„Vegna mikillar og vaxandi óánægju í þjóðfélaginu með að HM í handbolta, sem hefst í Svíþjóð í næstu viku, skuli verða í læstri útsendingur gerir RÚV hér með 365 eftirfarandi tilboð – í því skyni að tryggja að leikir íslenska landsliðsins verði opnir öllum íslendingum: …“
Þetta er hluti „tilboðs“ sem Páll Magnússon útvarpsstjóri sendi Stöð 2.
Páll hefði átt að hugsa málið betur áður en hann klúðraði sýningarrétti á líklega mikilvægustu heimsmeistarakeppni sem íslenska landsliðið í handbolta hefur tekið þátt í. Páli og RÚV stóð sýningarrétturinn til boða – en vegna handvammar og slóðaskaps RÚV gáfust rétthafar sjónvarpsútsendinga út – og Stöð 2 hnepptu hnossið.
Auðvitað er skandall að sýning á mótinu verði í læsgri dagskrá.
En sá skandall er lítilvægur miðað við handvömm Páls sem á skyldur að gegna við íslensku þjóðina – sem greiðir laun Páls með háum nefsköttum – hvort sem þeim líkar betur eða verr. Sökin á lokaðri dagskrá er Páls – ekki Stöðvar 2.
Páll Magnússon útvarpsstjóri á að segja af sér vegna þessa.
rábært að vera laus við þessi slagsmál sem kallast handbolti
Ég er nú bara guðslifandi fegin að vera laus við þetta. Fínt að hafa þetta bara á sérstakri íþróttastöð og þeir sem hafa áhuga geta þá bara borgað sérstaklega fyrir það.
Þó ég sé ekki að missa svefn yfir því hvar HM er sýnt – þá tel ég útvarpsstjóra vera búinn að fyrirgera rétti sínum til starfsins með svo mörgu öðru að nú sá hans tími liðinn.
Annars er HM í handbolta sá íþróttaviðburður sem ég mundi helst horfa á af öllu sporti. Markverðirnir eru báðir ættaðir úr mínu heimahéraði og annar meira að segja frændi minn. Hinn frábæri þjálfari þeirra er líka með fjölskyldutengsl hingað, auk þess sem ég ber mikla virðingu fyrir Ólafi Stefánssyni og hans lífsskoðunum.
Ég held að hallur sé þarna að „hengja bakara fyrir smið“. Spurning hvort hann ætti ekki að kynna sér þetta mál aðeins betur.
… tillögugóður … segir sr. Baldur um Hall
og ég er sammála því,
amk. hvað þetta mál varðar.
Í flestum löndum þarsem ég þekki til eru svona viðburðir í lokaðri dagskrá og þykir sýningarrétturinn verðmætur, enda eftir miklum auglýsingatekjum að slægjast.
Er það eitthvað óeðlilegt að fólk sem hefur áhuga á að horfa á svona viðburði borgi fyrir það.
Þú hlýtur að hafa gleymt seinni partinum af síðustu setningunni. Þú hefur eflaust ætlað að segja:
Páll Magnússon útvarpsstjóri á að segja af sér vegna þessa og einhver góður framsóknarmaður skal ráðinn í hans stað.
Hjörtur.
Páll Magnússon er alveg nógu góður framsóknarmaður fyrir mig.
En hann á að segja af sér vegna þessa klúðurs.