Hæstvirtur fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon. Ég vil bera undir yður spurningar og ætlast til þess að þér svarið þeim.
Í Kastljósi í kvöld notið þér sem rök gegn þjóðaratkvæðagreiðslum um fjárhagsleg mál ríkisins ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að setja 33 milljarða inn í Íbúðalánasjóð sem dæmi um ákvörðun sem ekki eigi að leggja fyrir þjóðina.
Áður en ég ber upp spurninguna þá vil ég minna yður á að það hafa engin rök komið fram frá stjórnvöldum um af hverju þessi ákvörðun var tekin. Einnig að það er EKKI lagaskylda að eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs skuli vera 5 í CAD og einnig að ekkert bendir til greiðslufalls Íbúðalánasjóðs vegna afborgana af fjármögnunarbréfum sínum næstu misserin.
Af hverju ákváðu þér að beita yður fyrir því að leggja 33 milljarða inn í Íbúðalánasjóð?
Hver eru rökin fyrir þeirri ákvörðun?
þérun? seriously?
æl!
Mætti ekki bæta við spurningunni: Hver gaf þér leyfi til að setja milljarða í Sjóvá?