Fimmtudagur 03.02.2011 - 19:34 - 16 ummæli

Bjarni Ben bjargar Sjálfstæðisflokknum

Bjarni Benediktsson bjargaði að líkindum Sjálfstæðisflokknum sem alvöru afli í íslenskum stjórnmálum með því að samþykkja IceSave frumvarpið.  Mögulega bjargaði hann einnig sínu eigin skinni.

Afleiðingar ákvörðunnar Bjarna Ben er sú að í stað þess að frjálslyndi hluti Sjálfstæðisflokksins klofnaði frá flokknum í átt til frjálslyndra Framsóknarmanna, frjálslyndra Samfylkingarmanna og frjálslyndra óflokksbundinn – þá klofnar öfgafulli íhaldsarmurinn frá Sjálfstæðisflokknum.

Eftir situr minni – en tiltölulega frjálslyndur Sjálfstæðisflokkur – sem á gott sóknarfæri hjá þjóðinni. Íhaldsarmurinn verður hins vegar aldrei meira en öfgafullt flokksbrot til hægri.

Það mótsagnarkennda í stöðunni er hins vegar sú að með ákvörðun sinni hefur Bjarni Ben að líkindum komið í veg fyrir uppbyggingu nýs, stórs, frjálslynds stjórnmálaflokks á miðju íslenskra stjórnmála. Kraftar frjálslynds fólks á miðju og hægra megin við miðju verða væntanlega áfram dreifðir.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (16)

  • Þá er ekkert annað að gera fyrir þig Hallur en að koma aftur heim í Framsókn.

  • Kona úr vesturbænum

    Loksins tók Bjarni við forustunni í flokknum af Davíð Odds.
    Guð láti gott á vita.

  • Gústaf Níelsson

    Umhyggja þín, Hallur, fyrir Sjálfstæðisflokknum, er aðdáunarverð. Og skilningur þinn á frjálslyndinu er hreint magnaður, svo ekki sé nú meira sagt.

    Líkast til er þó rétt hjá þér að Bjarna hafi tekist að bjarga eigin skinni, en er það verðlaust skinn fyrir land, lýð og flokk?

  • Spurningin er sú hvort Gústaf sé farinn úr flokknum líkt og félagi Skafti? Er ekkert hægt að hressa Sigmund Davíð?

  • Hallur Magnússon

    Gústaf.

    Þetta er engin umhyggja fyrir Sjálfstæðisflokknum.
    Þetta er einfaldlega köld greining á stöðunni.

    Ég sé reyndar ekki neina sérstaka greiningu á frjálslyndi í þessum pistli. Hins vegar er áberandi að þeir sem eru að segja sig úr flokknum núna eru ekki úr frjálslynda hlutanum – heldur þeim íhaldssama.

  • Hann er fyndinn þessi spuni um að Davíð sé fnæsandi af bræði. Kjartan vinur hans er laus allra mála.

    http://www.dv.is/brennidepill/2009/2/25/naestvaldamesti-madur-islands/

  • Soffía Sigurðardóttir

    Nokkuð til í þessu hjá þér. Annars held ég að Bjarni bjargi þarna Sjálfstæðisflokknum frekar en sjálfum sér. Nú herða andstæðingar hans innan Flokks Vafninginn að hálsi hans. Þegar upp verður staðið, verður Bjarni mögulega sá sem losar snöru Davíðs af framtíðar formönnum Flokksins. Einhver verður að gera það, annars kyrkist Flokkurinn allur. Það gengur auðvitað ekki í nokkrum flokki að formaður hans skjálfi eins og lúbarinn rakki í hvert skipti sem gamli húsbóndinn birtist eða ræskir sig.

  • Gústaf Níelsson

    Úr því að Gísli vinur minn Baldvinsson, veltir því upp hvort ég sé farinn úr flokknum, líkt og einhverjir örfáir aðrir, sem Hallur segir að séu úr íhaldssamari hluta hans, er það svo að ég hef jafnan litið svo á að Sjálfstæðisflokkurinn og hugsjónir hans séu merkilegri en þeir, sem hafa tekið að sér forustuna hverju sinni. Af þeirri ástæðu einni hef ég aldrei látið mér detta í hug að yfirgefa flokkinn, þótt foringjunum verði fótaskortur á pólitíska svellinu.

    Og þótt ég hafi miklar efasemdir um afstöðu Bjarna formanns nú, kann vel að vera að hann meti stöðuna betur en ég, þar sem hann er þátttakandi í atburðarrás, sem ég á enga aðild að, og er því í betri aðstöðu til að leggja mat á hlutina, en sá sem utanvið stendur.

    Hinu verður þó vart andmælt að Bjarna fórust vel orð í Kastljósi kvöldsins og var nokkur foringjabragður á honum. Ekki satt?

  • Kengúra

    Óvildarmenn Sjálfstæðisflokksins eru skyndilega mjög ánægðir með Bjarna, Ólöfu og Þorgerði.

  • Hallur þessi pistill þinn er nú bara hrein og klár froða ekki nokkur minnsti substance í því sem skrifað er. Hernig á Bjarni að hafa bjargað Sjálfstæðisflokknum með afstöðu sem fær fjölmörg flokksfélög til að rísa upp á afturlappirnar af bræði. Bjarni blessaður er góður drengur en hann er enginn foringi og verður aldrei allt of ljúfur sætur strákur til að hafa vikt í stjórnmálum.
    En hitt er svo alveg ljóst að þegar öll kratahirðin sem bloggar á Eyjunni er farinn að mæra Bjarna og hæla honum upp í hástert þá eitthvað skrýtið að gerast. Ef í ljós kemur að BB hefur með aðgerð sinni verið að selja atkvæði flokksins fyrir eftirgjöf í kvótamálum þá er það nokkuð sem ekki er til eftirbreyttni svo ekki séu notuð stærri orð.

  • Kosningar til Stúdentaráðs hafa um áratugi verið einn helsti mælikvarði um hvernig pólitískur stuðningur þjóðarinnar sveiflast milli vinstri og hægri frá einum tíma til annars. Nú var Vaka að vinna stóran sigur á Röskvu í kosningum til Stúdentaráðs fengu 5 menn en Röskva 3 og fíflaframboðið ( í anda Jóns Gnarr og annarra trúða ) fékk einn mann. það fjarar hratt undan vinstri hreyfingunni í landinu eftir að fólk fékk að kynnast innræti skrækjandi Jóhönnu og geðills SJS. Til að stjórnmálamenn njóti hylli þurfa þeir að sýna kjósendum virðingu og umhyggju, Jóhanna og Steingrímur kunna hvorugt, eru bara hortugheitin ein.

  • Þú ert nú meiri fuglinn drengur,,.

  • Hallur Magnússon

    Heiða.

    Þessi pistill er ekki froða.

    Skil ótta þinn við frjálslyndið og hvaða áhrif frjálslyndari Sjálfstæðisflokkur gæti haft á frjálslyndan hluta Framsóknarflokksins – enda dyggur stuðningur þinn við formann Framsóknarflokksins þekktur.

    Ljóst að formaður Framsóknarflokksins verður að taka meira tillit til frjálslynda hluta flokksins í þessari stöðu – ef hann á að halda sterkri stöðu sinni og halda flokknum saman. Treysti honum fullkomlega til þess.

    Þú mátt reyndar ekki rugla saman greiningu á pólitísku ástandi á Sjálfstæðisflokknum og það að ég sé að mæra Bjarna! Ég er ekki að því.

    En er sammála þér að það er broslegt að sjá fögnuð Steingríms J og kratanna 🙂

  • Sigurjón

    Gústaf segir það sem flestir óánægðir flokksmenn munu gera. Þeir rjúka kannski upp í fússi, senda uppsagnarbréf og kalla foringjann ljótum nöfnum – en enginn fer lengra en rétt út fyrir húsvegginn að snýta sér og kemur svo inn aftur.

  • Bragi Páls

    Rangt, Hallur.

    Bjarni Ben. bjargar Samfylkingunni.

    Með þessu útspili sínu er hann að framlengja líf ríkisstjórnarinnar út þetta kjörtímabil.

    Og ekki bara það. Hann er búinn að tryggja það að núverandi stjórnarmynstur mun lifa áfram í amk. 2-3 kjörtímabil í viðbót.

    M.ö.o. er hann búnn að dæma Sjálfstæðisflokkinn til langrar pólitískrar eyðimerkurgöngu.

  • Anna María Sverrisdóttir

    Hvað sem öðru líður þá tók Bjarni loksins sjálfstæða afstöðu og það skynsamlega. Það hlaut að koma að því. Ég veit ekkert um hvernig það fer með flokkana en ég veit að þetta er betra fyrir þjóðina.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur