Undirbúningsfundur vegna stofnunar Evrópuvettvangs frjálslynds miðjufólks verður haldinn í kvöld. Með fundinum er verið að svara kalli fjölmargra á miðju íslenskra stjórnmála sem vilja vinna að framgangi aðildarumsóknar að Evrópusambandinu en eru ekki reiðubúnir til að taka afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu fyrr en niðurstöður samningaviðræðna liggja fyrir.
Það eru allir velkomnir á fundinn sem haldinn verður að Digranesvegi 12 í Kópavogi og hefst klukkan 20:00.
Dagskrá fundarins má sjá í eftirfarandi fundarboði:
Undirbúningsfundur fyrir Evrópuvettvang frjálslynds miðjufólks
Undirbúningsfundur fyrir hugsanlega stofnun samstarfsvettvangs frjálslynds miðjufólks vegna aðildarumsóknar að Evrópusambandinu verður haldinn þriðjudaginn 22. febrúar kl. 20.00 í sal Framsóknarsalnum að Digranesvegi 12 Kópavogi. Á fundinum verður fjallað um eftirfarandi:
- Er ástæða til að setja á fót sérstakan samstarfsvettvang frjálslynds miðjufólks vegna aðildarumsóknar að Evrópusambandinu?
- Í hvaða formi ætti slíkur samstarfsvettvangur að vera?
- Hver ættu að vera helstu áhersluatriði og verkefni?
- Skipan undirbúningshóps
Allir velkomnir á undirbúningsfundinn. Fundarboðandi er Hallur Magnússon“
Það er í raun skaði að jafn ágætur maður og Hallur Magnússon hafi ekki náð frama innan Framsóknarflokksins.
En þá er að róa á önnur mið með það í farteskinu, að vandamálin eru til þess að leysa þau. Nýr flokkur gæti til dæmis gefið góða raun.
Så vetfangur er til nu thegar thar sem er Samfylkinginn.