Mánudagur 07.03.2011 - 21:38 - 2 ummæli

Stelpurnar okkar!

Alveg er það frábært að fylgjast með hraðri þróun kvennafótboltans á Íslandi – og ekki hvað síst sterku landsliði sem hefur á nokkrum dögum lagt nokkrar sterkustu knattspyrnuþjóðir heims.

Nú er það úrslitaleikurinn við Bandaríkin á miðvikudag!

Silfrið á Algarver mótinu er tryggt. Gullið möguleiki!

Frábær árangur.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Sonur minn og fjölskylda flutti til Moelv – 4000 manna bæjar rétt sunnan við Lillehanner í Noregi sl sumar. Bjuggu tvö á Akranesi 2 síðustu árin þar áður. Dóttir þeirra sem er 12 ára hafi þann tíma æft fótbolta með ÍA og þar áður með Tindastól á Sauðárkróki. Hún var strax tekin í kvennaliðið í fótbolta í sínum aldurshóp í Moelv og var strax mjög liðtæk. Í haust var svo hún svo valin í úrvalslið fyrir stærra svæði. Um hana er sagt að hún sé vel þjálfuð og góð í boltanum. Svo komi hún með svo góðan liðsanda í hópinn (móral).

    Þetta eru auðvitað góð meðmæli með þjálfun telpna í
    fótboltanum. Svo hefur hún brennandi áhuga. Amma er að sjálfsögðu hreykin að dömunni sinni.
    Á dótturdóttir í Osló sem æfir handbolta af kappi, hún er alin upp í Noregi og er jafngömul. Miklar perlur þar á ferð.

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Hei, konur eru okkur fremri á öllum sviðum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur