Miðvikudagur 05.01.2011 - 19:19 - 5 ummæli

Átök um nýjan stjórnarsáttmála

Það hafa ekki allir áttað sig á að átök villikattanna innan VG við samflokksmenn sína í þingflokki Vinstri grænna eru ekki síst vegna þess að á næstunni verður að vinna nýjan stjórnarsáttmála. Þá skiptir ekki hvort núverandi ríkisstjórn heldur velli lítt breytt – eða hvort Framsókn gengur til liðs við ríkisstjórnarflokkana og myndar með þeim nýja ríkisstjórn.

Ástæðan er sú að ekki er tekið á í stjórnarsáttmálanum hvernig skuli tekið á mikilvægum verkefnum sem nú eru framundan og ríkisstjórn Íslands verður að takast á við.  Annars vegar hverjar skuli vera pólitískar áherslur í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið en eiginlega aðildarviðræður munu hefjast núna í marsmánuði. Hins vegar mótun trúverðugar peningamálastefnu áður en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn heldur á brott.

Þá eru fjölmörg atriði sem upp hafa komið og ekki er tekið á í stjórnarsáttmálanum.

 Nú virðist ljóst að villikettirnar leggi niður rófuna og heiti ríkisstjórninni óskoraðan stuðning. En það breytir ekki því að hörð átök eru innan þingflokks VG um áherslur í nýjum stjórnarsáttmála. Ef niðurstaða fæst um áherslur af hálfu VG – þá á þingflokkur Vinstri grænna eftir að takast á við Samfylkinguna – sem ekki er endilega reiðubúin að taka skilyrði og áherslur villikattanna inn í nýjan stjórnarsáttmála.

Það gæti því komið upp sú staða sem ég benti á í pistli mínum „Framsókn á leið í ríkisstjórn“ fyrir jól.

Þar sagði ég meðal annars: 

„Ríkisstjórnarflokkarnir og Framsókn munu væntanlega taka því rólega yfir jólin meðan forysta VG í ríkisstjórn vinnur að því að fá á hreint hvort andófsliðið ætlar að fylgja VG áfram eða kljúfa sig frá flokknum.

Hver sem niðurstaðan verður af þeim innaflokksviðræðum VG þá munu ríkisstjórnarflokkarnir og Framsókn hella sér í stjórnarmyndunarviðræður strax eftir áramót – leynt eða ljóst.“

Reyndar varð ég ekki sannspár um rólegheitin um jólin – fjölmiðlar sáu til þess að raska ró stjórnarflokkanna og Framsóknar – en staðan er sú sama.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Halldór Halldórsson

    Ég sé að FramSamfylkingar eru enn með blauta drauma um ríkisstjórnaraðild. Hallur og Siv eru með böggum Hildar yfir að óróalið VG finni sér stað innan stjórnarherbúðanna og komi þannig í veg fyrir að „Græni framsóknariddarinn“ komi valhoppandi til bjargar!

  • Þú segir“ Nú virðist ljóst að villikettirnar leggi niður rófuna og heiti ríkisstjórninni óskoraðan stuðning. “
    Hvernig færðu það út? Eftir að hafa horft á Kastljósið í kvöld þá var það miklu frekar Steingrímur og félagar sem hafa lagt niður rófuna. Gat ekki séð að Ásmundur hafi gefið tommu eftir.

  • Hallur Magnússon

    Halldór minn.

    Ég hef engra hagsmuna að gæta – en það er alveg ljóst að það yrði afar mikil áhætta fyrir Framsókn að setjast í ríkisstjórn með Samfylkingi og VG – klofnum eða óklofnum.

    Það yrði að líkindum vont fyrir Framsókn en gott fyrir þjóðina.

    Vandamálið við ríkisstjórnina er að hún hefur hvorki styrk né breidd að takast á við þau mikilvægi verkefni sem framundan er – með eða án villikattanna.

    Við höfum hins vegar ekki tíma í kosningar – vegna aðkallandi verkefna – því er betra fyrir þjóðina að fá nýja þriggja flokka stjórn Framsóknar, VG og Samfylkingar. Með eða án villikattanna.

    Hættan við að ríkisstjórnin haldi áfram – með villikettina innanborðs – er að þeir munu að líkindum standa upp frá rjómaskálinni á vormánuðum – og skapa stjórnarkreppu á versta tíma fyrir þjóðina.

    Þá er betra að kjósa í byrjun mars – og ný ríkisstjórn með ferskt umboð gangi í málin sem þarf að takast á við á næstu vikum og mánuðum.

  • Hallur Magnússon

    Sigurður Haukur.

    Skrifaði þetta fyrir Kastljósið – og sá það ekki.

    Ef það er Steingrímur og ESB armur VG sem leggur niður skottið – þá er tími núverandi ríkisstjórnar örugglega liðinn.

    Samfylking mun ekki geta sætt sig víð áherslur villikattanna í nýja stjórnarsáttmálanum.

  • Fyrst taka kvótann svo má þetta fara sína leið…………

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur