Límið í ríkisstjórninni virðist fyrst og fremst vera trúarlegs eðlis. Trúin á „hreina vinstristjórn á Íslandi“. Fylgismenn ríkisstjórnarinnar telja nánast guðlast hugmyndir um að leysa upp „fyrstu hreinu vinstristjórn á Íslandi“. Þá skiptir innihald stjórnarsamstarfsins og hagsmunir þjóðarinnar ekki nokkru máli.
Og þó!
Það eru ákveðnir trúarsetningar í „hreinum vinstri stjórnum“.
- Háir skattar.
- Höft.
- Þjóðnýting.
Ríkisstjórnin hefur þegar náð miklum árangri í háum sköttum og höftum. Hins vegar er eftir að ná trúarlegra fullkomnun með þjóðnýtingu.
En örvæntið ekki!
Trúarleiðtogarnir hafa þegar sett stefnuna á þjóðnýtingu. Með nánast trúarlegum sannfæringarhita hafa bæði fjármálaráðherra og umhverfisráðherra boðað þjóðnýtingu á orkufyrirtæki í einkaeigu sem leigt hefur tímabundið afnotarétt af orkuauðlindum í samfélagslegri eigu.
Sá dagur virðist því í nánd þegar leiðtogar „fyrstu hreinu vinstristjórnar á Íslandi“ geta sagt við áhangendur sína:
„ÞAÐ ER FULLKOMNAÐ!“
Dróst þú þessa grein upp úr klósettinu?
Þetta er nú meira bullið.
Er það?
Höftin voru sett á af hægri mönnum, háir skattar að kröfu AGS. Þjóðnýtingin að kröfu þjóðarinnar.
Þjóðnýting verður ekki framkvæmd án fullrar greiðslu fyrir skv. stjórnarskrá og lögum landsins.
Fé fyrir greiðslunni, eða afborgunum af lánum vegna þjóðnýtingar, verður aflað með auknum sköttum.
Enn hærri skattar. Tvær flugur í einu höggi.
Og ég hrósa þér fyrir hugrekkið fyrir að gagnrýna vinstri stjórn sem og draga þjóðnýtingu HS Orku í efa hér á Eyjunni.
Trúirðu þessu sjálfur? Þarf að minna þig á það að við fengum 2.600 blaðsíðna skýrslu um ástæður þess að þurft hefur að hækka skatta og setja höftin á og þar kom oft Framsóknarflokkurinn og spillingin sem honum fylgdi og leiddi til hins ógeðslega samfélags sem olli Hruninu, við sögu?
Og það er full ástæða til að þjóðnýta HS Orku því þetta fyrirtæki var selt í óþökk þjóðarinnar, þjóðarhagsmunir eru í húfi og allt ferlið í kringum einkavinavæðingu þess þar sem m.a. fyrrum Framsóknarráðherrarnn í Íslandsbanka kemur við sögu, Óskar Bergs Framsóknarfulltrúi í Reykjavík og Björn Ingi REI-maður koma við sögu. Það mál lyktar álíka mikið og einkavæðing bankanna sem er óskiljanlegt að ekki skuli vera búið að fangelsa Halldór Ásgrímsson fyrir eða hið minnsta svipta hann starfinu hjá Norrænu ráðherranefndinni og eftirlaunum hans til æviloka fyrir.
Án ESB aðildar verða hér viðvarandi gjaldeyrisshöft eini flokkurinn sem vill ganga í ESB er Samfylkinginn og því eini flokkurinn sem í raun er á móti gjaldeyrisshöftunum.
Að afnema gjaldeyrishöftin er eins og að taka alla lása og öryggiskerfi af bönkum og fjármálastofnunum. Eða fyrirtækjum. Að minsta kosti hef ég ekki enn heyrt rök sem mér finnast sannfærandi fyrir afnámi haftanna.
Jú, reyndar. Svo erlendir og innlendir fjárfestar komist með gróðann úr landi þar sem þeir þurfa ekki að borga af honum skatt. Þeirri reynslu sem við höfum af frjálsu flæði fjármagns eru gerð góð skil í skýrslu RNA.
Hallur þetta er mjög góð grein hjá þér og lýsir í hnotskurn hvernig þetta vinstrafólk hugsar. Öll hugsun hjá þessu fólki gengur út á tvennt. 1) það eiga allir aðrir en það sjálft að skaffa þjóðfélaginu tekjur og 2) atvinnurekstur og sjálfsbjargarkvöt er af hinu illa. Allir eiga að vinna hjá ríkinu og því er best að herða að atvinnulífi með höftum, drepa öll fyrirtæki sem hagnast það er málið hjá þessu aumkunnarverða liði.
Hversu brenglað raunveruleikamat þetta fólk hefur má berlega lesa úr skrifum Agnars Kr. Þorsteinssonar sem hér skrifar að ofan. Órökstuddar fullyrðingar sem hver apakötturinn á fætur öðrum lepur upp eftir hinum apaköttunum í VG eða Samfó, bara upphrópanir eins og hjá Agnari um að kasta eigi fólki í fangelsi. Hugsið ykkur lesendur góðir hvílík pína það hlýtur að vera, að vera gift svona vitleysingjum? Nöldrandi köllum sem þykjast vita allt best, eilífar skammir út í allt og alla yfir kvöldverðinum og yfir sjónvarpinu. þetta eru leiðinlegu karlarnir á öllum vinnustöðum sem sjá djöfulinn í hverju hörni, þekkja ekki gleðina af því að lifa í sátt við samfélag sitt. Ég vorkenni eiginkonum þessara vitleysingja.
Eruð þið til í að senda mér heimilisfangið hjá þessari „þjóð“ sem fólki verður svo tíðrætt um? Vildi gjarnan fá að spjalla við hana.