Miðvikudagur 05.01.2011 - 08:31 - 9 ummæli

Dagur villikattanna

Í dag er dagur villikattanna í VG.  Í dag kemur í ljós hvort villikettirnir leggja niður rófuna og leggjast malandi í faðm Steingríms J. og Jóhönnu – eða hvort villikettirnir fara á flakk.

Ég óttast að villikettirnar leggi niður rófuna og lepji úr rjómaskál ríkisstjórnarinnar fram á vor.  Þá muni stjórnin springa. Á versta tíma.

Það þarf nefnilega sterka og breiða ríkisstjórn strax til að takast á við brýn verkefni – verkefni sem verða í uppnámi ef villikettirnir fara aftur á kreik með vorinu. 

Allar líkur eru á að forystumenn ríkisstjórnarinnar muni gefast upp á kattasmöluninni ef villikettirnir setja viðræður við ESB í uppnám og taki ekki þátt í að móta trúverðuga peningamálastefnu og efnahagsstefnu – en slíka stefnu þarf að vinna áður er en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hverfur á brott í lok sumars.

Þetta og fleira ræddi ég ásamt blaðamanninum Jóhanni Haukssyni í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær.

Slóðin á það viðtal er:  http://dagskra.ruv.is/ras2/4557737/2011/01/04/5/ 

Á meðan þessu stendur virðist Sjálfstæðisflokkurinn algerlega týndur í stjórnmálaumræðunni.

Það sem merkilegra er – það virðist enginn sakna Sjálfstæðisflokksins!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Oddur Ólafsson

    Þetta er skemmtileg samantekt á síðustu tveimur pistlum frá þér.

    Það er náttúrulega hugsanlegt að villikettir breytist í kisur en mörgum reynist erfitt að hemja eðlið.

    Svo er það spurning með Framsókn. Eruð þið sáttir við að vera með 15% fylgi í stjórnarandstöðu?

  • Sig. Kári

    Rosalegar óskir eru þetta alltaf hjá þér um að ríkisstjórnin springi!

    Þig langar líklega til að Framsóknin þín komist til valda á ný.

    Sennilega verður þú og líka náhirðin hans Davíðs fyrir miklum vonbrigðum, því stjórnin hlýtur að sitja út kjörtímabilið.

  • Strákar, Hallur er hættur í framsókn.
    Ég sakna ekki sjálfstæðisflokksins, ég hins vegar óttast þögnina í kringum flokkinn.
    Kveðja að norðan.

  • Í þessum pistli endurtekurðu nokkurnvegin örpistilinn frá því í gær. Þar virðist þú haldinn þeirri blekkingu að Framsókn sé á einhvern hátt sýnileg.

    Spurningin er bara hvar? Ertu að vitna til samtalanna um aðkomu Framsóknar í ríkisstjórn sem enginn kannast við? Umfjöllun um hvernig féalgar Sigmundar eru að grafa undan honum? Það að Jóhanna getur ekki hugsað sér að vera í ríkisstjórn með Sigmundi eða hvort Sigmundur hafi potað sér út í horn með fyrri yfirlýsingum varðandi Icesave?

  • Hallur Magnússon

    Tómas.

    Það er naumast að þú tekur nærri þér:

    „Sjálfstæðisflokkurinn virðist algerlega týndur í stjórnmálaumræðunni þessa dagana á meðan Framsókn og villikettirnir í VG eru áberandi í hinu pólitíska sviðsljósi.

    Það sem merkilegra er – það virðist enginn sakna Sjálfstæðisflokksins!“

    Sárnar þér að enginn virðist sakna Sjálfstæðisflokksins?

  • Hvort mér sárni eða ekki kemur málinu ekkert við. Það vekur hins vegar athygli að þú skulir ekki vera tilbúinn að svara þessari einföldu spurningu heldur koma með útúrsnúning.

  • Hallur Magnússon

    Hvaða einföldu spurningu Tómas minn?

    Sýnileika Framsóknar?

    Ég sé ekki að ég hafi nefnt Framsókn á nafn í þessum pistli mínum. Þannig ég get ómögulega tekið þá spurningu – eða spurningar til mín.

    Endurtek.

    Það er naumast að þú tekur nærri þér:

    „Sjálfstæðisflokkurinn virðist algerlega týndur í stjórnmálaumræðunni þessa dagana á meðan Framsókn og villikettirnir í VG eru áberandi í hinu pólitíska sviðsljósi.

    Það sem merkilegra er – það virðist enginn sakna Sjálfstæðisflokksins!“

    Sárnar þér að enginn virðist sakna Sjálfstæðisflokksins?

  • Enn halda útúrsnúningarnarnir áfram hjá þér Hallur. Þú vísar sjálfur í þinni athugasemd í hversu Framsókn er sýnileg (í pólitísku sviðsljósi) en Sjálfstæðisflokkurinn er ekki og ég vísa í eldri pistil.

    Svona til að þú getir hætt útsnúningnum og einbeitt þér að því að svara þessari einföldu spurningu þá er svarið nei, mér sárnar ekki á nokkurn hátt. Það sem meira er, mér er nákvæmlega sama enda var það ekki sú fullyrðing sem vakti athygli hjá mér.

    Þú getur vonandi hætt þessum útúrsnúningum og svarð spurningunni minni.

  • Hallur Magnússon

    Tómas.

    Þetta eru engir útúrsnúningar. Eins og þú hefur greinilega orðið var við – þá minnist ég ekki einu einasta orði á Framsókn í þessum pistli.

    Geri ráð fyrir af orðum þínum hér að framan – að þú sért að vísa til setningarinnar:

    „Sjálfstæðisflokkurinn virðist algerlega týndur í stjórnmálaumræðunni þessa dagana á meðan Framsókn og villikettirnir í VG eru áberandi í hinu pólitíska sviðsljósi.

    Það sem merkilegra er – það virðist enginn sakna Sjálfstæðisflokksins!“

    Þú hefur greinilega ekki hlustað á útvarp, flett dagblöðunum né lesið vefmiðla og blogg – nema þá mitt – undanfarna daga – fyrst þú hefur ekki orðið var við að Framsókn og villikettirnir í VG hafi verið í sviðsljósinu. Því það hefur verið fjallað um Framsókn í hverjum einasta miðli daglega í nánast öllum miðlum landsins frá því milli jóla og nýárs.

    Bið þig því að fletta gegnum blöðin – og skoða vefmiðlana. Síðan skulum við tala saman.

    Ekki það að ég þurfi að svara einhverrju fyrir Framsókn. ÞAð er hins vegar allt annað mál.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur