Miðvikudagur 24.11.2010 - 14:50 - Rita ummæli

Heggur sá er hlífa skyldi!

Norræna velferðarstjórnin á Íslandi hyggst nú svipta skuldsettar millistéttarfjölskyldur vaxtabótum vegna þess að fjölskyldurnar hafa gripið til þess úrræðis að frysta íbúðalánin sín til að geta staðið í skilum annars staðar eða eru í þeim aðstæðum að geta ekki staðið í skilum með húsnæðislánin sín.

Heggur sá er hlífa skyldi!

Norræna velferðarstjórnin afnam reyndar fyrra fyrirkomulag þar sem vaxtabótum var skuldajafnað á móti vanskilum íbúðalána Íbúðalánasjóðs. Það var gert í kjölfar hrunsins til þess að fólk gæti nýtt vaxtabæturnar í annað og brýnna en að greiða af íbúðalánunum sínum.

Nú vill fjármálaráðherra Norrænu velferðarstjórnarinnar hvorki treysta almenningi að nýta vaxtabæturnar að eigin vali né að skuldajafna vaxtabótunum á móti vanskilum eins og áður var gert og létta þannig skuldsettum fjölskyldum greiðslubyrðina. Fjármálaráðherra er þar að auku með þessu að auka vanskil við Íbúðalánasjóð að óþörfu. Er það skynsamleg fjármálastjórnun norrænnar velferðarstjórnar?

Auðvitað á að skuldajafna vaxtabæturnar. Það er allra hagur. Vænti þess að Alþingi taki fram fyrir hendurnar á fjármálaráðherranum og

Frysting lána hefur lengi verið greisluerfiðleikaúrræði hjá Íbúðalánasjóði. Við frystingu leggjast ársvextir vegna lánanna við höfuðstól lánsins um áramót. Hingað til hefur verið litið á það sem uppgjör vaxtaþáttar – og því talið að fólk ætti rétt á að telja vextina fram til stofns vaxtabóta.

Frysting lána Íbúðalánasjóðs miðaði yfirleitt að því að fólk gæti greitt niður aðrar fjárskuldbindingar sínar með því fé sem annars hefði farið til greiðslu afborgana ÍLS lána – með það að markmiði að lækka skuldabyrði svo unnt væri að standa í skilum við Íbúðalánasjóð í kjölfarið. Vaxtabætur var hluti þess fjár sem fór í að greiða niður aðrar skuldir og koma fólki á rétt ról.

Norræna velferðarstjórnin er með þessari breytingu að kippa grundvellinum undan fjölda fólks til að koma fótunum undir sig – svo fólkið geti staðið í skilum við Íbúðalánasjóð.

Ef Norræna velferðarstjórnin treystir ekki almenningi að nýta vaxtabæturnar til að greiða niður skuldbindingar sínar – þá á Norræna velferðarstjórnin að láta vaxtabæturnar renna beint til greiðslu hluta vaxtanna á ÍLS lánunum. Það er hagur lántakendanna og það er hagur Íbúðalánasjóðs.

Reyndar ætti fyrir löngu að vera búið að leggja niður vaxtabótakerfið og taka upp almennt húsnæðisbótakerfi sem taki mið af stöðu fólks hverju sinni og geri ekki greinarmun á því hvort fólk býr í eigin húsnæði, leiguhúsnæði eða búseturéttarforminu. Fyrir því hef ég lengi talað – og mun fjalla um það nánar síðar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur