Laugardagur 04.12.2010 - 11:22 - 2 ummæli

„Félagslegir“ vextir bara 0,08% lægri!

Ríkisstjórnin ætlar ráðast í uppbyggingu á „félagslegu“ húsnæði og hyggst lækka fjármögnunarkostnað slíks húsnæðis með því að lífeyrissjóðirnir kaupi íbúðabréf af Íbúðalánasjóði á lægri ávöxtunarkröfu en áður.
 
Til þess að það sé unnt verður ríkisstjórnin að breyta lögum sem kveða á um 3,5% raunávöxtun lífeyrissjóðanna því annars lækka vextir af „félagslegum“  íbúðalánum Íbúðalánasjóðs nánast ekkert.
 
Staðreyndin er nefnilega sú að stofnkostnaður og rekstrarkostnaður íbúðarhúsnæðis lækkar ekkert við það að bæta „félagslegt“ fyrir framan orðið – eins og ég benti á í pistli mínum „Félagslegt húsnæði ekki ódýrara“.
 
Það er rétt hjá stjórnvöldum að með lægri ávöxtunarkröfu á fjármögnunarbréfum Íbúðalánasjóðs þá lækkar fjármagnskostnaður og afborganir af lánum verða lægri en ella.
 
Vandamálið er hins vegar að ef stjórnvöld hyggjast lækka fjármögnunarkostnað svo einhverju nemur þá verður ávöxtunarkrafa lífeyrissjóðanna við kaup á fjármögnunarbréfum að vera langtum lægri en 3,5%.
Ávöxtunarkrafa íbúðabréfa hefur nefnilega undanfarið verið nærri 3,5%. Var í síðasta útboði Íbúðlánasjóðs 3,58%.
 
Vextir á útlánum Íbúðalánasjóðs hefur nú um langt skeið verið 4,5% en hefðu verið 4,2% ef vaxtaálag væri það sama nú og í upphafi árs 2010 þar sem félagsmálaráðherrar hafa hækkað vaxtaálag um 0,30% á árinu að tillögu stjórnar Íbúðalánasjóðs.
 
Ef lífeyrissjóðirnir eiga að fjármagna nýja „félagslega“ kerfið með kaupum á íbúðabréfum Íbúðalánasjóðs á lögbundinni lágmarksávöxtun sjóðanna, þá yrðu útlánsvextir til „félagslegra“ íbúðalána 4,1% sem er einungis 0,1% lægra en almenn íbúðalán Íbúðalánasjóðs erun nú.
Það eru nokkrar krónur á mánuði.

Það er því deginum ljósara að ríkisstjórnin þarf að breyta lögum og lækka lögbundna kröfu lífeyrissjóðanna um 3,5% ávöxtun á ári ef hún ætlar að lækka fjármögnunarkostnað vegna „félagslegs“ húsnæðis.

Ef ekki – þá er ríkisstjórnin að gefa falsvonir með yfirlýsingum sínum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur