Laugardagur 12.02.2011 - 17:18 - 12 ummæli

Dýr reykvískur húmor

Reykvíkingar hafa húmor. Það sannaðist í síðustu borgarstjórnarkosningum. Gamanið reyndar farið að kárna. Bíður okkar þriggja ára húmorsleysi?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Kristinn J

    Rétt…

  • Gunni gamli

    Það er EKKI íslenskur siður að hugsa til næsta dags. Við höfum eitthvað misskilið þetta með að lifa einn dag í einu.

  • Eg held þið kunnið ekki gott að meta , i alvöru !
    Mer varð flökurt við bullið i Hönnu Birnu i morgun þegar eg hlustaði á “ I vikulokin“ og hugsaði hvað heppin þið hefuð verið að losna við þau ósköp !! það eru ekki allar syndir Jóni Gnarr að kenna frekar en Davið hinum umdeilda Oddsyni !!!

  • Hlynur Þór Magnússon

    Met Jón Gnarr mikils sem leikara og skemmtikraft. Hins vegar finnst mér sá ágæti maður ekki alveg sá rétti í stöðu borgarstjóra. Eða eins og sagt hefur verið: Skósmiður, haltu þig við leistann!

  • Besti flokkurinn á enga sök á ástandinu í Reykjavík. Þar er húmorinn enn til staðar. Vandamálin má rekja til samstarfsflokksins. Oddný er að rústa menntamálunum og Dagur sér um fjármálin og skattheimtuna. Ef gamanið er að kárna þá má ekki skrifa það á Besta flokkinn. Innan raða hans er enn blússandi kátína og fjör sem smitar út til borgarbúa og mildar þannig niðurskurðinn og óreiðuna. Borgarstjórinn lætur ekki deigan síga nema þegar hann er kvefaður og jafnvel þá fljúga mannbætandi brandararnir. Og framkoma hans í sjónvarpinu með fóstbróður sínum er ómetanlegt framlag í pólitískri umræðu og öðrum pólitíkusum til eftirbreytni.
    Besti flokkurinn hefur því sannað sig og allt hans starf hefur auðgað lífið í borginni, lyft pólitíkinni á hærra plan og gert Reykjavík að borg gleðinnar svo eftir er tekið á heimsvísu.
    Það er því rangt pólitískt mat, að Reykvíkingar hafi á sínum tíma kosið Besta flokkinn á einhverju húmorsflippi. Það var mannvalið sem heillaði og tíminn hefur leitt í ljós að mat borgarbúa var rétt.

  • Málefnalegt Hallur

  • Snæbjörn

    Já, ég er nú viss um að framsókn myndi höndla þetta betur. Björn Ingi og Alfreð all the way!

    Ha voru það ekki aðalkallarnir þegar þú varst í Framsókn?

    En hvað með snillingana í sjálfstæðisflokknum. Muniði í fyrra þegar Hanna Birna ætlaði að eyða 150 milljónum í golfvallarstækkun. Á tíma þegar talað er um að spara 200 milljónir í skólakerfinu er gott að einhverjum sé annt um golfvelli.

    En annars magnað hvað þú hefur Besta á heilanum. Koddu með tillögur en ekki bara kvabba.

  • Ég held reyndar að framsóknarbrandararnir hafi verið uppurnir fyrir allnokkru.
    Mér sýnist þú ekki ætla að breyta því mikið, það er gott.

  • Þórhildur Lilja Þorkelsdóttir

    Kaus Besta af því að ég trúði því, að þau ætluðu að standa vörð um grunnþjónustuna, menntamál og almenningssamgöngur. Þar hafa þau algjörlega brugðist. Láta bara Samfó ráða ferðinni. TAKK BESTI, or not.

  • Eyjólfur

    Þetta er eins og Helferðarstjórnin með alzheimer.

  • Það er ótrúlergt hvað margir kjósendur í Reykjavík er óábyrgt og kærulaust fólk um sitt nánasta umhverfi, eða hvað er hægt að kalla það annað en kæruleysi að kjósa trúð sem borgarstjóra? Heimska sagði einhver en ég trúi ekki að svona margir íbúa borgarinnar sé illa gefið fólk, þetta verður því að flokka undir kæruleysi.

  • Er það ekki nokkuð ljóst að Besti var kosinn vegna þess að fólk er einmitt ekki kærulaust hr/fr HH.
    Fólk vissi einmitt hvernig hinir hafa hagað sér hingað til, hvað það hefur hinsvegar kostað er nú fyrst að koma í ljós og þá fara allir að grenja yfir því að það þurfi að spara, það var kýrskírt að vitleysan og skuldsetningin gengur bara í visst langan tíma.
    Nú er þarna fólk eins og ég sem ég treysti betur en nokkrum öðrum sem er innmúrað í stöðluðum rifrildum, sömu frasarnir um ekkert, sparnaði gefið annað nafn og allt í gúddí ? skattar ekki lengur skattar ef þeir heita gjöld osfrv….

    Ég viðurkenni að innsýnin er ekki nægjanleg í fenið sem búið er að koma okkur í og sennilega er best að koma því betur upp á borðið hjá Besta (þeirra mistök) en ef þeir eru svona ómögulegir afhverju hjálpast þá ekki einfaldlega allir að ? getur það verið af því að flokkarnir kunna það ekki, þeir séu svo samdauna drullupyttinum sem þeir slást alltaf í.

    Ég treysti Besta best, áfram þrátt fyrir að þeir geri mistök en mundi gjarnan vilja sjá fenið eins og ég sagði, plús það að óvinir hverfi og fólkið fari að vinna saman.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur