„Hugsanlega þarf að yfirfara stjórnarsáttmálann svo stjórnarflokkarnir geti endurnýjað heitin“ segir Jónína Rós Guðmundsdóttir varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar í viðtali við RÚV. Hún hefði viljað sjá hreinni línur hjá Vinstri grænum eftir þingflokksfund þeirra í gær. Jónína Rós bendir á að stjórnarsáttmálinn sé skriflegur samningur sem Samfylkingin gengur út frá að allir standi við.
Þessi orð varaformanns þingflokks Samfylkingarinnar staðfestir það sem ég benti á í pistli mínum í gær: „Átök um nýjan stjórnarsáttmála“ .
Þar benti ég á að að átök villikattanna innan VG við samflokksmenn sína í þingflokki Vinstri grænna væru ekki síst vegna þess að á næstunni verður að vinna nýjan stjórnarsáttmála. Því hverju sem öllu líður þá er ekki tekið á í stjórnarsáttmálanum hvernig skuli tekið á mikilvægum verkefnum sem nú eru framundan og ríkisstjórn Íslands verður að takast á við.
Það verður spennandi að sjá hvernig átökum Samfylkingar og VG um „yfirferð stjórnarsáttmálans“ muni lykta, því ef niðurstaða fæst um áherslur af hálfu VG – þá á þingflokkur Vinstri grænna eftir að takast á við Samfylkinguna – sem ekki er endilega reiðubúin að taka skilyrði og áherslur villikattanna inn í nýjan stjórnarsáttmála.
Það nennir enginn að hlusta lengur á þetta tal um átök og togstreitu. Boring!
Jafnvel villikettirnir munu ekki nenna að standa í þessu…
Þessi staða innan VG og ríkisstjórnarinnar virðist koma við kauninn á þér. Er erfitt að sjá glansmyndina af „hreinni vinstri stjórn“ fuðra svona upp?
Eru þessi svokölluðu átök stjórnarflokkanna ekki mest í höfði þess sem ekki má nefna?
Hér má t.d. sjá fyrirsagnir svo kallaðra „fréttaskýringa“ úr Morgunblaðinu um Vinstri græna undanfarið:
· “Mikill átakafundur”
· “Átökin verða mest um ESB”
· “Svikalogn komið á hjá VG”
· “Búist við miklum átakafundi hjá VG”
· “Vandræðagangur hjá VG”
· “Mikil reiði innan VG”
· “Gjá á milli VG og Samfylkingarinnar”
· “Ófriðurinn í VG stigmagnast”
· “Allt í klessu hjá VG”
Sigríður Bára.
Þótt sá krullhærði sé dálítið bitur – þá er heldur ekki hægt að stinga hausnum í sandinn og láta eins og ekkert sé!
Svanur Kristjánsson verður seint talinn í liði með Davíð Oddssyni – en Svanur segir í DV:
„Hafi þrír þingmenn VG ekki stutt bókun stjórnar þingflokksins um stuðning við ríkisstjórnina og stefnu hennar er staðfestur klofningur í flokknum,“ segir Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðiprófessor í samtali við DV.
Mér finnst nokkuð ljóst að það eru deildar meiningar innan VG um ákveðna þætti í stjórnarsáttmálamun/samstafinu. Þeir sem segja annað eru hreinlega í afneitun og það sem slæmt.
Ásmundur Einar vill keyra á óánægju innan flokksins með umsóknina og aðildarviðræðurnar að ESB. Lilja og Atli hafa ekki látið hafa neitt eftir sér (sem ég hef séð) eftir fundinn í gær en þau eru ekki hætt að fara sínar eigin leiðir (grunar mig). Ummæli Svans Kristjánssonar eru ekki út í bláinn en hvort það er rétt að þau hafi ekki stutt umrædda bókun, veit ég auðvitað ekki. Hins vegar ef svo er – þá er fátt annað í stöðunni en klofningur. Og kannski er það ekki það versta – en þá er líka ljóst að styrkja verður stjórnina.
En lítið mun þá fara fyrir völdum þremenningana eftir það