Fimmtudagur 31.03.2011 - 11:19 - 3 ummæli

Alþingi styður búseturéttarformið

Félags- og tryggingarnefnd Alþingis styður heilshugar húsnæðissamvinnufélög og búseturéttarformið þótt nefndin hafi ekki viljað heimila 110% niðurfærslu hjá búseturéttarhöfum eins og fólki í eigi húsnæði þegar nefndin mælti með frumvarpi um slíka niðurfærslu.

Félags- og tryggingarnefndin leggur hins vegar mikla á herslu á að tekið sé tillti til sérstöðu húsnæðissamvinnufélaganna í því efnahagsástandi sem nú er.  Því miður nást ekki nauðsynlegar lagabreytingar á þessu þingi til að tryggja stöðu húsnæðissamvinnufélaganna. En vilji Alþingis er skýr.

Eftirfarandi er úr umsögn nefndarinnar með 110% frumvarpinu:

“ …   Nefndin ræddi jafnframt að nýju um málefni húsnæðissamvinnufélaga og greiðsluvanda þeirra og var þeim sjónarmiðum hreyft fyrir nefndinni að lækkun lána húsnæðissamvinnufélaga væri í samræmi við markmið frumvarpsins sem væri m.a. að lækka greiðslubyrði heimila. Lækkun lána húsnæðissamvinnufélaga mundi þannig leiða til lægra búsetugjalds og lækka greiðslubyrði þeirra heimila sem væru í búsetaíbúð.

Meiri hlutinn ítrekar að markmið með niðurfærslu skulda í samræmi við frumvarpið er að draga úr yfirveðsetningu eigna og lækka greiðslubyrði heimila og stuðla þannig að minni vanskilum við lánastofnanir. Eitt af meginmarkmiðum samkomulagsins, sem liggur til grundvallar frumvarpinu, eru aðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila þar sem ákveðið var að færa niður skuldir til samræmis við verðmæti íbúðarhúsnæðis.

Yfirveðsetning er vissulega til staðar hjá lögaðilum, svo sem húsnæðissamvinnufélögum, en hún er ekki til staðar hjá þeim sem keypt hefur búseturétt og býr í búsetuíbúð. Kjósi einstaklingur í búsetuíbúð að segja upp búseturétti sínum kemur ekki til þess að hann sitji uppi með skuldir umfram verðmæti búseturéttar síns líkt og lántakendur með yfirveðsetta eign fái þeir ekki niðurfærslu lána sinna. Úrræðið er enn fremur sniðið að því að horfa til tekna og eigna einstaklinga og eðli málsins samkvæmt er ekki unnt að beita þeim viðmiðum á félög.

Meiri hlutinn áréttar því þá afstöðu sem fram kom í fyrra nefndaráliti um málið að vinna þarf heildstætt úr greiðsluvanda félaga og líta m.a. til skuldaþols, rekstrarvirðis, nýtingar, reksturs, leigusamninga og hagræðingarmöguleika í samræmi við 6. mgr. 47. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998.

Í ljósi þeirra athugasemda sem komið hafa fram og sérstöðu húsnæðissamvinnufélaga beinir meiri hlutinn þeim tilmælum til velferðarráðuneytis að það hraði slíkri vinnu og telur jafnframt mikilvægt að skoðaðar verði allar leiðir í þessu efni, m.a. hvort unnt sé að beita sambærilegum reglum og í fyrirliggjandi frumvarpi á lán húsnæðissamvinnufélaga.

Í ljósi sérstöðu húsnæðissamvinnufélaganna og mikilvægis þeirra fyrir fjölbreytni á húsnæðismarkaði mun meiri hlutinn leggja áherslu á að fylgja málinu eftir og óska eftir fundi með ráðuneytinu hið fyrsta um málefni þeirra…“

Vonandi næst farsæl lausn í málefnum húsnæðissamvinnufélaga á næstunni.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • stefán benediktsson

    Vonandi taka menn þá líka umræðuna um nýjan lánaflokk, lengri lána (t.d. 60 ár) til þessa verkefnis. Þegar íbúðin er ekki lengur lífeyrir er engin ástæða til að miða lánalengd við lífslíkur. Þetta tókst ekki að fá menn til að skilja þegar búseturétturinn var lögtekinn en vonandi tekst það nú.

  • Hvað ef maður tók ekki 100% lán heldur sameinaði með lífeyrissjóðsláni og það nær ekki 110 markinu út af því að ÍLS lánið nær því ekki?

  • Hallur Magnússon

    110% eru samanlögð íbúðalán – hvaðan sem þau eru veitt.
    þegar gengið var frá samkomulagið banka, lífeyrissjóða og ríkisins um niðurfærslu í 110% – þá föttuðu menn ekki að það vantaði lagaheimild fyrir ÍLS til að færan niður lánin. Bankar og liféyrissjóðir þurftu ekki sambærilega lagaheimild.

    Nú er hún komin – og það er gott.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur