Færslur fyrir nóvember, 2010

Laugardagur 13.11 2010 - 09:00

Sjálfstæðara og sterkara Alþingi takk!

Alþingi á að vera sterkara og sjálfstæðara en það hefur verið hingað til. Það gengur ekki að alþingismenn sætti sig við að Alþingi sé undirstofnun ríkisstjórna á hverjum tíma eins og tíðkast hefur allan lýðveldistímann. Það er óþolandi hvernig Alþingi er og hefur verið nánast eins og afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið – ríkisstjórnina – núverandi og […]

Föstudagur 12.11 2010 - 12:00

Frjálst val um búseturéttarleið, eignarleið og leiguleið

Íslensk stjórnvöld eiga að  leggja áherslu á að landsmenn hafi raunhæft frjálst val um þrjár meginleiðir í húsnæðismálum. Búseturéttarleið, eignarleið og leiguleið.   Á það lagði ég áherslu í síðasta pistli.“Ö ryggi og jafnrétti í húsnæðismálum“ Mikilvægt er að hafa í huga að unnt er að samþætta leiguleið og búseturéttarleið innan húsnæðissamvinnufélaga, en núverandi búseturéttarfélög eru lögum […]

Fimmtudagur 11.11 2010 - 21:23

Öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum

Öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum er kjölfestan í tilgangskafla núverandi laga um húsnæðismál:  „Tilgangur laga þessara er að stuðla að því með lánveitingum og skipulagi húsnæðismála að landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum og að fjármunum verði sérstaklega varið til þess að auka möguleika fólks til að eignast eða leigja húsnæði á […]

Fimmtudagur 11.11 2010 - 11:10

Þjóðin ákveði samband ríkis og þjóðkirkju

Kirkjan er afar mikilvægur þáttur í menningu og trúarlífi Íslendinga. Íslenska þjóðkirkjan er og verður þjóðkirkja í þeim skilningi að lunginn úr íslensku þjóðinni tilheyrir henni og þykir vænt um kirkjuna sína. Að mínu viti á hin evangelíska lúterska kirkja ekki að vera ríkiskirkja enda hef ég talað fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju frá því […]

Miðvikudagur 10.11 2010 - 22:14

Stjórnarskrá Íslands byggi á frjálslyndi og umburðarlyndi

Stjórnlagaþing þjóðarinnar er eðlilegt og nauðsynlegt skref í endurreisn Íslands. Á það benti ég í kjölfar hrunsins í pistli mínum þann 12. janúar 2009 Þjóðkjörið stjórnlagaþing móti stjórnskipan framtíðarinnar Ég hef barist fyrir þessari hugsjón minni æ síðan. Því var það eðlilegt af minni hálfu að gefa kost á mér til setu á stjórnlagaþingi. Stjórnarskrá […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur