Þótt einn af grunnþáttum ritstjórnarstefnu DV sé illfýsi eins og ég benti á í pistli mínum „Illfýsi í garð Arnars og Bjarka“ þá á blaðið oft til brilljant góða og heiðarlega rannsóknarblaðamennsku. Því ber að hrósa.
DV reynir að velta steinum og draga fram mikilvæg málefni sem aðrir fjölmiðlar veigra sér að fjalla um. Það er mikilvægt fyrir þjóðfélagsumræðuna.
En stundum dregur blaðið reyndar úr gildi góðrar rannsóknarblaðamennsku með því að falla í illfýsipyttinn í framsetningu slíkra frétta. Þetta þarf DV að laga.
Því DV hefur alla burði til þess að vera heiðarlegur, gagnrýninn fjölmiðill sem mark er á takandi og gegna þannig mikilvægu aðhaldshlutverki í samfélaginu.
Í dag er einmitt frétt í DV sem er dálítið klaufaleg þar sem málið er ekki unnið í botn. Fjallað er um útigangsfólk sem þarf að yfirgefa gistiskýli fyrir útigangsfólk kl. 10:00 á morgnanna og gefið í skyn að fólkið hafi ekkert húsaskjól fyrr en kl. 17.
Hið rétta er að Hjálpræðisherinn rekur dagsetur fyrir útigangsfólk út á Granda þar sem fólk fær heitan mat, aðgang að hvíldaraðstöðu, þar sem er þvegið af þeim sem vilja, þeim veitt félagsráðgjöf og jafnvel fórsnyrting.
Ég treysti því að þeim upplýsingum hafi verið haldið frá lesendum vegna vanþekkingar blaðamanns – sem reyndar hefði átt að kanna málið betur – frekar en að upplýsingunum hafi verið haldið frá lesendum til þess að fréttin hefði meiri slagkraft.
Sjá nánar um dagsetrið:
http://www.herinn.is/pages/enhet_forside.aspx?nr=189
… það sem meira er – Dagsetrið ekur útigangsfólki til og frá dagsetrinu.
Mér finnst þessi „afbötunarpistill“ virðingarverður. Að mínum dómi er DV ákaflega mikilvægur miðill. Hitt er annað mál, að þeir sem fara mikinn eiga það frekar á hættu en aðrir að misstíga sig. Vissulega hendir það DV stundum.
DV er ákaflega „einhliður“ miðill með mikilli vinstri-slagsíðu.
Í raun væri réttara að kalla DV fyrir Dagblað Vinstrimanna (DV).
DV pönkast endalaust á Sjálfstæðismönnum og flokknum sem slíkum og notar hvert tækifærið til að klína neikvæðu skúbbi á flokksmenn Sjálfstæðisflokksins.
Þar fer fremstur í flokki sjálfur „verðlaunablaðamaðurinn“ Jóhann Hauksson.
Heift Jóhanns og hatur út Sjálfstæðisflokkin gegnsýrir skrif hans og hann er óþreytandi í baráttu sinni og krossför gegn flokknum.
Ekki má heldur gleymu krónísku Davíðs-heilkenni DV sem jaðrar við sjúklega þráhyggju.
Aftur á móti sleppa útrásarsukkarninir; þeir Jón Ásgeir og félagar hans ótrúlega vel úr mulningsvél DV sem sýnir þeim ótrúlega grið og fjallar aldrei um þá né fjármála(ó)gerninga þeirra.
Leynd aðdáun og Jóni Ásgeiri og félögum leynir sér ekki hjá DV.
Aðrir útrásarvíkingar og fjármálasukkarar sleppa ekki svona vel, sérstaklega ef þeir tengjast Sjálfstæðisflokknum.
Og ekki má gleyma hvernig DV sýnir stjórnarflokkunum mikil grið og sleppir því að fjalla krítískt um vanhæfni núverandi ríkisstjórnar.
Það er því mikil móðgun við þá sem eru frjálsir og óháðir, að kalla DV frjálst og óháð.
Mikil er trú þín Hallur ef þú telur að DV geti stundað heiðvirða rannsóknarblaðamennsku. Mannstu ekki hverjir ráða þar för ? Fyrst er að telja feðgana en sá eldri er illa haldinn af meinfýsni eins og þú kallar ritstjórnarstefnu blaðsins réttilega. Svo er þarna Jóhann Hauksson ofstækisfullur kommúnisti eða mannstu ekki hvernig hann var þegar hann kenndi í MH ? Stöðugur áróður í tímum. Sumir gamlir kommar hafa með árunum losnað undan meinfýsninni en ekki allir og allt of margir þeirra sem ekki hafa læknast hafa safnast saman á DV og dv.is meðan aðrir eru á Þingi.