Miðvikudagur 29.12.2010 - 10:56 - 4 ummæli

Ríkisstjórn slegin af í beinni

Ríkisstjórn Samfylkingar, Framsóknar og starfhæfs hluta VG virðist hafa verið slegin af nánast í beinni útsendingu á vefmiðlunum í gær. Málið var greinilega ekki nægilega þroskað til þess að möguleg ný ríkisstjórn gæti staðið af sé atgang fjölmiðlamanna – enda hefði þurft að gera upp mál innan VG áður en næstu skref yrðu tekin.

Nú hafa formenn allra þessara flokka vísað stjórnarmyndunarviðræðum á bug – auk þess sem einstakir þingmenn hafa afneitað slíkri ríkisstjórn – þótt sumir hafi tekið vel í hana.

Það stefnir því í kosningar í vor – illu heilli – því þjóðin þarf starfhæfa ríkisstjórn strax til að takast á við verkefni komandi vikna.  Núverandi ríkisstjórn er ekki starfhæf.

Við skulum rifja upp hver þau verkefni eru:

Brotthvarf AGS og lok efnahagsáætlunar sjóðsins og ríkisstjórnarinnar á vormánuðum.

Aðildarviðræður við Evrópusambandið sem hefjast munu fyrir alvöru í marsmánuði þegar fyrstu kaflar samnings verða opnaðir.

Ríkisstjórnin þarf að móta nýja peningamálastefnu og efnahagsstefnu til framtíðar og tryggja slíkum áætlunum breiðan stuðning.  Um það fjallaði ákall Árna Páls Árnasonar efnahags- og viðskiptaráðherra í grein sinni   „Framfarastoð eða skálkaskjól“ í Fréttablaðinu í gær.

Góð grein og tímabær.

Þá þarf  ríkisstjórnin að mynda breiða pólitíska samstöðu um samningsáherslur í viðræðum við Evrópusambandið. Þær samningsviðræður hefjast hvort sem mönnum líkar betur eður verr. Spurningin er einungis hver pólitískar áherslur Íslands verða í þeim viðræðum.

Reyndar er vika langur tími í pólitík. Við skulum sjá hvort leiðtogarnir tali ekki eitthvað saman upp úr áramótunum – áður en við boðum til kosninga!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Guðbjörn Guðbjörnsson

    Við erum klár í kosningar í vor!

  • Halldór Halldórsson

    Ég er líka klár í kosningar hvenær sem er. Og alveg staðráðinn í að kjósa EKKI Framsókn, EKKI Samfylkingu og EKKI Guðbirninga!

  • Við ÞURFUM kosningar eigi síðar en í vor.

    Ég mun fagna öllu nýju fólki og öllum nýjum flokkum.

    Fólkið þarf að taka málin í eigin hendur.

    Steypa hinum spilltu og óhæfu.

    Hafna kreddum og öfgum.

    Og klíkum.

    Byrja upp á nýtt.

  • Þórður

    Miklir draumóramenn Framsóknarmenn!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur