Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi VG blómstrar í borgarstjórn þrátt fyrir það afhroð sem flokkurinn hlaut í borgarstjórnarkosningunum. Sóley hefur staðið sig best borgarfulltrúa það sem af er. Ekki að ég sé alltaf sammála henni – reyndar alls ekki – en hún hefur staðið upp úr með málefnalegum og öflugum málflutningi.
Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur því miður aðeins verið skugginn af sjálfri sér – enda erfitt fyrir hana að horfa upp á núverandi meirihluta taka upp úrelt og gamaldags klíkustjórnmál – eftir að hún sem borgarstjóri hafði breytt einmitt þessháttar klíkustjórnmálum yfir í vönduð samvinnustjórnmál.
En ég er viss um að Hanna Birna muni ná vopnum sínum – enda munu samvinnustjórnmál sem innleidd voru á starfstíma hennar sem borgarstjóri bera af sem gull af eir – eftir því sem núverandi klíkustjórnmál meirihlutans í borgarstjórn vara lengur.
Nema Jón Gnarr haldi aftur til framtíðar, hætti að vinna eftir gömlu klíkugildunum og taki upp samvinnustjórnmál Hönnu Birnu og samstarfsmanna hennar í síðustu borgarstjórn.
Dagur rís eins hátt í borgarstjórninni og dagur rís um vetrarsólstöður. Enda virðist honum líka best í rökkrinu í skugga Jóns Gnarr. Þar stjórnar hann í algjöru ógagnsæji. Án nokkurrar samvinnu við minnihlutann.
Var það þetta sem kjósendur vildu?
Sóley er ekki eina blómið sem nýtur sín í borgarstjórn. Ekki gleyma fíflunum sem gera það líka.
Merkileg hve arfinn þrífst alltaf vel innanum blómin.
Góður Hlynur.
Vá hvað þú ert súr drengur. Og fljótur að gleyma! Eitt er á hreinu. Veruleikafyrringin í þessum dapra pistli þínum nær alla leið. Taktu þig saman í andlitinu drengur og hættu þessum lygum.
Kæri Arnar.
Hvar er veruleikafirringin í pistlinum?
Hvar er lygin?
Áramótaskaupið sýndi ágætlega meðvirknina í borgarstjórn Reykjavíkur. Fíflagangur á upp á pallborðið hjá sumum borgarbúum þessa stundina og menn veigra sér við að gagnrýna ruglið sem þar er í gangi af ótta við pressuna og þann almenning sem lofsyngur trúðslætin. Dagur er í fjötrum og hlær með vandræðalega en gáir ekki að því að smám saman er staða hans sem alvöru stjórnmálamanns að breytast. Hann er að fá á sig yfirbragð hins staðfestulausa trúðs og hann mun gjalda þess fyrr en síðar.
Sóley tekur hlutverk sitt alvarlega í stjórnarandstöðunni og hikar ekki við að gagnrýna afglöp borgarstjórnarmeirihlutans og fær auðvitað bágt fyrir. Og henni er ekki svarað málefnalega því það er ekki aðferð trúðsins og áhangenda hans heldur beinast spjótin að persónu hennar.
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn með Hönnu Birnu í forsvari eru veiklaðir í stjórnarandstöðunni og láta lítið í sér heyra. Annað hvort er um meðvirkni að ræða líkt og hjá Degi eða ígrunduð taktík, að trúðarnir reyti sjálfir af sér fylgið með yfirgengilegri stjórnun á borginni. Að því hlýtur samt að koma, fyrr en síðar, að Hanna Birna gefi frá sér forseta verkefnið í borgarstjórninni og hefji alvöru stjórnarandstöðu. Borgarbúar þurfa á því að halda.
Síðustu fréttir af hinum þreytta og þjáða borgarstjóra er að hann mun birtast innan tíðar í þáttaröð í sjónvarpinu. Það bendir til þess að næga hafi hann orkuna, í annan stað að borgarstjórastarfið sé létt verk og löðurmannlegt og í þriðja lagi sé nauðsynlegt að bæta sér upp léleg laun borgarstjórans. En kannski er Jón Gnarr meðvitað að undirbúa þann jarðveg að snúa sér aftur alfarið að gríninu og gefa frá sér borgarstjórann nú í vor. Þvi hefur verið spáð.
Að bendla FLokkinn við Samvinnustjórnmál eru lygar félagi. Vinnubrögð Hönnu Birnu og co höfð ekkert með samvinnu að gera þegar hún og hennar siðlausi hópur var við völd. Ertu búinn að gleyma REY málinu? Búinn að gleyma vinnubrögðunum þegar Ólafi var bolað frá völdum? Á ég að halda áfram?
Segi það aftur. Hættu þessum lygum og taktu þig saman í andlitinu. Tími siðlausra sjalla er liðinn og sem betur fer!