Mánudagur 27.12.2010 - 12:30 - 8 ummæli

Dyragættin opnuð fyrir Framsókn

Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra hefur nú opnað rifu á dyragátt ríkisstjórnarinnar fyrir Framsókn, en eins og ég benti á fyrir jól í pistlinum „Framsókn á leið í ríkistjórn“, þá þarf ríkisstjórnin að móta nýja peningamálastefnu og efnahagsstefnu til framtíðar og tryggja slíkum áætlunum breiðan stuðning.

Slíkan stuðning tryggir ríkisstjórnin einungis með því að efla ríkisstjórnina og þá er nærtækast að semja við Framsóknarflokkinn.

 Sú rifa sem Árni Páll Árnason opnar fyrir Framsókn á dyragætt Stjórnarráðsins er grein sem hann ritar í Fréttablaðinu í dag undir heitinu „Framfarastoð eða skálkaskjól“.

 Í greininni boðar efnahags- og viðskiptaráðherra víðtækt samráð um nýja peningamálastefnu. Nýja peningamálastefnu sem ég benti á fyrir jól að væri algerlega nauðsynlegt að móta á næstu vikum vegna loka efnahagsáætlunar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og brotthvarf hans frá Íslandi næsta sumar.

 Árni Páll bendir réttilega á að „Við verðum að meta með raunsæjum hætti tjónið af íslenskri krónu til lengri tíma litið og setja okkur raunhæf markmið um afnám hafta, sem ekki leiða til efnahagslegrar kollsteypu.“

  Það er deginum ljósara að ríkisstjórnin hefur að óbreyttu ekki bolmagn til þess að vinna slíka peningamálastefnu.

 Árni Páll Árnason segir í upphafi greinarinnar: „Hafa stjórnarstofnanir, ríkisstjórn, Alþingi og stjórnmálaflokkarnir afl til að velja eða munum við kjósa að lúra í leysingum og bið?“.

 Skilaboðin eru skýr. Árni Páll er að brýna menn til nauðsynlegra verka. Hann hefur opnað dyragættina fyrir Framsókn.

 Ætti Sigmundur Davíð ekki að svara kallinu,  taka upp símann og spyrja Árna Pál hvort hann sé að óska eftir afli Framsóknar í vinnuna við mótun nýrrar peningamálastefnu?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Bragi Páls

    Ja, nú er Framsókn nógu góð fyrir Samfylkinguna.

    Man ekki betur en að Samfylkingin hafi staði fyrir kerfinbundum áróðri gegn Framsókn í öllum miðjum, bæði í ræðu og riti, á árunum 2006-2007.

    Framsókn var bókstaflega kennt um allt illt sem gerst hafði á árunum þar á undan.

    Tilgangurinn með þessu var að veikja Framsókn svo að þáverandi stjórnarmynstur Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks yrði út úr myndinni í kosningunum 2007, svo að Samfylkingin kæmist i stjórn.

    Það er skemmst frá því að segja, að þetta tókst.

    Illu heilli komst því Samfylkingin í stjórn vorið 2007. Framhaldið þekkjum við.

    Ætlar Framsókn að láta misnota sig enn og aftur eftir hinar kerfisbundnu misþyrmingar á árunum 200-2007 af hálfu Samfylkingarinnar?

  • Guðbjörn Guðbjörnsson

    Hallur:

    Vandamálið er að það sem Árni Páll er að ræða um er undirbúningur að aðild Íslands að ESB og þátttöku í myntbandalaginu.

    Stefna Framsóknarflokksins í ESB málum er hins vegar út og suður og því spurning hvaða erindi flokkurinn ætti í ríkisstjón. Ég veit ekki betur en að hluti flokksins vilji draga aðildarumsóknina til baka.

    Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er hins vegar ekki klofinn, heldur eru aðeins tveir þeirrar skoðunar að halda eigi viðræðunum áfram, en þora samt varla að tala um það.

  • stefán benediktsson

    Ein lausn er að taka stefnu á evru og smíða peningamálastefnu sem passar við þá afstöðu. Önnur stefna er að nota handgengisstýringu sem stundum er kölluð því öfugnefni „fast gengi“. Sú lausn er langreynd hérlendis og kallar á reglulegar gengisfellingar og innflutningsstýringu eða höft öðru nafni. Ef fleiri lausnir eru til er um að gera að leggja þær á borðið sem fyrst. AGS fer í vor.

  • Guðbjörn, hvernig getur það verið að sjálfstæðisflokkurinn sé ekki klofinn í afstöðu sinni til ESB þegar sumir eru með umsókn en aðrir á móti? Nokkrir þingmenn þar á bæ vilja draga umsóknina til baka en aðrir vilja halda áfram.

    Eini flokkurinn sem ekki er klofinn í afstöðu til ESB er samfylkingin, þar eru allir með umsókninni.

  • Leifur Björnsson

    Ef eitthvað er að marka málflutning núverandi formanns Framsóknarflokksins þá er hann eindreginn einangrunarsinni
    það á hinsvegar ekki við um varaformanninn Birki Jón Jónsson eða þingmenninna Siv Friðleifsdóttir og
    Guðmund Steigrímsson.
    Því miður bendir fátt til að Framsóknarflokkurinn sé samstarfshæfur í heild sinni þótt þrír þingmenn af níu séu það.

  • Hallur Magnússon

    Þingflokksformaður Framsóknar er búinn að skella aftur hurðinni í samtali við Visir.is.

    Ekki að það komi endilega í veg fyrir inngöngu Framsóknar í ríkisstjórnina eftir áramót.

    Afstaða formanns Framsóknarflokksins hefur ekki komið fram – og reyndar athyglisvert að hann hefur ekki gefið kost á viðtali um málið. Skynsamlegt af honum.

    Þá hefur restin af þingflokknum ekki tjáð sig heldur. Því miður hefur þingflokkur Framsókanrflokksins sjaldnast samræmt afstöðu sína til einstakra mála – þannig að það verður spennandi að fylgjast með þróun mála í janúar!

  • Hallur Magnússon

    Skemmtilegt sandkorni hjá DV:

    „Ókyrrð fer vaxandi í þingflokki Samfylkingarinnar gagnvart samstarfinu við VG eftir óvænt upphlaup þremenninganna, og eilífar smáskærur af hálfu ráðherranna Ögmundar Jónassonar og Jóns Bjarnasonar. Telja menn að innan tíðar hljóti að skerast harkalega í odda við þá vegna ESB. Þar muni jafnvel ekki duga til sátta samningavilji Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. Vitað er að margir þingmenn eru búnir að fá nóg af sífelldum átökum við Jón og Ögmund vegna smámála sem tengjast samningaviðræðunum, þar á meðal sjálfur formaður þingflokksins, Þórunn Sveinbjarnardóttir.

    Í jólafríinu velta þingmenn Samfylkingar því fyrir sér öðrum kostum, og virðast reiðubúnir til að skoða aðra stjórnarvalkosti svo fremi ekki verði lagst gegn því að ESB-ferlið haldi áfram á svipuðu róli inn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Reynist Framsókn eða Sjálfstæðisflokkur tilbúin í það má því gera ráð fyrir að þingmenn Samfylkingar skoði alvarlega möguleika á að mynda ríkisstjórn með öðrum hvorum þeirra, eða báðum, fremur en standa í stöðugu stríði við Ögmund og Jón Bjarnason og fótgönguliða þeirra.
    Ríkisstjórnarsamstarfið í óbreyttri mynd hangir þvi á hálmstrái. Upp úr áramótum gæti því dregið til tíðinda, og líklegt að mótorinn í mögulegum breytingum verði óbreyttir þingmenn fremur en forysta Samfylkingarinnar. „

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur