Alveg er það frábært að fylgjast með hraðri þróun kvennafótboltans á Íslandi – og ekki hvað síst sterku landsliði sem hefur á nokkrum dögum lagt nokkrar sterkustu knattspyrnuþjóðir heims.
Nú er það úrslitaleikurinn við Bandaríkin á miðvikudag!
Silfrið á Algarver mótinu er tryggt. Gullið möguleiki!
Frábær árangur.
Sonur minn og fjölskylda flutti til Moelv – 4000 manna bæjar rétt sunnan við Lillehanner í Noregi sl sumar. Bjuggu tvö á Akranesi 2 síðustu árin þar áður. Dóttir þeirra sem er 12 ára hafi þann tíma æft fótbolta með ÍA og þar áður með Tindastól á Sauðárkróki. Hún var strax tekin í kvennaliðið í fótbolta í sínum aldurshóp í Moelv og var strax mjög liðtæk. Í haust var svo hún svo valin í úrvalslið fyrir stærra svæði. Um hana er sagt að hún sé vel þjálfuð og góð í boltanum. Svo komi hún með svo góðan liðsanda í hópinn (móral).
Þetta eru auðvitað góð meðmæli með þjálfun telpna í
fótboltanum. Svo hefur hún brennandi áhuga. Amma er að sjálfsögðu hreykin að dömunni sinni.
Á dótturdóttir í Osló sem æfir handbolta af kappi, hún er alin upp í Noregi og er jafngömul. Miklar perlur þar á ferð.
Hei, konur eru okkur fremri á öllum sviðum.