Enn er barið á Breiðavíkurdrengjunum í boði hins opinbera ef marka má upplifun þess Breiðavíkurdrengs sem ég þekki best. Hann tjáir mér að fjórir Breiðavíkurdrengir hafi tekið sitt eigið líf frá því hryllingurinn að vestan var gerður opinber. Síðustu tveir vegna vonbrigða með „hið opinbera“ og hvernig „það“ hefur tekið á málum með síendurteknum yfirheyrslum sem rífa ofan af gömlum sárum aftur og aftur. Enn á eftir að loka málinu – andstætt því sem flestir telja!
Ég ætla ekki að tjá mig meira um feril og stöðu Breiðavíkurmálsins að sinni – vil kanna stöðuna betur og frá traustar upplýsingar til að birta á blogginu – en ætla að birta aftur blogg mitt og bréf frá þessum Breiðavíkurdreng sem ég birti á Moggablogginu 10. september 2008:
…hvað var þér nauðgað oft? Nú jæja það gerir 50,000 kall…
Einn af mínum bestu vinum hafði samband við mig í dag og bað mig að koma á framfæri hugsunum sínum sem hann hefur sett niður á blað og leitað til fjölmiðla um að birta. Þar sem fjölmiðlar kröfðust þess að greinin yrði birt undir nafni – og vinur minn vildi ekki að kona hans og börn yrði dregin í umræðuna – þá leitaði hann til mín um ráð hvernig hann gæti komið hugsunum sínum á framfæri.
Ég sé enga leið betri en að birta hugleiðingar hans – gersamlega óritskoðaðar – á bloggsíðu minni og á ábyrgð mína. Það er það minnsta sem ég get gert sem einstaklingur í þessu annars ágæta þjóðfélagi okkar til þess að segja frá hjarta mínu – og þjóðar minnar – afsakið þið allir – fyrirgefið okkur – við vissum ekki hvað við vorum að gera!
„Hörmungarnar halda áfram.
Nú er mál að linni, ég er einn af þessum drengjum sem varð fyrir þeirri skelfilegu lýfsreynslu að vera vistaður á Breiðavík sem barn og varð fyrir óbætanlegum skaða sem aldrei verður hægt að bæta með neinum fjárgreiðslum.
Umræðan um þetta mál er komin á svo lágt stig að það setur að mér óhug, mál sem ég er búin að berjast við að þurka út úr minni mínu stendur mér nú ljóslifandi fyrir sjónum, nú eru nætur mínar svefnlausar þar sem minningin hellist yfir mann í stórum skömtum, afleiðingin taugaveiklun – skapbrestir- kvíðaköst – svefnleisi – örvænting – öryggisleisi – meltingartruflanir semsagt alveg skelfileg líðan.
Þegar þessi umræða fór af stað í fyrra þá setti að mér óhug, átti nú en einu sinni að raska viðkvæmri ró mans, og til hvers, ekki fyrir mig það veit sá sem alt veit, en ég taldi sjálfum mér trú um að kanski væri þetta samfélaginu til góðs svo ég tali nú ekki um fyrverandi vistmönnum sem margir hverjir hefðu sennilega aldrei gert þessi mál upp þá væri nauðsyn að umræðan ætti sér stað.
Ekki hvarlaði að mér að eftirleikurinn yrði eins subbulegur og hann er greinilega orðin, óviðkaomandi fólk er farið að munnhöggvast yfir þessu máli í bloggum og þetta er orðin kaffitíma umræða, svo að ég tali nú ekki um hátt setta embættismenn sem eru gjörsneiddir mannlegri tilfiningu, og ætla að taka á málinu með ópersónulegum og því miður þverembættislegum hætti.
Hver ætlar að setjast niður og meta okkur? sjáum við fyrir okkur dæmi þar sem hópur embættismanna sests niðu með viðkomandi og byrjar matið—hvað var þér nauðgað oft? Nú jæja það gerir 50,000 kall, hve oft varst þú lamin Nú jæja 25,000 kall— hve oft varst þú lokaður inni í ljóslausum ókyntum klefa með mjólkurbrúsa fyrir þarfir þínar? Nú það gerir 7.5000 kall. Flosnaðir úr skóla?, þú færð ekkert fyrir það hefði sennileg hætt hvort eð var Fékst ekki að hafa smaband við foreldra né ættingja?, skiptir ekki máli þú varst þeim hvor sem er til óþurftar. Önnur mál? það er svo langt um liðið að þú hlítur að vera búinn að jafna þig, svo var þetta bara tíðarandin.
Þegar að einn æðsti maður þjóðarinnar fer í fílu og segir í viðtali fyrir alþjóð að þessir menn hefðu ekki átt að fara með tilögur hans í fjölmiðla og bætir svo gráu ofaná svart með duldri hótun og segir þessir menn eru víst búnir að fá einhverja hjálp en það skal vera ljóst að þetta eru ekki samningaumræður, heldur er hér um að ræða táknrænar bætur.
Látum nú hér staðar numið og fellum málið niður, æðsta valdið hefur talað, það verður ekkert gert fyrir þessa aumingja þeir eru búnir að vera næg byrgði á þjóðfélaginu þegar, og ekki nokkur ástæða til að vera að gera neitt mál úr þessu þetta átti hvort eð er bara að vera táknrænt.
Ríkisstjórn Íslands ég kann ykkur litlar þakkir fyrir frammistöðuna.“
Hvurs lags er þetta?
Er ekki hægt að bjóða hverjum og einum tíu milljón kall og segja fyrirgefðu fyrirgefðu fyrirgefðu?
Hversu lengi á að sitja yfir þessu?
Er þetta ekki nógu skítt nú þegar?