Læknar á LSH hafa að undanförnu verið að kvarta yfir undirmönnun og halda því fram að þeir séu farnir að finna fyrir streitueinkennum vegna niðurskurðar. Þessar umkvartanir hafa verið áberandi í fjölmiðlum.
En ætli staðan sé betri í hópi hjúkrunarfræðinga?
Ég efast um það – en einhverra hluta vegna er undirmönnun hjúkrunarfræðinga og streita meðal þeirra ekki eins merkileg og læknaálagið.
Ætli það sé vegna þess að hjúkrunarfræðingar séu ennþá fyrst og fremst kvennastétt?
Líklega er engin starfstétt jafn mikið rannsökuð m.t.t. streitu og kulnunar eins og hjúkrunarfræðingar. Bæði hér á Íslandi og víða um lönd. Hjúkrunarfræðingar hafa lengi verið uppteknir af álagi á sitt fólk. Það er hins vegar alveg nýlegt að íslenskir læknar kvarti undan álagi, þeir hafa hingað til verið uppteknari af gamaldags vinnuhörku.
Ætli þetta sé nú að breytast vegna þess að læknar eru ekki lengur fyrst og fremst karlastétt?
.. .eða er það vegna þess að hjúkrunarfræðingar eru umönnunarstétt sem gerir sér grein fyrir áhrifum streitu og streituvalda til langs tíma – meðan læknar eru oft á tíðum eins og Chaplin á færibandinu?
… og voru að fatta að þegar færibandið rennur hrðar – þá eykur það álga og streitu?
Hallur, ekki vera kjánalegur.
Hallur .
Ertu giftur hjúkranarfræðingi ?
Hefur þú aldrei unnið á sjó ?
„.. .eða er það vegna þess að hjúkrunarfræðingar eru umönnunarstétt sem gerir sér grein fyrir áhrifum streitu og streituvalda til langs tíma – meðan læknar eru oft á tíðum eins og Chaplin á færibandinu?“
Hvaða bull er þetta Hallur?
Kíktu nú aðeins á sciencedirect og flettu upp kulnunarrannsóknum. Stéttarfélög hjúkrunarfræðinga hafa verið mjög upptekin af kulnun í áraraðir. Um það vitna fjölmargar mjög umfangsmiklar rannsóknir. Þessar rannsóknir sýna að kulnun er alvöru vandi hjá hjúkkum og hefur hlotið ágæta athygli sem slíkur. Þess vegna er upphaflega greinin þín óttalegt vindhögg.
JR.
Sjóferðabókin mín sýnir reyndar aðeins 14 mánuði skráða á sjó.
Dugir það?
Halldór.
Ekki vera kjánalegur.
Pétur.
Vindhögg?
Ekki bendir logandi síminn til þess.
Fréttin sem fjallað var um í vikunni var vegna könnunar sem gerð var meðal lækna. Var það ekki læknafélagið sem gerði könnunina? Það að læknar séu undir miklu álagi og fynni fyrir kulnun í starfi segir ekkert um að aðrar stéttir séu það ekki. Ég held að mikið álag sé mikið áhyggjuefni innan heilbrigðisgeirans í heildinni. Forstjóri LSH sagði að vertíðin hefði verið lögn. Það er hægt að vinna undir miklu álagi tímabunidð en ef það er til langstíma þá byrjar fólk að brenna út. Ég er hrædd um að við munum sjá mikið af langtímaveikindum meðal heilbrigðisstétta á næstunni.