Rakst á kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Ákvað að birta nokkur stefnuatriði þessa öfluga bakhjarls Beztaflokksins í Reykjavík – svona af handahófi.
Fróðlegt að bera loforðin saman við framkvæmdina!
- Samráð í skipulags-, umhverfis- og skólamálum á að gera markvissara og styrkja aðkomu íbúa og foreldra að lykilákvörðunum.
- Forgangsraðað verði í þágu þjónustu við íbúa.
- Stuðla að starfsánægju starfsfólks og styðja það í störfum þeirra.
- Auka fjármagn til hreinsunar borgarlandsins, stígagerðar og uppbyggingar grænna svæða til að skapa fleiri sumarstörf fyrir námsmenn og ungt fólk.
- gera strætó að raunverulegum valkosti við einkabílinn en til þess þarf að auka tíðni á álagstímum, tryggja að strætó gangi alla daga ársins og að leiðarkerfið nýtist börnum til að komast til og frá frístundum.
- Fjölga á beinum atkvæðagreiðslum um meginmál og setja um framkvæmd þeirra skýrari ramma.
- Undirbúningur fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar verði stokkuð upp og stefnumótun einstakra málaflokka gefið aukið vægi og aðkoma íbúa og hagsmunaaðila gerð gegnsærri.
- · Útfærðar verði tillögur í samráði við íbúa og starfsfólk með það markmið að draga úr miðstýringu og auka sjálfstæði hverfa með eflingu hverfaráða, hverfatengdrar þjónustu og forgangsröðun í rekstri innan hverfisins.
- gera borgarbúum auðveldara að flokka sorp og koma því til skila. Reykjavíkurborg á að tryggja gæði sorphirðunnar en nýta sér þá samkeppni sem fyrir hendi er um frágang og nýtingu á þeim verðmætum sem vel flokkað sorp skilar.
Þetta er grátbrosleg lesning.
Þvílíkur spuni.
Þvílík óheilindi.
Stefna Bezta Flokksins skiptir ekki máli því hann lýsti því yfir að hann myndi svíkja kosningaloforð 😉
Það sem annars snertir mig mest og fólk í kringum mig er skerðing sorps (maður þarf að hafa það á heilanum hvað maður setur mikið í tunnuna og skrá niður hjá sér hvenær þeir tæma) strætó, enda þegar fólk er að fara úr kvöldvöktum eða á (næturvaktir) þá er strætó að verða að engum valkosti.
Sem betur fer er ég ekki tengdur skólamálunum en maður heyrir út undan sér að samráðið sé lítið sem ekkert, bara vald að ofan um að það eigi að breyta. Meira að segja Hanna Birna er þekkt fyrir gott samráð skilst mér (er ég hrifin af hennar pólítík en ef satt er þá er þetta rós í hnappagat hennar)
Liðir 4 og 5 standa ekki alveg undir væntingum, liður 3 lítur ekki vel út í dag en verður í mun betri málum til lengri tíma litið. Sé ekki betur en annað sé á réttu róli.
Spuni frá spuna flokki.
,,# Stuðla að starfsánægju starfsfólks og styðja það í störfum þeirra.“
Bölvaður þvættingur er þetta.
Fólk er stutt í starfi SÍNU.
Þarna hefur einhver bjálfinn verið að þýða úr ensku.
Og ekki kunnað það.
Fær enginn að segja neitt af viti fyrir hálfmenntuðum síblaðrandi kerlingum?