Fimmtudagur 06.01.2011 - 11:57 - 6 ummæli

VG og Samfylking vígbúast

„Hugsanlega þarf að yfirfara stjórnarsáttmálann svo stjórnarflokkarnir geti endurnýjað heitin“ segir Jónína Rós Guðmundsdóttir varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar í viðtali við RÚV.  Hún hefði viljað sjá hreinni línur hjá Vinstri grænum eftir þingflokksfund þeirra í gær. Jónína Rós bendir á að stjórnarsáttmálinn sé skriflegur samningur sem Samfylkingin gengur út frá að allir standi við.

Þessi orð varaformanns þingflokks Samfylkingarinnar staðfestir það sem ég benti á í pistli mínum í gær: „Átök um nýjan stjórnarsáttmála“ .

Þar benti ég á að  að átök villikattanna innan VG við samflokksmenn sína í þingflokki Vinstri grænna væru ekki síst vegna þess að á næstunni verður að vinna nýjan stjórnarsáttmála. Því hverju sem öllu líður þá er ekki tekið á í stjórnarsáttmálanum hvernig skuli tekið á mikilvægum verkefnum sem nú eru framundan og ríkisstjórn Íslands verður að takast á við.

Það verður spennandi að sjá hvernig átökum Samfylkingar og VG um „yfirferð stjórnarsáttmálans“ muni lykta, því ef niðurstaða fæst um áherslur af hálfu VG – þá á þingflokkur Vinstri grænna eftir að takast á við Samfylkinguna – sem ekki er endilega reiðubúin að taka skilyrði og áherslur villikattanna inn í nýjan stjórnarsáttmála.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Sig. Kári

    Það nennir enginn að hlusta lengur á þetta tal um átök og togstreitu. Boring!

    Jafnvel villikettirnir munu ekki nenna að standa í þessu…

  • Hallur Magnússon

    Þessi staða innan VG og ríkisstjórnarinnar virðist koma við kauninn á þér. Er erfitt að sjá glansmyndina af „hreinni vinstri stjórn“ fuðra svona upp?

  • Sigríður Bára

    Eru þessi svokölluðu átök stjórnarflokkanna ekki mest í höfði þess sem ekki má nefna?

    Hér má t.d. sjá fyrirsagnir svo kallaðra „fréttaskýringa“ úr Morgunblaðinu um Vinstri græna undanfarið:

    · “Mikill átakafundur”
    · “Átökin verða mest um ESB”
    · “Svikalogn komið á hjá VG”
    · “Búist við miklum átakafundi hjá VG”
    · “Vandræðagangur hjá VG”
    · “Mikil reiði innan VG”
    · “Gjá á milli VG og Samfylkingarinnar”
    · “Ófriðurinn í VG stigmagnast”
    · “Allt í klessu hjá VG”

  • Hallur Magnússon

    Sigríður Bára.

    Þótt sá krullhærði sé dálítið bitur – þá er heldur ekki hægt að stinga hausnum í sandinn og láta eins og ekkert sé!

  • Hallur Magnússon

    Svanur Kristjánsson verður seint talinn í liði með Davíð Oddssyni – en Svanur segir í DV:

    „Hafi þrír þingmenn VG ekki stutt bókun stjórnar þingflokksins um stuðning við ríkisstjórnina og stefnu hennar er staðfestur klofningur í flokknum,“ segir Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðiprófessor í samtali við DV.

  • Mér finnst nokkuð ljóst að það eru deildar meiningar innan VG um ákveðna þætti í stjórnarsáttmálamun/samstafinu. Þeir sem segja annað eru hreinlega í afneitun og það sem slæmt.
    Ásmundur Einar vill keyra á óánægju innan flokksins með umsóknina og aðildarviðræðurnar að ESB. Lilja og Atli hafa ekki látið hafa neitt eftir sér (sem ég hef séð) eftir fundinn í gær en þau eru ekki hætt að fara sínar eigin leiðir (grunar mig). Ummæli Svans Kristjánssonar eru ekki út í bláinn en hvort það er rétt að þau hafi ekki stutt umrædda bókun, veit ég auðvitað ekki. Hins vegar ef svo er – þá er fátt annað í stöðunni en klofningur. Og kannski er það ekki það versta – en þá er líka ljóst að styrkja verður stjórnina.

    En lítið mun þá fara fyrir völdum þremenningana eftir það

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur