Það er ekki frétt að Bezti flokkurinn skuli hafa misst 8% fylgi frá kosningum. Það er frétt að Bezti flokkurinn haldi 27% fylgi í skoðanakönnun Capacent.
Það er líka frétt og áhyggjuefni fyrir Samfylkinguna sem galt afhroð í borgarstjórnarkosningunum að fylgi við flokkinn haggast ekkert. Það liggur í sama botninum og áður.
Það er hins vegar ekki frétt að Framsóknarflokkurinn heldur einungis sínum 2,5% í skoðanakönnun eftir að hafa misst borgarfulltrúa sinn í síðustu kosningum. Það væri frétt ef fylgið hefði vaxið.
Ekki alveg að ná þessu hjá þér. Samfylking hefur svo ég viti aðeins boðið 2x fram í Reykjavík sér. Áður var þetta Reykjavíkurlistinn. Í fyrra skiptið var það Ingibjörg Sólrún sem leiddi frambiðið og naut vinsælda sem borgarstjóri. Samfylkingin misst vissu lega um 8% frá 2006 og svo 2010 En ég held að það sé nú vel sloppið miðað við að Samfylking er líka í erfiðum málum í landsstjórn.
Já, Besti flokkurinn hefur ekki enn tekist að reisa efnahag borgarinnar og þjóðarinnar allrar úr þeim rústum sem hinir flokkarnir komu okkur í. Það er algerlega furðulegt að þeim hafi ekki tekist það á hálfu ári!
Ég segi – fáum allt aftur eins og það var, spillta stjórn sem lýgur og eyðir nánast öllum tíma sínum í flokkspólitíska refskák… þá mun viskan veitast mest og virðingin aldrei þverra.
Það er sögufölsun af grófustu tegund að halda því fram að Samfylkinginn hafi beðið afhroð í síðustu kosningum til borgarstjórnar.
Hið rétta er að Besti flokkurinn kom sá og sigraði fékk mest fylgi og sex Borgarfulltrúa.
Framsókn og Frjálslyndir töpuðu 100% af sínum Borgarfulltrúum.
VG tapaði 50% af sínum Borgarfulltrúum. Sjálfstæðissflokkurinn tapaði 28.57% af sínum Borgarfulltrúum.
Samfylkinginn tapaði 25% af sínum Borgarfulltrúum sem var minna en hinir flokkarnir sem átt höfðu fulltrúa í borgarstjórn , myndaði meirihluta með Besta Flokknum, enda lýðræðislegast að Besti Flokkurinn sigurvegari kosninganna og sá hinna flokkanna sem tapað hafði minnstu mynduðu saman meirihluta.
Það að Samfylkinginn skuli halda sínu í skoðannakönnum um fylgi til Borgarstjórnar verður að teljast harla gott með tilliti til þess að flokkurinn hefur verið að takast á við mjög erfið vandamál bæði í landstjórninni og borgarstjórn.