Það kemur ekki allskostar á óvart að nú sé í undirbúningi stofnun frjálslynds miðhægriflokks, en Eyjan skúbbaði á Þorláksmessu að tenórinn og tollarinn Guðbjörn Guðbjörnsson væri að undirbúa stofnun slíks flokks og að undirbúnings og málefnavinna hafi staðið í allt haust.
Guðbjörn sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum með stæl þegar íhaldsöflin og stækir andstæðingar Evrópusambandsins höfðu betur gegn flokksforystunni í ályktun gegn Evrópusambandinu. Þá boðaði Guðbjörn stofnun nýs frjálslynds Evrópusinnaðs flokks sem nú er í burðaliðnum.
Það er rétt sem Guðbjörn bendir á. Stór hluti frjálslynds fólk sem hingað til hefur stutt Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk og Samfylkingu á miklu meira sameiginlegt með hvort öðru en með ýmsum íhalds og hagsmunahópum innan eigin flokka.
Eins og aðstæður eru í stjórnmálum í dag þá gætu þær forsendur skapast að þessir frjálslyndu hópar þessara þriggja flokka nái saman í nýjum flokk frjálslyndum sem leggi jafnframt áherslu á félagslega ábyrgð.
Nú er að bíða og sjá hvort hinn nýi flokkur Guðbjörns verður frjálslyndur frjálslyndur flokkur á miðju og hægra megin við miðju íslenskra stjórnmála. Það er nefnilega til flokkur á Íslandi sem nefnist Frjálslyndi flokkurinn en er allt annað en frjálslyndur.
God athugasemd. Thessi flokkur verdur vonandi visdsynn og umburdalyndur og laus vid thad af flokka folk. Bkv b
Hér hefur nú um árabil verið flokkur sem kallaði sig Framsóknarflokk. Framsóknin var nú ekki meiri en svo að honum var stjórnað af þjófum og stórglæpamönnum og er enn, hann fokkaði upp heilu þjóðfélagi þegar hann var í ríkisstjórn og færði það efnahagslega séð 30 ár fram í tímann, til ársins 1980. Það var nú öll Framsóknin.
Þurfum við ekki að hitta Guðbjörn í kaffi Hallur minn?
Víðir.
Ekki gleyma því að það var Framsóknarflokkurinn sem færði Ísland úr kreppu og fjöldaatvinnuleysi krata og íhalds árið 1995 – þótt sú kreppa sé ekki eins djúp og erfið og núna.
Það væri gott að fá rök fyrir staðhæfingu þinni: „…stjórnað af þjófum og stórglæpamönnum og er enn …“
Lít á þau ummæli sem ómerk þangað til.
Friðrik.
SJáum til.
… og Víðir.
Af hverju ertu að agnúast út í Framsókanrflokkinn þegar færslan fjallar um stofnun nýs flokks – og spurninguna um það hvort sá flokkur verði frjálslyndur eða ekki?
„Guðbjörn sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum með stæl þegar íhaldsöflin og stækir andstæðingar Evrópusambandsins höfðu betur gegn flokksforystunni í ályktun gegn Evrópusambandinu.“
hann var fúll yfir því að 80 til 90% Landsfundarfulltrúa kysi gegn ESB og tæki alvöru afstöðu í stað einhverra aumingjalegrar „málamiðlunar“ orðalags um sem væri já já, nei nei. við þetta bætist að 10 til 15% þeirra sem kusu gegn ályktuninni voru og eru andstæðingar ESB aðildar. þeir kóuðu bara með hótunum frá Guðbirni og fleirum um að sjálfstæðisflokkurinn myndi klofna ef ekki Landsfundur myndi ekki álykta jákvætt varðandi ESB.
eftir stendur einhver elíta sem eru í engum tengslum við hinn almenna flokksmann sem mætti á Landsfund, og taktu eftir Hallur að þarna er um að ræða samkomu sem telur hátt í 2000 fundargesti. Menn tala um þjóðfundi með undir 1000 gestum. Vilji flokksmanna og kjósenda sjálfstæðisflokksins er mjög skýr, hefur verið mjög skýr og ekkert bendir til annars þó svo að í einni skoðunnar könnun í okt/nóv 2008 hafi allt í einu ESB jákvæðni stokkið upp.
síðan er voðalega gaman að lesa það þegar ESB sinnar tala um að kíkja í pakkan og sjá hvaða samning við fáum. hvað meiniði? Er það ekki skýrt. Við fáum ESB.
Lissabon sáttmálin gildir ofar stjórnarskrá. ef gert er við okkur aðildar samning sem brýtur gegn stofnsáttmálum sambandsins, þá dæmir evrópudómstóllinn þá ógilda. þá er ísland komið inn en kostir vegna einhvers samnings eru engir. Þetta vita allir þeir sem eitthvað vita um ESB. spurningin er þá kannski miklu frekar: Veit Guðbjörn og fleiri ESB sinnar lítið sem ekkert um ESB, eða eru þeir harðsvíraðir lygarar sem er skítsama um hag landsins og vilja bara inn í ESB sama hvað það kostar?
Guðbjörn er mikill esb – sinni og félagsmaður í 200 manna kúbbi sjálfstæðra evrópumanna.
Mjög lítið hefur komið fram um þannan nýja stjórnmálaflokk sem Guðbjörn virðist vera sjálfskipaður talsmaður fyrir a.m.k er enginn en sem vill koma fram og lýsa yfir stuðningi við þetta nýja esb – stjórnmálaflokk.
Hann virðist var eitthvað bitur yfir því að hans skoðun varð ekki ofaná en lýðræðislegur mikill meirihluti var ekki á sömu skoðun og hans.
Nú liggur fyrir að að Unnur Brá þingkoma Sjálfstæðisflokkinn mun bera fram tillögu á alþingi um að draga þessu esb – umsókn til baka eins og 70 % þjóðarinnar vill og ef þingmenn vg standa á sinni samfæringuog stefnu sín flokks er alveg ljóst að hún verður samþykkt með miklum yfirburðum.
Óðinn.
Ef marka má skoðanakannanir þá er rangt hjá þér að 70% þjóðarinnar vilji draga umsókn að ESB til baka.
Óðinn,
Það var viðtal við Unni Brá á Stöð 2 áðan.
Þar fannst mér fara manneskja sem var ekki mjög sannfærð um ágæti tillögu sinnar. Kannski var að renna upp fyrir henni að hún væri að mála sína pólitísku framtíð út í horn.
Hún virtist líka opin í báða enda, eins og gamall framsóknarmaður.
Hallur ef marka má eftirfarandi skoðanakönnun þá hef ég rétt fyrir mér :
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Já 70.2%
Nei 28.4%
Hlutlaus 1.4%
630 hafa svarað
Einsi
Unnur Brá er mjög staðföst ung og glæsileg Sjálfstæðiskona, varaformaður Heimssýnar og þín greining á vitalinu við hana er því miður röng.
Óðinn.
„Ný könnun sýnir að 57,6% þjóðarinnar eru fylgjandi því að íslensk stjórnvöld dragi umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu til baka.
Þar af segjast 45,9% því mjög fylgjandi og 11,7% frekar fylgjandi. 24,3% eru mjög eða frekar andvíg því að umsóknin verði dregin til baka. Þar af eru 15,2% mjög andvíg og 9,1% frekar andvíg.“
Þetta var í vor.
Af gefnu tilefni þá er „skoðanakönnun“ á blogsíðu þinni ekki marktæk.
Ekki gleyma því að skömmu áður en framangreind skoðanakönnun var gerð – þá kom fram að 71% þjóðarinnar er fylgjandi aðild, svo fremi að við höldum yfirráðum yfir auðlindum okkar 🙂
Óðinn Þórisson
26.12 2010 kl. 20:45
Hvaðan hefur þú þessar tölur?
Af hverju á að draga ESB-aðildarumsóknina til baka?
Ég held að andstæðingar ESB vilji ekki að samningur um ESB fari í þjóðaratkvæðagreiðslu, vegna þess að hann verður líklega samþykktur.
Fann eftirfarandi komment við jólakveðjuna – held að hún hafi átt að vera hér:
1 Guðbjörn Guðbjörnsson
Hallur:
Það er einfalt að svara þessu:
Já, um er að ræða frjálslyndan og víðsýnan hægri miðjuflokk, þar sem hægri kratar og frjálslyndir framsóknarmenn og frjálslyndir sjálfstæðismenn geta leitt saman hesta sína!
Vertu endilega í band ef þú hefur áhuga á að vita meira – ég er í símaskránni!
Dapurlegt þegar menn fara (viljandi?) rangt með tölur:
http://www.dv.is/frettir/2010/6/14/58-prosent-vilja-draga-esb-umsokn-til-baka/
Hallur
Semsagt álit 630 einstaklinga eru ekki marktæk að þínu mat – það hafa verið birtar skoðanakannanir í blöðum þar sem færri taka þátt
Ég spyr hversvegna er skoðanakönnunin á minni bloggsíðu ekki marktæk ?
En 19% þjóðarinnar bera traust til esb
jkr
Hversvegna á að draga umsókina til baka
1. það var farið af stað í þetta esb – ferli án þess að þjóðin fengi að segja til um það
2. það er hægt að nota þessa peninga í annað eins og t.d Ásmundur Einar stjórnarþingmaður hefur bent á
3. Til hvers að sækja um eitthvað ef þú vilt ekki ganga inn í en aðeins 1 stjórnmálaflokkur með 29% fylgi vill þetta
4. Viljim við fórna hluta af fullveldinu
Ísland + esb = nei takk
Nú er ég enginn sérstakur stuðningsmaður þess að Ísland gangi í ESB en það væri fáranlegt að draga umsóknina til baka úr því sem komið er.
Alveg eins og það var fáranlegt að eyða stórum hluta af innistæðu vinstri stjórnarinnar til stórra breytinga í að sækja um aðild að ESB með þingmeirihlutann klofinn í málinu og allavega 80% af kjósendum VG andvíga umsókninni.
Óðinn.
Myndir þú reyna að halda því fram að álit 630 Framsóknarmanna gæfi þversnið af vilja þjóðarinnar?
Var úrtakið í skoðanakönnun á vefsíðu þinni handahófsúrtak?
Vinsamlega kynntu þér grundvallaratriðin í faglegri aðferðarfræði við framkvæmd skoðanakannanna.
Þegar þú ert búinn að því – þá skulum við ræða málin.
Já, „skoðanakönnun“ framkvæmd á vefsíðu þinni hefur EKKERT gildi.
„Já, „skoðanakönnun“ framkvæmd á vefsíðu þinni hefur EKKERT gildi.“
Það er þín skoðun PUNKTUR
Óðinn.
Nei, það er ekki bara mín skoðun. Það er staðreynd sem byggir á faglegum kröfum sem gerðar eru til skoðanakannanna.
Slík „skoðanakönnun“ gefur einungis vísbendingar um hver er skoðun lesendahóps blogsíðu þinnar.
Gefum okkur að lesendahópurinn væri fyrst og fremst samkynhneygðir karlar – og spurningin væri um afstöðu til kynlífs.
Heldur þú að svör slíks lesendahóps í „skoðanakönnun“ gefi rétt mynd af afstöðu karlmanna almennt um kynlíf?
Ég ráðlegg þér að kynna þér grundvallaraðferðarfræði við faglegar viðhorfskannanir.