Sunnudagur 20.02.2011 - 18:21 - 5 ummæli

Já er ekki ríkisstjórnarstuðningur

Það er lykilatriði í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu að atkvæðagreiðslan er ekki um ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. Já er ekki ríkisstjórnarstuðningur.

Ef ríkisstjórnin vill að þjóðin samþykki samninginn um IceSave – þá verður hún strax að gefa út að hún líti ekki á atkvæðagreiðsluna vera atkvæðagreiðslu um stjórnmálaflokka og ríkisstjórn.

Ef ríkisstjórnin hótar afsögn ef samningurinn um IceSave verður felldur – þá er nokkuð ljóst að samningurinn verður felldur. 

Svo fremi sem ríkisstjórnin geri ekki einvherja vitleysu í aðdraganda kosninganna – þá tel ég að samningurinn verði samþykktur.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Jón Rúnar Sveinsson

    Sæll Hallur.

    Ég er ekki sammála þér, samningurinn verður nær örugglega felldur í þjóðaratkvæðinu. Best væri þó að Alþingi afnæmi lögin og stæli þannig glæpnum frá þeim fóstbræðrum Ólafi Ragnari Grímssyni og Davíð Oddssyni.

    Þetta er mál sem ekki er hægt að vinna og vonlaust að tala fyrir. Þjóðarstoltið/-remban mun ein ráða ríkjum í kosningabaráttunni og úrslitin eru gefin fyrirfram.

    Fíflagangur forsetans,
    fetar troðnar slóðir.
    Áfram heldur Icesave-dans
    Og engir kostir góðir.

  • Við fellum samninginn og þar með ríkisstjórnina.

  • Anna María Sverrisdóttir

    Mer sýnist það rétt hjá Halli að afstaða til icesave er þverpólitísk en ekki flokkspólitísk, hvað þá yfirlýsing um stuðning eða ekki stuðning við ríkisstjórn.

  • Gísli Ingvarsson

    Ég get ekki séð hvernig þetta mál kemur ríkisstjórninni við lengur nema óbeint. Hún hefur gert það sem í hennar valdi stóð til að ná samningum. Forsetinn hefur í raun tekið að sér málið og víað síðan í þjóðaratkvæði. Þetta er því orðið mál á milli þjóðar og forsetans. Þingið hefur afgreitt það fyrir sitt leyti. Líklegast er að Bretar og Hollendingar dragi þennan samning til baka og leggi málið strax fyrir dóm. Þá getum við sent þangað Sigmund, Þór Saari og Lilju Mó til að tala málinu fyrir hönd forsetans og væntanlega þjóðarinnar. Síðan verður lífið bara að hafa sinn gang. Fullveldi þjóðarinnar verður þá væntanlega selt erlendum dómstóli á meðan aðrar þjóðir semja um sín ágreiningsmál.

  • Forsetin hefur sagt að þingið sé umboðslaust í þessu máli, frumvarp sem 73% Alþingis hefur samþykkt.

    Verði þessu frumvarpi hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu jafngildir það vantraustsyfirlýsingu á sitjandi þing. Það verður því að rjúfa þing og boða til þingkosninga.

    Það er satt að málið snýst ekki um ríkisstjórnina, þetta snýst um þingið. Þing sem er ef til vill of klofið og biturt til þess að starfa sem skildi. Þing sem var í raun andvana fætt eftir snauplegustu þingsetningu frá upphafi lýðveldisins.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur