Landbúnaðarstofnun sem Evrópusambandið vill að taki við dreifingu ESB landbúnaðarstyrkja til bænda á að vera hluti af Byggðastofnun og því staðsett á Sauðárkróki. Reyndar á að færa framkvæmd búvörusamninga og umsýslu landbúnaðarstyrkja undir Byggðastofnun óháð því hvort Ísland gengur í Evrópusambandið eða ekki.
Staðreyndin er nefnilega sú að núverandi fyrirkomulag þar sem ríkisvaldið hefur framselt umsýslu landbúnaðarstyrkja til hagsmunasamtaka bænda stenst engan veginn grundvallaratriði í vandaðri stjórnsýslu.
Enda hefur Ríkisendurskoðun gert athugasemdir við núverandi fyrirkomulag. Eðlilega.
Breyting á stjórnsýslu landbúnaðarkerfisins er því ekki ESB mál – eins og malbiksbændurnir við Hagatorg vilja vera láta – heldur spurning um eðlilega og gagnsæja stjórnsýslu. En að sjálfsögðu gerir ESB kröfu um að stjórnsýsla landbúnaðar sé í lagi ef Ísland gengur í ESB.
Íslensk stjórnvöld eiga að sjálfsögðu að nýta sér þá styrki Evrópusambandsins sem í boði eru til að fjármagna nauðsynlegar breytingar á stjórnsýslu landbúnaðarins og flytja verkefni sem nú eru unnin á stjórnsýslulega vafasaman hátt á Hagatorginu í Reykjavík yfir í Byggðastofnun sem staðsett er í hinu blómlega landbúnaðarhéraði Skagafirði. Hvort sem Ísland gengur í ESB eða ekki.
Það fer nefnilega mun betur að stjórnsýsla landbúnaðarins sé staðsett í blómlegu landbúnaðarhéraði nærri öflugum landbúnaðarháskóla en á ólífræna malbikinu við Hagatorg – því lengra er ekki unnt að komast frá hjarta landbúnaðarins en í Vesturbæ Reykjavíkur.
Samningaviðræður við ESB eru varla farnar af stað og Framsóknarmenn strax byrjaðir að reyna að komast yfir opinbert fé…
Það hefur nú heldur betur reynst vel að hafa Byggðastofnun á Sauðakróki (sic) það er búið að gera hana gjaldþrota nokkrum sinnum með fáránlegum fjárfestingum.
Mr. Crane.
Staðsetning Byggðastofnunar á Sauðárkróki hefur ekkert með góðar eða slæmar fjárfestingar að gera.
Minni á að Byggðastofnun tapaði verulegum peningum þegar hún var staðsett í Reykjavík!
Ekki gleyma því að starfsemi Byggðastofnunar felst ma. í áhættufjárfestingum.
Það þarf að gera breytingar á stjórnsýslu landbúnaðarins óháð því hvort við göngum í ESB eða ekki.
Okkur býst óafturkræfir styrkir frá ESB til að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnsýslunni.
Er ekki rétt að nýta það fjármagn til að gera óumflýjanlegar breytingar á stjórnsýslu landbúnaðarins?
…. og hvað hefur Framsóknarflokkurinn með þetta mál að gera?
Sælll Hallur.
Vil bara benda þér og öðrum lesendum þínum á að stjórnsýsla ESB er alls ekkert til neinnar fyrirmyndar, nema síður sé.
Stjórnsýsla ESB í landbúnaðarmálum er fokdýr, ógegnsæ og lokuð.
Þar hafa mörg og ljót spillingarmálin litið dagsins ljós oft fyrir algera tilviljun að því er virðist.
En annars reynir allt ESB klanið og einstakar undirstofnanir þeirra í aðildarlöndunum að sannmælast um það að passa að enginn komist að sóuninni og ósómanum.
Sjálfsagt er að gera einhverjar uppbyggilegar og gagnlegar umbætur á landbúnaðarkerfi íslendinga og sjálfsagt að reyna að færa stjórnasýsluna sem mest útá land eftir því sem við á og hægt er.
En reyndu ekki að segja okkur að ESB aðild væri forsenda slíkra umbóta.
ESB aðild myndi aðeins fjölga stofnunum og skriffinnum landbúnaðarins og gera bændum erfiðara fyrir við að stunda sinn búskap, þar sem eftirlitið og skrifræðið krefðist nákvæmari skýrslugerðar og meiri skriffinnsku og andaði svo stöðugt ofan í hálsmálið á þeim.
Gunnlaugur.
Held þú verðir að lesa pistilinn aftur.
Ég hef aldrei sagt að aðild að ESB sé forsenda nauðsynlegra úrbóta í stjórnsýslu landbúnaðar.
En það er deginum ljósara að við verðum að breyta núverandi stjórnsýslu í landbúnaði – hvort sem við göngum í ESB eða ekki.
Ég er að benda á að eðlilegasta og besta leiðin sé að fela Byggðastofnun þau verkefni sem þarf að vinna. Ekki skemmir fyrir að Byggðastofnun er staðsett í hini fallega og blómlega landbúnaðarhéraði Skagafirði.
Ertu á móti því að flytja þennan hluta stjórnsýslunar þangað?
Sæll aftur Hallur.
Nei ég væri ekki á móti því að hluti af stjórnsýslu landbúnaðarins flyttist útá land, eins og ég reyndar sagði í niðurlægi athugasemdar minnar.
Skagafjörður kæmi þar mjög vel til greina að mínu mati.
En einnig ætti að skoða að færa fleiri svið stjórnsýslu landbúnaðarins til annarra landbúnaðarhéraða landsbyggðarinnar eftir því sem best þætti henta.
En ég tel eftir sem áðu að æðsta yfirstjórn íslenskra landbúnaðarmála eigi skilyrðislaust að vera í höfuðstað Íslands, Reykjvavík.
En ekki í Brussel, eins og því miður þér og þínum ESB sinnum dreymir nú blauta drauma um.
Gunnlaugur.
Ég er ekki að tala um að flytja nauðsynlegt atvinnumálaráðuneyti í Skagafjörðin – en atvinnumálaráðuneytið mun náttúrlega fara með núverandi hlutverk landbúnaðarráðuneytisins sem yfirstjórn íslenska ríkisins í landbúnaðarmálum.
Núverandi fyrirkomulag gengur ekki. Svo einfalt er það.
Hins vegar er ég ekki sammála um að dreifa stjórnsýslunni út um allt land. Skagafjörðurinn er fínn.
Þú veist hins vegar ekkert um draumfarir mína.
Útreikningar á styrkjum til bænda fara algjörlega eftir fyrirfram settum reglum og lögum og skiptir þá engu hvar á landinu, eða á hvaða stofnun skrifstofuvinnan er. Það vill svo til að verkið var falið Bændasamtökum en gæti þess vegna verið hjá Byggðastofnun eða einhverjum öðrum verktaka.
Styrki sem ætlaðir eru til bænda, t.d. beinar greiðslur og jarðabótarstyrkir, er ekki hægt greiða út eftir geðþótta ,,malbiksbænda“. Þarna er eingöngu unnið eftir lögum.
Skrýtið að Hallur skuli ekki vera búinn að kynna sér þetta, en hann er áreiðanlega búinn að kynna sér eftirfarandi upplýsingar og spyr sig eins og fleiri, hvort Byggðastofnun eigi ekki bara nóg með sig.
Tap Byggðastofnunar nam 3.015 milljónum króna á síðasta ári. Samkvæmt ársreikningnum er eigið fé stofnunarinnar 1.130 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall skv. lögum um fjármálafyrirtæki var 4,92% um áramót en skal að lágmarki vera 8%.
Til að bregðast við því að koma eiginfjárhlutfalli Byggðastofnunar yfir 8% lögbundið lágmark samþykkti Alþingi 1.000 milljón króna aukningu á eiginfé hennar í fjárlögum 2010.
(mbl 8.6.2010)
Hallur, Byggðastofnun er gjörsamlega óþörf stofnun. Hlutverk ríkisins er ekki að skekkja tilverugrundvöll einhverra byggðarlaga til að fólk flytjist ekki þaðan. Svo væri nú ekki úr vegi að staðsetja ríkisstofnanir þar sem hægt er að fá hæft fólk til að búa og staðsetningin per se verði ekki til þess að íbúum landsins og skattgreiðendum sé ekki gert ómögulegt að komast til hennar. Fáránlegt að staðsetja Byggðastofnun á krummaskuði, sem fæstir vita hvar er á landinu og afskekkt bæði menningarlega og samgöngulega séð.
Sæll Hallur
Mig langart að nota þennan vettvang til að spyrja þig út í Íbúðalánastofnun af því þú ert nú minn gúrú í þeim efnum. Þannig er að ég er að velta fyrir mér útgáfu á HFF íbúðabréfum og framboði nýrra bréfa á næstunni. Mér skilst að Íbúðalánasjóður sé með um 60 milljarða cash og að sáralítið sé lánað út þessi misserin þannig að það sé meira innstreymi í sjóðinn heldur en útstreymi. Sjóðurinn er með lántökuheimild í lánsfjárlögum upp á að mig minnir 45 milljarða. Nú er spurning mín til þín þessi. Er einhver minnsta ástæða til að ætla að Íbúðalánasjóður hafi þörf fyrir að notfæra sér heimild til að gefa út ný HFF bréf á þessu ári ?
Afsakaðu að ég trufla Byggðamálaumræðu þína með þessu en áhugi minn liggur meira í HFF bréfunum og þú gætir e.t.v skrifað pistil um þörf eða ekki þörf fyrir útgáfu nýrra HFF skuldabréfa slíkur pistill mundi vekja athygli.
berglind.
það er fullkomlega óeðlilegt að hagsmunasamtök útdeili styrkjum.
um það er ríkisendurskoðun sammála mér – og esb.
byggðastofnun er ekki fjármálafyrirtæki í skilningi laganna – og þarf því ekki 8 í cad – nema ríkið vilji.
þetta er því ekki lögbundið lágark.
ekkert frekar en að 5 í cad er ekki lögbundið lágmark íls – þótt reglugerð geri ráð fyrir því sem langtímamarkmiði.
heiða.
það má ekki gleyma að það er mikilvægt fyrir verðmyndun á skuldabréfamarkaði að íls fari í hff útboðp – en varla þurfa þeir 45 milljarða
þetta sýnir líka að eiginfjáraukning ils er allt of mikil – reyndar óþörf – líklega flokkspólitísk7/ags pólitísk
Ekki er nú Ríkisendurskoðun alveg sammála Halli.
Það er auðvitað freistandi að slá um sig með frösunum um leyndardóma Bændasamtakanna og hagsmuna-eitthvað, en gagnvart Ríkisendurskoðun er þetta alveg á hreinu. Á þeim bæ er talið mikilvægt að gera formlega samninga við BÍ um þóknun fyrir verkið.
Ríkisendurskoðun 03.09.2010
,,Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að greiðslur til sauðfjár- og garðyrkjubænda hafi að mestu verið í samræmi við ákvæði samninga og síðari breytingar á þeim. Þá kemur fram að hluti greiðslna til sauðfjár-, garðyrkju- og kúabænda hafi verið rangt færður í bókhaldi ríkisins og átelur Ríkisendurskoðun landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið fyrir þetta. Í kjölfar athugasemda stofnunarinnar hefur ráðuneytið nú breytt verklagi sínu til að koma í veg fyrir villur af þessu tagi.
Að mati Ríkisendurskoðunar þarf ráðuneytið að sinna betur eftirliti með framkvæmd búvörusamninga og greiðslum vegna þeirra. Þá þarf ráðuneytið að auka gagnsæi útreikninga sem búa að baki þessum greiðslum svo að þingmenn, eftirlitsaðilar og almenningur eigi auðveldara með að glöggva sig á þeim. Loks telur Ríkisendurskoðun mikilvægt að gerðir verði formlegir samningar um þóknanir sem ríkið greiðir Bændasamtökum Íslands fyrir umsýslu samninganna.“
Berglind!
OK. Oftúlkaði niðurstöðu Ríkisendurskoðunar.
Niðurstaðan hins vegar sú aðnúverandi fyrirkomulag þarf breytinga við.
Í Skagafjörðin með verkefnið!
Sæll Hallur
Okkur vantar heimilisfang til að senda einkunnir samræmdra prófa til Magnúsar Hallssonar.
kveðja
Sigríður