Íslenska skyrið er að slá í gegn austan hafs og vestan. Enda einstök afurð unnin úr einstakri mjólk. Það þarf að tryggja í viðræðum við Evrópusambandið að heitið Skyr nái einungis yfir íslenskt skyr unnið úr íslenskri mjólk. Svona eins og Feta ostur getur einungis verið grískur.
Skyr mun slá í gegn í Evrópu. Ég efast ekki um það!
Hallur.
Þú ert nu eiginlega bara hægilegur Hallur minn.
Verða þá ekki bara orðin hvalur, hvalrengi og hákarl líka sérstaklega tekin upp í orðabók ESB Elítunnar og jafnvel hrútspungar líka. ?
Þetta er nú reyndar mjög góður punktur hjá Halli.
Það er nefnilega áhugavert að mesti vaxtabroddurinn í mjólkuriðnaði í dag er jógúrt (sjá allar fréttirnar um yfirtökur og samruna í þessum iðnaði) og stærsta markaðssvæðið fyrir jógúrt er einmitt Evrópa (Frakkar borða t.d. 3 sinnum meira af því en Bandaríkjamenn).
Með virkilega góðri markaðssókn og skipulagi væri a.m.k. möguleiki (samt alls ekki sjálfgefið) að skyr gæti náð einhverri hlutdeild af þessum markaði og þá væri virkilega verðmætt ef eingöngu íslenskt skyr mætti bera nafnið skyr líkt og er með Feta-ostinn gríska.
Þetta er kannski einn af þessum hlutum sem er alls ekki sjálfgefið að gangi upp og væntanlega eru minni líkur til þess en ella.
En *ef* markaðssókn á skyri skyldi ganga upp væri það vægast sagt ákaflega verðmætt fyrir Ísland og Íslendinga að eiga einkarétt á heitinu.
Það er því a.m.k. þess virði að skoða hvort einkaréttur á nafninu sé raunhæfur möguleiki innan ESB.
Úr orðabók sænsku akademíunnar
SKYR ʃy⁴r, äv. (om isländska förh.) skilr l. ski⁴r l. med mer l. mindre genuint isländskt uttal, sbst.¹, äv. (numera nästan bl. i vissa trakter, bygdemålsfärgat) SKÖR ʃö⁴r l. ʃœ⁴r, sbst.¹, n. (HILDEBRAND Isl. 31 (1867) osv.), äv. r. l. m. (BLOMBERG BlVulk. 65 (1924)); best. -et resp. -en. ( skyr 1769 osv. skör (skiör) 1732 (: skiör hinna) osv.)
[ fsv. skyr, ss. förled i ssgn skyrbytta, skyra bytta, bytta för koagulerad mjölk (anträffat bl. ss. tillnamn), sv. dial. skyr, skör,
m. l. n.; jfr fd. skyr, d. skør (best. -en l. -et), fvn., nor. dial. o. nyisl. skyr, n.; i avljudsförh. till SKÄRA v.,]
[SKYR.sbst1 0]
(till föda avsedd l. använd) koagulerad mjölk, surmjölk l. långmjölk (se d. o. 1) l. tätmjölk; utom i bygdemålsfärgat spr. i vissa trakter o. i etnologiskt fackspr. numera bl. (om isländska förh.) om sådan (vanl. gm uppvärmning av skummjölk tillsammans med en mindre kvantitet av den färdiga produkten o. löpe erhållen) koagulerad mjölk från vilken vasslan silats bort (o. som vid förtäring vispas upp med vatten l. mjölk o. dyl. o. serveras med socker o. grädde o. d.). IHRE (1769; från Dalarna). Av skyr . . har förystning skett under uppvärmning. Resultatet har blivit surmjölksost. OLSSON AllmogKosth. 139 (1958). I vår tid är skyr .. en alldaglig rätt i isländskt kosthåll. Rig 1961, s. 113.
Ssgr:
– SKYR-FÖRSÄLJARE. (om isländska förh.) försäljare av skyr. ENGSTRÖM Häckl. 224 (1913).
– SKYR-GRÄS.
[sv. dial. skyrgräs]
(i vissa trakter, bygdemålsfärgat) den vid beredning av tätmjölk använda växten Pinguicula vulgaris Lin., tätört. OLSSON AllmogKosth. 137 (1958).
– SKYR-HINNA. (†) hinna som bildats på koagulerad mjölk. LINNÉ Skr. 5: 36 (1732: skiör hinna).
– SKYR-MJÖLK. (nästan bl. i vissa trakter, bygdemålsfärgat) om koagulerad mjölk. NORLIND AllmogL 370 (1912: skörmjölk).
Gunnlaugur.
Vertu ekki svona bitur þótt ég nefni eitt lítið dæmi sem gæti skipt okkur máli innan ESB. Þú átt eftir að sjá þau fjölmörg.
Í Noregi þar sem ég bý, er skyr selt og merkt Skyr með R (registed tradmark)…
Væntanlega hefur einhver snjall Íslendingur skráð heitið! SKyrið í Noregi er nefnilega úr norskri mjólk!
Það þarf ekki að vera, Hallur. Ég heyrði af því að MS eða einhver angi af því ágæta fyrirtæki hefði tekist það á hendur að selja réttinn til að framleiða skyr „á læsens“ eins og það er kallað úr útlendri mjólk. Ef ég man rétt á þett við um Noreg, Danmörk, Bretland og fleiri lönd. Mér skilst að Baldvin Jónsson hafi ekki verið yfir sig hrifinn þegar hann heyrði af samningaviðræðum við General Foods í Bandaríkjunum um framleiðslu á „íslensku“ skyri úr amerískri mjólk. Það hafi heldur ekki farið vel í Íslendinginn sem framleiðir Siggi’s Skyr úr lífrænni bandarískri mjólk og selur á austurströnd Bandaríkjanna.
Eins og sést í klausunni úr SAOB þá er/var skyr ekki séríslenskt. Það var/er til í uppsveitum Skandinavíu. Mig minnir að Hans Alfredsson nefni í Íslandsbók sinni skyr í Dölum í Svíþjóð.
Við fáum olur þá bara einkarétt á SKYR með framburðinum SKÆER.
Bandaríkjamenn vilja það miklu heldur en þetta skandinavíska skyr sem enginn veit hvernig á að segja.