Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra stóðst prófið og sýnir hugrekki með því að birta neysluviðmið. Þá stóð hann sig afar vel í fjölmiðlum í kjölfarið. Þá er framsetning neysluviðmiðanna á vef velferðarráðuneytisins til mikillar fyrirmyndar.
Nú er stóra spurningin hvort ríkisstjórnin muni standast prófið, því þótt formaður Öryrkjabandalagið hafi andað með nefinu og verið málefnalegur í athugasemdum sínum í gær – þá er virðist mér undiraldan vera þung. Enda formaður ASÍ farinn að tala neysluviðmiðið niður.
Birting neysluviðmiða er nefnilega tvíeggjuð eins og ég hef bent á í pistlum mínum um Pandórubox Jóhönnu.
Næstu dagar og vikur munu leiða í ljós hvort um Pandórubox sé að ræða.
En ég tek ofan fyrir Guðbjarti fyrir hugrekkið og frammistöðuna í gær.
Hallur samkvæmt Fréttablaðinu í morgun mun ASÍ ekki standast prófið frá sjónarhóli launþega en ASÍ mun standast prófið frá sjónarhóli Samfylkingarinnar.
Þeir bjuggust nefnilega við tölum um þörf en ekki neyslu.
Þeir áttu von á útreiknaðri gerfitölu um það á hverju menn geta lifað en ekki tölum sem mældu raunveruleikann eins og hann er.
Þess vegna er sennilega ekki hægt að byggja kröfugerð fyrir fólkið í landinu á þessum tölum?
ASÍ leitar fyrst að hagstæðustu leiðinni fyrir stjórnvöld og skoðar síðan hvort það sé eitthvert svigrúm til að gera sér mat úr upplýsingunum fyrir umbjóðendur sína.