Alþingi á að vera sterkara og sjálfstæðara en það hefur verið hingað til. Það gengur ekki að alþingismenn sætti sig við að Alþingi sé undirstofnun ríkisstjórna á hverjum tíma eins og tíðkast hefur allan lýðveldistímann. Það er óþolandi hvernig Alþingi er og hefur verið nánast eins og afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið – ríkisstjórnina – núverandi og […]
Íslensk stjórnvöld eiga að leggja áherslu á að landsmenn hafi raunhæft frjálst val um þrjár meginleiðir í húsnæðismálum. Búseturéttarleið, eignarleið og leiguleið. Á það lagði ég áherslu í síðasta pistli.“Ö ryggi og jafnrétti í húsnæðismálum“ Mikilvægt er að hafa í huga að unnt er að samþætta leiguleið og búseturéttarleið innan húsnæðissamvinnufélaga, en núverandi búseturéttarfélög eru lögum […]
Öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum er kjölfestan í tilgangskafla núverandi laga um húsnæðismál: „Tilgangur laga þessara er að stuðla að því með lánveitingum og skipulagi húsnæðismála að landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum og að fjármunum verði sérstaklega varið til þess að auka möguleika fólks til að eignast eða leigja húsnæði á […]
Kirkjan er afar mikilvægur þáttur í menningu og trúarlífi Íslendinga. Íslenska þjóðkirkjan er og verður þjóðkirkja í þeim skilningi að lunginn úr íslensku þjóðinni tilheyrir henni og þykir vænt um kirkjuna sína. Að mínu viti á hin evangelíska lúterska kirkja ekki að vera ríkiskirkja enda hef ég talað fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju frá því […]
Stjórnlagaþing þjóðarinnar er eðlilegt og nauðsynlegt skref í endurreisn Íslands. Á það benti ég í kjölfar hrunsins í pistli mínum þann 12. janúar 2009 Þjóðkjörið stjórnlagaþing móti stjórnskipan framtíðarinnar Ég hef barist fyrir þessari hugsjón minni æ síðan. Því var það eðlilegt af minni hálfu að gefa kost á mér til setu á stjórnlagaþingi. Stjórnarskrá […]