Jóhanna Sigurðardóttir er ánægð með að það séu „einungis“ 10 íslenskir flóttamenn sem flýja ríkisstjórn hennar daglega og flytja úr landi. Jóhanna hélt að það yrðu miklu fleiri sem myndu flýja hana og ríkisstjórn hennar. En ef við setjum þetta í sögulegt samhengi – þá hafa ekki fleiri Íslendingar flúið land síðan síðasta hungursneyðin á […]
Einstaka hagfræðingar reyna um þessar mundir að verja íslensku vaðmálskrónuna. Benda á að í kjölfar hruns sem hannað var af Seðlabankanum í viðleitni þeirrar annars ágætu stofnunar til að viðhalda vaðmálskrónunni þá sé betra að hafa vaðmálskrónuna tímabundið vegna „sveigjanleika“ hennar sem geti hjálpað til við að draga okkur upp úr kúadellunni. Gleyma því reyndar […]
Það er ekki frétt að Bezti flokkurinn skuli hafa misst 8% fylgi frá kosningum. Það er frétt að Bezti flokkurinn haldi 27% fylgi í skoðanakönnun Capacent. Það er líka frétt og áhyggjuefni fyrir Samfylkinguna sem galt afhroð í borgarstjórnarkosningunum að fylgi við flokkinn haggast ekkert. Það liggur í sama botninum og áður. Það er hins […]
Ríkisstjórn Samfylkingar, Framsóknar og starfhæfs hluta VG virðist hafa verið slegin af nánast í beinni útsendingu á vefmiðlunum í gær. Málið var greinilega ekki nægilega þroskað til þess að möguleg ný ríkisstjórn gæti staðið af sé atgang fjölmiðlamanna – enda hefði þurft að gera upp mál innan VG áður en næstu skref yrðu tekin. Nú […]
90% þjóðarinnar virðist haldinn misskilningi um að svokölluð 90% almenn lán Íbúðalánasjóðs hafi átt 90% hlut í þenslu á fasteignamarkaði árin 2004 – 2006 og þannig verið ein ástæða efnahagshrunsins. Hið rétt er að 90% almenn lán Íbúðalánasjóðs hafa ekkert með fasteignabóluna að gera. Staðreyndin er nefnilega sú að sjaldan í sögunni hafði Íbúðalánasjóður veitt hlutfallslega færri […]
Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra hefur nú opnað rifu á dyragátt ríkisstjórnarinnar fyrir Framsókn, en eins og ég benti á fyrir jól í pistlinum „Framsókn á leið í ríkistjórn“, þá þarf ríkisstjórnin að móta nýja peningamálastefnu og efnahagsstefnu til framtíðar og tryggja slíkum áætlunum breiðan stuðning. Slíkan stuðning tryggir ríkisstjórnin einungis með því að […]
Það kemur ekki allskostar á óvart að nú sé í undirbúningi stofnun frjálslynds miðhægriflokks, en Eyjan skúbbaði á Þorláksmessu að tenórinn og tollarinn Guðbjörn Guðbjörnsson væri að undirbúa stofnun slíks flokks og að undirbúnings og málefnavinna hafi staðið í allt haust. Guðbjörn sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum með stæl þegar íhaldsöflin og stækir andstæðingar Evrópusambandsins höfðu […]
Jólin boða nýtt upphaf. Hvort sem um er að ræða jólin í hinum forna norræna sið þar sem jólablót voru haldinn til að fagna því að sól tók að rísa að nýju eða hin kristnu jól þar sem fæðing Jesús boðaði nýtt ljós og nýtt upphaf. Það verður spennandi að fylgja nýju upphafi í kjölfar […]
Framsóknarflokkurinn er á leið í ríkisstjórn. Ástæðan er einföld. Verkefni næstu mánaða eru það viðamikil og mikilvæg fyrir framtíð þjóðarinnar að eina leiðin til að leysa þau er breið samstaða og sterk ríkisstjórn. Tíminn er of naumur fyrir þingkosningar þannig að Samfylking og VG hafa ekki annan kost en að taka Framsóknarflokkinn með í ríkisstjórn. […]
Friðhelgi einkalífs er einn af grunni siðaðs samfélags. Það á líka við þegar stjórnmálamenn eiga í hlut. Söguburður um stjórnmálamenn er hins vegar oft svæsinn. Nú hefur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra borið hendur yfir höfuð sér vegna slíkra sögusagna og segir meðal annars: „Ég kippi mér ekki upp við atgang sem að mér snýr […]