Við erum samfélag á villigötum. Viðhorfið „Allt er bannað sem ekki er sérstaklega leyft“ hefur tekið yfir.
Til að fylgja eftir þessu hættulega viðhorfi er verið að setja á fót eftirlitsnefnd á eftirlitsnefnd ofan.
Tjáningafrelsi er forsenda þess að við getum varið önnur réttindi okkar. Nú er verið að setja á fót ríkisrekna eftirlitsnefnd með tjáningafrelsinu.
Við erum að sjá þróun sem hefur komið samfélögum víða um heim á kaldan klaka. Samfélögum sem við viljum ekki bera okkur saman við.
Quis custodiet ipsos custodes?
All er leyfilegt sem ekki er sérstaklega bannað er hættulegt viðhorf. Það er þjóðinni afar dýrkeypt ef eftirlit er ekki eðlilegt. Það sýnir hrunið okkur. Eftirlitsleysið var svo algert að það sem var ólöglegt var látið óáreitt. Ef hrunið á að kenna okkur eitthvað þá er það að öflugar, sjálfstæðar og virkar eftirlitsstofnanir eru nauðsynlegar. Villidýrum var sleppt lausum á fjármálamarkaði og reglur afnumdar. Við glímum við afleiðingarnar í dag og næstu ár.
Það er langur vegur frá viðhorfinu að allt sé leyfilegt sem ekki er sérstaklega bannað yfir í viðhorfið að allt sé bannað sem ekki er sérstaklega leyft.
Það er fátt hættulegra en viðhorfið „allt er bannað sem ekki er sérstaklega leyft“.
Quis custodiet ipsos custodes?