Ég átti afar góðan dag með drengjunum mínum á skíðum í Bláfjöllum í dag. Færið gott og fjallið fullt af fjölskyldufólki sem naut dagsins saman á skíðum, fullorðnir, börn og unglingar.
Skíðamennska er nefnilega ein af fáum íþróttum sem allir í fjölskyldunni geta stundað saman.
Einungis geimveru sem ekki skíðar dytti í hug að loka skíðasvæðinu í Bláfjöllum og ganga þannig frá dýrmætum vettvangi fyrir fjölskylduna að njóta sín saman í hollri hreyfingu og útivist.
Rita ummæli