Færslur fyrir mars, 2011

Fimmtudagur 31.03 2011 - 19:30

Skilur Gnarr íslensku?

Í hugum flestra Íslendingar sem á annað borð skilja íslensku þá þýðir orðatiltækið  „að fara á hausinn“ það að verða gjaldþrota. Nema í huga Jóns Gnarr borgarstjóra. Hann neitaði því að hafa sagt að Orkuveita Reykjavíkur væri gjaldþrota.  En sannanlega sagði hann að Orkuveitan væri „á hausnum“. Það liggur fyrir að ef Orkuveitan myndi nota […]

Fimmtudagur 31.03 2011 - 11:19

Alþingi styður búseturéttarformið

Félags- og tryggingarnefnd Alþingis styður heilshugar húsnæðissamvinnufélög og búseturéttarformið þótt nefndin hafi ekki viljað heimila 110% niðurfærslu hjá búseturéttarhöfum eins og fólki í eigi húsnæði þegar nefndin mælti með frumvarpi um slíka niðurfærslu. Félags- og tryggingarnefndin leggur hins vegar mikla á herslu á að tekið sé tillti til sérstöðu húsnæðissamvinnufélaganna í því efnahagsástandi sem nú er.  […]

Miðvikudagur 30.03 2011 - 20:17

DV elskar Finn Ingólfsson

DV elskar Finn Ingólfsson. Blaðið gerir allt til þess að birta mynd af honum í blaðinu. Ef ekki er tilefni til þess – þá býr DV til tilefnið. Ef það þarf að skrökva til þess að koma mynd af Finni í blaðið – þá skrökvar DV. Það hefur margoft sannað sig. Ást DV á Finni hlýtur […]

Miðvikudagur 30.03 2011 - 10:54

Utangarðsfólk leitar í Herinn

Utangarðsfólk í Reykjavík gengur að vísu húsaskjóli í dagsetri Hjálpræðishersins að Eyjarslóð í Örfyrisey. Þar býðst fólkinu heitur matur í hádeginu, rúm til að hvílast yfir daginn, þar eru þvegin föt þeirra sem þess óska, félagsráðgjöf veitt og meira að segja boðið upp á fótsnyrtingu. Utangarðsfólk þarf því ekki að mæla götur Reykjavík í kuldanum […]

Þriðjudagur 29.03 2011 - 19:28

Timburmenn í partívímu Bezta og grúbbíanna

Töffararnir í Bezta og grúbbíurnar í Samfó eru nú í alvarlegum timburmönnunum eftir töffarapartíið sitt í Orkuveitu Reykjavíkur í haust – partíi sem lætur flottustu partí Alfreð Þorsteinssonar matreidd frá fyrirmyndar vinnuaðstöðueldhúsi OR með risarækjur í aðalrétt líta út eins og móttöku í súpueldhúsi Samhjálpar. Í partíiinu þar sem töffararnir og grúbbíurnar þurftu að sína […]

Mánudagur 28.03 2011 - 22:55

EVA 11.04.11

Stofnfundur Evrópuvettvangsins – EVA – verður haldinn 11. apríl næstkomandi. Þetta var ákveðið á fundi undirbúningshóps sem jafnframt gekk frá endanlegri tillögu að stofnsamþykkt og  tillögu að verkefnaáætlun á fundi sínum í kvöld. Í  tillögum að stofnskrá og lögum Evrópusamtakanna er gert ráð fyrir að á aðalfundi verði kosið Evrópuráð skipað 21 einstaklingi. Evrópuráð skiptir með […]

Mánudagur 28.03 2011 - 11:16

Jákvæð hlið DV

Þótt einn af grunnþáttum ritstjórnarstefnu DV sé  illfýsi  eins og ég benti á í pistli mínum „Illfýsi í garð Arnars og Bjarka“  þá á blaðið oft til brilljant góða og heiðarlega rannsóknarblaðamennsku. Því ber að hrósa. DV reynir að velta steinum og draga fram mikilvæg málefni sem aðrir fjölmiðlar veigra sér að fjalla um. Það er mikilvægt fyrir […]

Sunnudagur 27.03 2011 - 12:21

Landbúnaðarstofnun í Skagafjörð

Íslendingar þurfa að breyta stjórnsýslu landbúnaðarins óháð því hvort Ísland gengur í Evrópusambandið eða ekki. Ríkisendurskoðun hefur enn og aftur úrskurðað að núverandi fyrirkomulag gengur ekki. Því vil ég enn og aftur ítreka þá skoðun mína að opinberri landbúnaðarstofnun verði komið á fót og henni fundinn staður í Skagafirði. Bændasamtökin geta þá einbeitt sér að […]

Laugardagur 26.03 2011 - 10:22

Illfýsi DV í garð Arnars og Bjarka

Einn af grunnþáttum blaðamennsku á DV er illfýsi. Illfýsin birtist nánast í hverju blaði þar sem yfirleitt er að finna frétt þar sem ætlað er að vekja hneykslan hvort sem grundvöllur er til þess eða ekki. Aðferðafræðin er oft að birta hálfsannleik til að skapa andrúmsloft tortryggni og reynt að stilla upp stöðu þar sem lesandi dragi sjálfur – oft […]

Föstudagur 25.03 2011 - 18:45

Lífeyrisiðgjald Jóhönnu Sig?

Það styttist í að Jóhanna Sigurðadóttir forsætisráðherra setjist í helgan stein og fer að njóta lífeyrisréttinda sem nema á annað hundrað milljóna króna. Jóhanna Sigurðardóttir vildi að engir hjá hinu opinbera fengju hærri laun en hún. En gerði hún ráð fyrir að stjórnendur ríkisfyrirtækja hefðu sambærileg eftirlaunaréttindi og hún? Og fyrst ég er farinn að […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur