiga að vera gjaldgengnir?

    Hefur þú einnig bent öðru fólki sem hefur tekið þátt í starfi stjórnmálaflokka að draga sig til baka?

    Fólki eins og td. Silju Báru Ómarsdóttur, Þórhildi Þórleifsdóttur, Þorvaldi Gylfasyni, Vilhjálmi Þorsteinssyni, Stafáni Pálssyni, Sigurði G. Tómassyni, Sigursteini Mássyni, Signýju Sigurðardóttur, Ragnhildi Vigfúsdóttur, Ómari Ragnarssyni, Ólafi hannibalssyni, Kristófer Má Kristinssyni, Kolbrúnu Baldursdóttur, Kjartani Jónssyni, Júlíusi Sólnes, Jóni Karlssyni, jakobínu I. Ólafsdóttur, Hlín Agnarsdóttur, Helga Helgasyni, Hauki Halldórssyni, Guðmundi Gunnarssyni, Guðmundi Ágústssyni, Gísla Tryggvasyni, Eiríki Bergmann, Bryndísi Bjarnason, Bolla Héðinssyni, Birnu Þórðardóttur, Baldri Óksarssyni, Ástþóri Magnússyni, Árna Indriðasyni, Ágústi Valfells, Ara Teittssyni – svo ég taki nokkur dæmi af handahófi af fólki sem tekur þátt í eða hefur tekið þátt í starfi stjórnmálaflokka.

  • akkurat Hallur. þetta fólk á heldur ekkert erindi á þingið. Ég er búin að reyna bloga hjá öllu því fólki sem bíður sig fram. Þetta fólk hefur ekkert fram að færa nema gamla ógeðslega ísland.
    Það er eins og fólk skilji ekki hvað hefur gerst, það varð ekki bara hrun, á bankakerfinu, heldur hrun hjá öllum gömlu stjórnmálaflokkunum, og þeir hafa sýnt það allir að þeir eru svo ógeðslega spilltir og þar með allt þetta fólk sem þú telur upp.
    Þetta fólk sem hefur verið í stjórnmálum hefur haft tíma til að koma fram breytingum en ekki drullast til þess vegna þess að allt þetta fólk er svo upptekið við að komast í nefndir og störf a vegum hins opinbera.

    Er ekki hægt að sýna þjóðinni þá virðingu að fá að stíga aftur upp án þess að allt þetta fólk komi ekki nálægt þessu?
    Ég skora á allt þetta fólk að draga framboð sitt til baka og einnig þeir aðrir sem hafa verið tengdir inn í stjórnmálaflokkanna.

  • Hallur Magnússon

    Albert.

    Þú vilt semsagt takmarka lýðræðið?

  • Hallur, þú miskilur lýðræðið.
    Þið í flokkunum eruð búnir að einangra alla umræðu á Íslandi frá stríðslokum og ætlið bara að gera það áfram þarna á þinginu.
    Í frönsku byltingunni var svona fólk hálfshöggvið, en við erum bara að byðja ykkur að stiga til hliðar

  • Hallur Magnússon

    Nei Albert.

    Það ert þú sem misskilur lýðræðið.

    Lýðræðið felst í því að allir hafi sama rétt að bjóða sig fram.
    Ég hef ákveðið að nýta þann lýðræðislega rétt minn.

    Þjóðin velur síðan milli þeirra sem bjóða sig fram í lýðræðislegum kosningum.

    Í kosningum til stjórnlagaþings þá er atkvæðavægi algerlega jafnt. Eins og það ætti að vera í Alþingiskosningum. Einn maður, eitt atkvæði.

    Þeir sem fá flest atkvæði verða kjörnir. Það er þjóðin sem velur þá í lýðræðislegum kosningum.

    Leið þín sem vilt brjóta lýðræðislega jafnræðisreglu og meina fólki að bjóða sig fram til lýðræðislegra kosninga er ólýðræðisleg – og yfirleitt einkennandi fyrir ríki sem þekkt hafa verið fyrir flest annað en lýðræði.

  • Hallur Magnússon

    … og Albert!

    Auðkennisnúmerið mitt í kosningum til stjórnlagaþings er 9541.

  • Hallur Magnússon

    … og eitt enn.

    Hverjir eru þessir „við“ sem þú vísar til?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur