Þriðjudagur 08.03.2011 - 18:23 - Rita ummæli

Styðjum egypskar konur!

Egypskar konur voru áberandi í baráttunni fyrir alvöru lýðræði í Egyptalandi – baráttu sem varð til þess að Mubarak hrökklaðist frá völdum og ný ríkisstjórn tók við völdum – til bráðabirgða þó.

Það er áhyggjuefni að í nýju ríkisstjórninni er einungis ein kona – og embætti hennar er ráðuneyti alþjóðlegra þróunarmála.

 Á alþjóðadegi kvenna er ljóst að „stóru strákarnir“ ætla að taka við af baráttukonunum í Egyptalandi – nú þegar Mubarak og fjölskylda hans er fallin. Hlutverki kvennanna er lokið í hugum karlanna.

Það er áhyggjuefni.

Við eigum að styðja við bak egypskra kvenna og beita hinum nýju egypsku yfirvöldum þrýstingi til að tryggja hlut kvenna í framtíð lýðræðislegs Egyptalands.

Hvernig við gerum það veit ég ekki alveg – og óska því eftir tillögum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur