Egypskar konur voru áberandi í baráttunni fyrir alvöru lýðræði í Egyptalandi – baráttu sem varð til þess að Mubarak hrökklaðist frá völdum og ný ríkisstjórn tók við völdum – til bráðabirgða þó.
Það er áhyggjuefni að í nýju ríkisstjórninni er einungis ein kona – og embætti hennar er ráðuneyti alþjóðlegra þróunarmála.
Á alþjóðadegi kvenna er ljóst að „stóru strákarnir“ ætla að taka við af baráttukonunum í Egyptalandi – nú þegar Mubarak og fjölskylda hans er fallin. Hlutverki kvennanna er lokið í hugum karlanna.
Það er áhyggjuefni.
Við eigum að styðja við bak egypskra kvenna og beita hinum nýju egypsku yfirvöldum þrýstingi til að tryggja hlut kvenna í framtíð lýðræðislegs Egyptalands.
Hvernig við gerum það veit ég ekki alveg – og óska því eftir tillögum.
Rita ummæli