Þriðjudagur 08.02.2011 - 19:50 - 15 ummæli

Bezta strákaklíka í heimi?

Er Bezti flokkurinn Bezta strákaklíka í heimi? Það er ýmislegt sem bendir til þess.

Bezta strákaklíkan setti Bezta vin sinn sem stjórnarformann í Orkuveitu Reykjavíkur. Þar hafa flottir strákaklíkustrákar af allra flokka gerðum átt sinn bezta heimavöll undanfarin ár  – en þeir fölna í samanburði við núverandi Bezta stjórnarformann…

… og Bezta tímabundna strákaklíkustrákinn í forstjórastöðunni.  Sem leitar ekki langt yfir skammt – enda Bezt að halda sig við Beztu strákaklíkuna.  Fær Bezta fyrrum yfirmann sinn til að taka við Bezta forstjóraembættinu í Reykjavíkurborg undir stjórn Bezta flokksins.

Hvað þurfti til til að ná þessum Bezta árangri?

Er það ekki Bezta Deginum ljósara?

Ég óska OR sem beztrar framtíðar!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (15)

  • Mér leist nú bara ágætlega á manninn í fréttum áðan (man ekki hvað hann heitir). Hann sagði að ráðningarferlið hafi verið vandað. Er það ekki það sem skiptir máli?

  • Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

    SjálfstæðisFLokkurinn er SJÚKASTA klíkan !!!

    Minnumst þess að tveimur árum áður en Jón Steinar, bridsfélagi Davíðs Oddssonar, var skipaður í Hæstarétt var hann sjálfur dæmdur fyrir réttinum.

    http://www.haestirettur.is/domar?nr=2021

    Fróðlegt væri að vita í hvaða vestrænum lýðræðisríkjum SAKAMENN hafi verið skipaðir hæstaréttardómarar.

    FLokkurinn stundaði, árum saman, skipulegar persónunjósnir sem í dag væru með öllu ólöglegar. (lög um persónuvernd)

    Upplýsingarnar voru t.d. notaðar til að útiloka andstæðinga FLokksins frá hlutum vinnumarkaðarins.

    Skítapakk !!!

  • Hallur Magnússon

    Séra Jón!

    Topp maður!
    Lízt vel á hann. Held hann muni standa sig vel.
    Það er bara ekki málið – heldur tvískinnungurinn.

    En er hann rétti maðurinn til að meta ráðningarferlið?

    Eru líkur á ða nýráðinn forstjóri gefi skít í ráðningarferlið?

    Sigmundur.

    Hvað ertu að blanda Sjálfstæðisflokknum í þessa ráðningu?

    Efast um að hann hafi haft nokkuð með hana að gera 🙂

  • hrekkjalómur

    Nei Hallur,
    Fáum frekar Alfreð aftur! Það var miklu betra.

    Hrekkjalómur

  • Raunsær

    Fagmaður fram í fingurgóma ráðinn við hvað eru menn hræddir?
    OR var skemmd undir stjórn Alfreðs í hvaða flokki er hann? keyptar ónýtar veitur ofl sem þurftir að byggja frá grunni ekki nóg með þann kostnað heldur var OR skuldbundið til að hafa sama verð á heitu vatni á þessum svæðum og er í Rvk og lækkaði verð notenda til muna hverjir borguðu?eina hagkvæma veitan sem keypt var Hitav Þorlákshafnar.
    Hvernig tekið var á OR er eina rós í hnappagat Jón Gnarr.

  • Jón Rúnar Sveinsson

    Hélt þegar ég sá fyrirsögnina að þú værir að tala um Jón Steinar og vinahópinn sem blés af stjórnlagaþingið.

    Kv,

    jrs

  • Gunnlaugur Ingvarsson

    Sæll Hallur.
    Ekki mæli ég með þessari sérgóðu strákaklíku hans Jóns Gnarr. Ekki gæfulegt hvernig hann og þetta lið hans ætlar að stjórna og stjórna ekki borginni.

    En heyrðu annars hvað var hann Alfreð þarna lengi innsti koppur í búri í boði ykkar Framsóknar, við megum ekki gleyma því ?

    Því að það mun enginn hvorki fyrr né síðar ná að slá honum út í bullinu og ruglinu og sóuninni !
    Jafnvel þó svo að nær útdauða Framsóknarmaddaman næði einhverntímann aftur einhverjum smá áhrifum hér í borginni !

  • Ótrúlega hnyttinn pistill hjá þér. Hefur örugglega kynnt þér málið.

  • Það þarf einhver að reysa skipið við eftir að Alfreð Þorsteinsson rústaði fyrirtækinu…

  • Hallur Magnússon

    Raunsær.

    Það var Alfreð sem bjó til Orkuveitu Reykjavíkur úr því sem áður hét Veitustofnanir – sem samanstóðu úr Hitaveitu, Rafmagnsveitu og vatnsveitu.

    Í ljósi framangreinds – þá er erfitt að segja að Alfreð hafi „eyðilagt OR“ 🙂

    Gunnlaugur.

    Fyrir þig – þá set ég pistilinn í heild sinni:

    Er Bezti flokkurinn Bezta strákaklíka í heimi? Það er ýmislegt sem bendir til þess.

    Bezta strákaklíkan setti Bezta vin sinn sem stjórnarformann í Orkuveitu Reykjavíkur. Þar hafa flottir strákaklíkustrákar af allra flokka gerðum átt sinn bezta heimavöll undanfarin ár – en þeir fölna í samanburði við núverandi Bezta stjórnarformann…

    … og Bezta tímabundna strákaklíkustrákinn í forstjórastöðunni. Sem leitar ekki langt yfir skammt – enda Bezt að halda sig við Beztu strákaklíkuna. Fær Bezta fyrrum yfirmann sinn til að taka við Bezta forstjóraembættinu í Reykjavíkurborg undir stjórn Bezta flokksins.

    Hvað þurfti til til að ná þessum Bezta árangri?

    Er það ekki Bezta Deginum ljósara?

    Ég óska OR sem beztrar framtíðar!

  • Raunsær

    Eyðilagði góðu fyrirtækin Hitav Reykjavíkur, Vatnsveitu Reykjavíkur og Rafmveitu Rvk sem eru Orkuveita Reykjavíkur.
    Farið var í glórulausar fjárfestingar og niðurboð á Raforku til stóriðju . Látum góða framlegð í heita vatninnu borga tapið sagði ákveðinn maður.
    Helgi Þór og Bjarni eru fagmenn ekki pólítíkusar sem eru að hugsa um sjáfan sig.

  • Hallur Magnússon

    „Raunsær“.

    Nú ertu að bulla.

    Vinsamlega kynntu þér gömlu Veitufyrirtækin og berðu þau síðan saman við öfluga fyrirtækið OR.

    Endilega taktu stöðu OR í árslok 2005 – berðu saman við stöðu gömlu veitufyrirtækjanna og aftur við stöðu OR í árslok 2009.

    Ég spái því að þú finnir út að hápunktur veitustofnanna Reykjavíkurborgar hafi einmitt verið í árslok 2005.

    Ef þú ert ósammála því – vinsamlega komdu með rökstuðning.

  • Hallur.

    Þar sem þú þekkir svo vel til innan framsóknarflokksins þá hélt ég þú ætlaðir að segja frá hinni einu sönnu strákaklíku ?

    S-hópnum og afrekum þeirra !

    Þú gætir bætt svo við strákum og stelpum og sagt frá GIFT-klíkunni og þeirra afrekum !

    Stundum er betra að vita hvar maður stendur þegar steini er kastað !!!

    Glerhúsið er hættulegt !

  • Raunsær

    Hallur sannleikurinn er sár mátt kalla það bull.

    Aðrir tóku og gerðu þetta enn verra fjárfestingafyllerið byrjaði þegar Alfreð var stjórnarformaður það er staðreynd
    svo varð þetta verra og verra og REI varð hápunkturinn.

  • Hallur Magnússon

    Raunsær.

    Eðlilega gastu ekki svarað spurningunni með rökum.

    En staðfestir þó með svarinu að „…hápunktur veitustofnanna Reykjavíkurborgar hafi einmitt verið í árslok 2005.“

    Engin særindi af minni hálfu 🙂

    JR.

    Sýnist þú ekki hafa lesið pistilinn minn áður en þú byrjaðir að tjá þig. Ekki í fyrsta sinn.

    En hvað um það.

    „… hinni einu sönnu strákaklíku“ segir þú.

    Merkilegt að þú teljir að í mannkynssögunni hafi einungis verið ein „sönn strákaklíka“. Og þó – söguskoðun þín hefur oftast verið dálítið sérstök 🙂

    Viltu ekki rifja upp þetta með „GIFT – klíkuna“. Staðreyndir takk 🙂

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur