Stjórnarskrá Íslands á meðal annars að byggja á frjálslyndi og umburðarlyndi, tryggja þegnum landsins örugg mannréttindi og beint lýðræði, skilvirka og lýðræðislega stjórnskipun, réttlátt og óháð dómskerfi og að landsmenn njóti allir ávaxtanna af nýtingu náttúruauðlinda landsins.
Frjálslyndið byggir á hugmyndafræðinni frelsi með félagslegri ábyrgð. Það þýðir að stjórnarskrá búi einstaklingum og samtökum þeirra frelsi til athafna innan þess ramma að frelsi þeirra skerði ekki frelsi annarra og skaði ekki samfélagið í heild. Samhliða sé tryggð félagsleg ábyrgð þannig að samfélagið tryggi að allir fái notið sín og þeir sem þurfa til þessa samfélagslega hjálp verði tryggð sú hjálp.
Örugg mannréttindi þýða að jafn réttur allra sé tryggður, óháð kyni, uppruna, aldri, trú, kynhneygð og skoðunum. Einnig að virðing sé borin fyrir viðhorfum og rétti minnihlutahópa og eðlilegt jafnvægi ríki í samfélaginu.
Beint lýðræði þýðir að almenningur hafi bein lýðræðisleg áhrif á samfélag sitt á sem flestum sviðum – sérstaklega í nærumhverfinu. Persónkjör er mikilvægt skref í þá átt.
Skilvirk og lýðræðisleg stjórnskipun þýðir að valdið liggi sem næst fólkinu og byggðunum og að stjórnskipunin sé smiðin að þörfum fólksins í landinu. Gagnsæji og lýðræði innan hennar sé tryggð.
Óháð dómskerfi þýðir meðal annars að dómarar séu ekki skipaðir af einum dómsmálaráðherra heldur leggi dómsmálaráðherra fram tillögu um hæstaréttardómara og Alþingi samþykki tilnefninguna með 2/3 hluta atkvæða. Tryggt sé að dómskerfið taki ekki við fyrirmælum frá stjórnvöldum. Einnig með stjórnsýsludómstól eða ígildi stjórnsýsludómstóls,
Það að landsmenn allir njóti ávaxtanna af nýtingu náttúruauðlinda landsins þýðir að eignarréttur þjóðarinnar á náttúruauðlindunum sé tryggður í stjórnarskrá og tryggt sé að afgjald vegna nýtingu auðlindanna renni til fólksins í landinu.
Ég býð mig fram sem talsmanns frjálslyndis og umburðarlyndis til stjórnlagaþings.
Auðkenni mitt er #9541.
Rita ummæli