Þriðjudagur 08.02.2011 - 08:11 - 1 ummæli

Hugrakkur Gutti stóðst prófið

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra stóðst prófið og sýnir hugrekki  með því að birta neysluviðmið. Þá stóð hann sig  afar vel í fjölmiðlum í kjölfarið.  Þá er framsetning neysluviðmiðanna á vef velferðarráðuneytisins til mikillar fyrirmyndar.

Nú er stóra spurningin hvort ríkisstjórnin muni standast prófið, því þótt formaður Öryrkjabandalagið hafi andað með nefinu og verið málefnalegur í athugasemdum sínum í gær – þá er virðist mér undiraldan vera þung.  Enda formaður ASÍ farinn að tala neysluviðmiðið niður.

Birting neysluviðmiða er nefnilega tvíeggjuð eins og ég hef bent á í pistlum mínum um Pandórubox Jóhönnu.

Næstu dagar og vikur munu leiða í ljós hvort um Pandórubox sé að ræða.

En ég tek ofan fyrir Guðbjarti fyrir hugrekkið og frammistöðuna í gær.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Hallur samkvæmt Fréttablaðinu í morgun mun ASÍ ekki standast prófið frá sjónarhóli launþega en ASÍ mun standast prófið frá sjónarhóli Samfylkingarinnar.

    Þeir bjuggust nefnilega við tölum um þörf en ekki neyslu.

    Þeir áttu von á útreiknaðri gerfitölu um það á hverju menn geta lifað en ekki tölum sem mældu raunveruleikann eins og hann er.

    Þess vegna er sennilega ekki hægt að byggja kröfugerð fyrir fólkið í landinu á þessum tölum?

    ASÍ leitar fyrst að hagstæðustu leiðinni fyrir stjórnvöld og skoðar síðan hvort það sé eitthvert svigrúm til að gera sér mat úr upplýsingunum fyrir umbjóðendur sína.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur