Miðvikudagur 22.12.2010 - 16:30 - 12 ummæli

Friðhelgi einkalífs stjórnmálamanna

Friðhelgi einkalífs er einn af grunni siðaðs samfélags. Það á líka við þegar stjórnmálamenn eiga í hlut. Söguburður um stjórnmálamenn er hins vegar oft svæsinn.
 
Nú hefur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra borið hendur yfir höfuð sér vegna slíkra sögusagna og segir meðal annars:
„Ég kippi mér ekki upp við atgang sem að mér snýr starfs míns vegna en bið um að fá að lifa mínu einkalífi í friði og halda minni fjölskyldu utan við allt slíkt“

Við eigum að verða við bón Steingríms J.  Við eigum almennt að stjórnmálamönnum eftir að lifa sínu einkalífi í friði og við eigum að halda fjölskyldum þeirra utan við umræðuna.

Nóg er atið og árásirnar í pólitíkinni samt.

Sjá nánar umfjöllun á Pressunni: „Steingrímur J. ósáttur: …“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • ÖFGAR kalla fram öfgar

    Lygi getur af sér lygi.

  • Gísli Kr. Björnsson

    Rétt hjá þér, Hallur, auðvitað á að láta einkalíf manna í friði. En mér finnst umræðan um þetta núna rísa mun hærra en slúðrið. Ég heyrði fyrst af því í dag, og þá af hans eigin fylgismönnum á feisbúkk.

  • Valdís Stefánsdóttir

    Á ekki friðhelgi einkalífs annarra eins og t.d. tónlistarmanna, fjármálamanna o.s.frv. að vera varin af siðgæði okkar og miðlanna? Miðlar ráðast með offorsi á hitt og þetta fólk á hverjum degi með a.k. bloggfærslum í kjölfarið. Stjórnmálamenn eru opinberar persónur eins og allir sem eru frægir. Níð á neti er á siðferðislega lágu plani en það er ekkert verra ef Steingrímur á í hlut frekar en Björn Jörundur eða aðrir.

  • Sæll Hallur. Ég tek undir með þér, það á ekki að blanda persónulegum málum stjórnmálamanna inn í störf þeirra sem stjórnmálamenn. Varðandi Steingrím J þá getur maður vel skilið að hann biðji um að persónulegum málum hans og fjölskyldu hans sé haldið utan við stjórnmálaumræðuna. En hvað gerir hann sjálfur þegar aðrir eiga í hlut ? Ég var að glugga í tölvupóst Steingríms J Sigússonar til Jónínu Ben sem hún birtir í bók sinni og þar er Steingrímur sjálfur að blanda málum fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar inn í pólitíska umræðu. Í póstinum til Jónínu vekur SJS athygli á að Halldór sé hluthafi í Skinney Þinganes ( Halldór á víst rúm 2% ) og er að tengja það eignarhald við sölu Búnaðarbankans. Lætur að því liggja að eignarhaldið á þessum 2% hlut hafi ráðið því að fyrirtækið var meðal kaupenda að Búnaðarbankanum. Segir svo í hinu orðinu að hann trúi ekki að þetta hafi haft nein áhrif á Halldór. Eftir að hafa sáð þessum fræjum slúðurs og efa er SJS svo ekki meiri maður en það að hann biður Jónínu að segja engum af þessum skrifum sínum og eyða póstinum. Er þessi hegðun SJS ekki órækt vitni um hræsni eða Gróu á Leiti?
    Tökum undir þá kröfu stjórnmálamanna að halda prívat málum fjölskyldna þeirra utan við umræðuna en gerum um leið kröfu til stjórnmálamanna sjálfra að þeir séu heilsteyptari en SJS. Steingrímur J hefur með tölvupóstinum til Jónínu Ben verið staðinn að því að sá fræjum tortryggni í garð andstæðinga sinna með því að planda máefnum fjölskyldu þeirra inn í pólitíkina. SJS er ekki heilsteyptur maður í mínum huga en hann á rétt á að fjölskylda hans sé látin í friði.

  • Magnus Björgvinsson

    @HH

    Held að þú sért að misskilja málin. Hlutur Halldórs var kannski 2% en við erum að tala um að Þingey Skinnanes er fjölskyldufyrirtæki og þar með hagsmunatengt Halldóri. Varðandi Steingrím er verið að dylgja um framhjáhald og slíkt er bara ekkert tengt neinu varðandi störf Steingríms. Og aðeins sagt til að særa hann, fjölskyldur hans en hefur ekkert með stjórnmál að gera.
    Svona sögur ganga nú ljósum logum varðandi fleiri stjórnarliða og maður veltir fyrir sér hvort þetta sé skipulagt. Þannig hef ég heyrt sögur varðandi bæði þingmenn Vg og Samfylkingar.
    Svona í anda AMX og fleiri þannig miðla er ég algjörlega viss um að þessu sé dreyft úr skæruliða gengi ungra sjálfstæðismanna eða líkra hópa innan þess hóps.

  • Hallur Magnússon

    Valdís – jú!

  • Sveinbjörn

    Sæll Magnús
    Þú ert greinilega vandaður maður og ferð ekki með fleipur er það nokkuð? Þú hefur þá væntanlega nokkuð öruggar heimildir fyrir þessu og birtir þær seinna. Ef ekki legg ég til að þú haldir kj og biðjist afsökunar um að bera þetta upp á nokkurn mann eða menn.

  • Allir sem hafa einhverja yfirsýn og reynslu í pólitík vita að slíkar sögur eiga yfirleitt rætur að rekja til andstæðinga og keppinauta í flokki þess eða þeirrar sem fyrir þeim verður.

    Þannig er það líka í þessu tilfelli.

  • Íslendingur.

    Hann kaus að vera í framlínunni, þetta var hans val.
    Að það sé fjallað um hann eins og annað fólk sem vill vera í fremstu línu á alveg rétt á sér.

  • Steingrímur virðist þér ákaflega hugleikinn: þú ritar greinar þar sem þú hvetur þjóðina ákaft til þess að fyrirgefa Steingrími mistök hans í Icesave og nú ritarðu grein þar sem þú biðst fyrir Steingríms hönd vægðar gagnvart miskunarlausum kjaftasögum.

    Gott og vel: allir verða að eiga sín áhugamál og gott að hér á landi finnast enn menn sem finna sig knúna að draga til stafs til varnar þeim sem minna mega sín.

    Ég geti tekið undir allt sem þú segir varðandi kjaftasögur og nafnlaust níð – óþverraskap sem enginn ætti að leggja eyrun við. Þar að auki hefur Steingrímur greyið staðið sig svo hörmulega í vinnunni síðustu 2 árin að þar er af nægu að taka … það er svo sannanlega engin ástæða til þess að fabríkera hneykslismálin á þeim bænum!

    Hinsvegar held ég að það sé al-rangt sem einhverjir hafa haldið fram. að þessar kjaftasögur séu uppsprottnar hjá óprúttnum hægrimönnum. Erfitt er að sjá hvað þeir myndu græða á því. Frekari teldi ég líklegra að spunameistarar vinstriaflanna hafi ýtt þessum sögum úr vör, enda hægt með því að ná tvennum tilgangi: að leiða athyglina frá hörmulegum afglöpum Steingríms í starfi, og jafnframt að skapa honum einhverskonar velvilja og samúð sem fórnarlambi miskunarlausra kjaftasagna.

    Látum þessar sögur sem vind um eyru þjóta og dæmum manninn af verkum hans. Sá dómur verður alveg nógu þungur.

  • Magnus Björgvinsson

    @Sveinbjörn
    Ef þú getur gefið mér aðrar skýringar á þessum kjaftasögum sem ganga nú fjöllum hærra aðeins um félaga í þessum 2 flokkum þá skalt þú bara gera það. Ég byggi mína skoðun á því að þetta er mjög í anda smáfugla skrifa á AMX. Og svo skalt þú ekki ganga um að segja fólki að halda kjafti á svæði sem þú ræður ekkert yfir. Hallur hendir færslunni minni út ef ég hef misboðið fólki.
    Ég lýsti minni skoðun ekki að ég hefði neitt handfast um þetta.

  • @ Magnús Björgvinsson.
    Mér er alveg ljóst að það eru ekki sömu sögur sem nú ganga um Steingrím J Sigfússon og þær sem Steingrímur var sjálfur að íta undir í skrifum sínum um Halldór Ásgrímsson. En þetta er sprottið af sama meiði, SJS sýndi með því sem hann var að gefa í skyn í tölvupóstum sínum til Jónínu Ben að hann er jafn illa innrættur og það fólk sem nú býr til sögur um hann sjálfan. Það að SJS tekur fram við Jónínu að hún megi hvergi nefna nafn sitt í sambandi við slefburðinn í tölvupósti hans sýnir betur enn nokkuð annað að hann skammaðist sín fyrir að vera slefberi, vissi að hann gat ekki staðið við sögurnar sem hann var að koma af stað. Þrátt fyrir þetta notaði hann tækifærið og reyndi að klekkja á samverkammanni sínum á Alþingi með því að koma af stað sögum. Það þarf ekki mikið til að koma af stað ljótum sögum á litla Íslandi, þetta veit SJS og því skrifar hann pósta um pólitíska andstæðinga sína til kvenna á borð viðJónínu Ben er.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur