Mánudagur 21.02.2011 - 19:55 - 2 ummæli

Opið bréf til Steingríms J.

Hæstvirtur fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon.  Ég vil bera undir yður spurningar og ætlast til þess að þér svarið þeim.

Í  Kastljósi í kvöld notið þér sem rök gegn þjóðaratkvæðagreiðslum um fjárhagsleg mál ríkisins ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að setja 33 milljarða inn í Íbúðalánasjóð sem dæmi um ákvörðun sem ekki eigi að leggja fyrir þjóðina.

Áður en ég ber upp spurninguna þá vil ég minna yður á að það hafa engin rök komið fram frá stjórnvöldum um af hverju þessi ákvörðun var tekin. Einnig að það er EKKI lagaskylda að eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs skuli vera 5 í CAD og einnig að ekkert bendir til greiðslufalls Íbúðalánasjóðs vegna afborgana af fjármögnunarbréfum sínum næstu misserin. 

Af hverju ákváðu þér að beita yður fyrir því að leggja 33 milljarða inn í Íbúðalánasjóð?

Hver eru rökin fyrir þeirri ákvörðun?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur